Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1977, Blaðsíða 6
Á síðastliðnu ári hafa verið sýndar í íslenzka sjónvarpinu tvær kvik- myndir, sem byggðar hafa verið á málaferlum í Bandaríkjunum, sem vöktu heimsathygli á sínum tíma, en í báðum tilvikum var verjandinn, sá sem mest mæddi á, málflutnings- maðurinn Clarence Darrow. Fyrri myndin fjallaði um hið fræga ,,apa- mál" í Dayton, Tennessee, en hin síðari, sem var sýnd 12. nóvember s.l., nefndist ,,Hin myrku öfl" og þar lék Orson Wellws verjandann — Clarence Darrow. En hver var hann? Hér mun gerð nokkur grem fyrir því. Clarence Seward Darrow fæddist I Kinsman i Ohio 1857, en bjó lengst ævinnar í Chicago, þar sem hann dó 1938. Faðir hans var húsgagna- smiður og grafari og þótti sérvitur og sérkenmlegur í þorpinu. Það verður þegar skiljanlegt af því að Clarence var ekki eins og aðrir drengir í þorpinu almn upp í guðsótta, en ekki þó heldur í guðleysi beint, öllu fremur í heiðarlegri efahyggju, rökhyggju og einstaklingshyggju Þannig mótaðist -skapgerð hans og bar þess einkenni alla ævi. Sérstaklega kom það skýrt í Ijós í aparéttarhödlunum, en helzti andstæðingur hans þar, W.J. Bryan, var alinn upp í anda strangs rétt- trúnaðar og bókstafstrúar —r- og bar þess merki til dauðadags. Darrow varð fyrst frægur sem emn af færustu lögfræðingum landsins og snjöllustu kappræðumönnum. Síðan fyrir að vera sverð og skjöldur, en þó aðallega skjöldur þeirra, sem minna máttu sín í þjóðfélaginu, sem þá var sannkallað auðvaldsþjóðfélag. Hann tók þá oft að sér máll sem aðrir lögfræðingar höfðu vísað frá sér og "VERJANDI HINNA VON- LAUSU ■■■■Um Clarence Darrow, verjandann fræga sem sagði: „Ég gæti kannski hatað syndina,en aldrei syndarann" Eftir Svein Ásgeirsson ■■■■■■■■■■I talið vonlaus. í þriðja lagi varð hann frægur fyrir hina einbeittu afstöðu sína gegn refsingum almennt og þá að sjálfsögðu alveg sérstaklega gegn dauðarefsingum Og loks var hann frægur i guðs eigin landi fyrir hina efagjörnu afstöðu sína í túmálum, sem hann fór ekki dult með. En fyrir hana öðlaðist hann litlar vinsældir, vægast sagt, en hann sóttist heldur ekki eftir þeim. En hann naut þess að vera þar, sem stormasamt var, og hafði gaman af að striða mönnum, sérstakiega þeim, sem voru kreddu- fastir og fiátiðlegir. Sjálfur var hann allt annað en hátíðlegur, þó að hann þyrfti oft að beita leikarahæfileikum sinum í ameriskum réttarsölum, eins og allir meiri háttar málflutnings- menn þar í landi hafa þurft — vegna réttarkerfisins. En þó var hann sizt maður hversdagsleikans. Darrow hóf lögfræðistörf fyrir járn- brautafélag og átti að gæta hags- muna þess í tryggingarmálum. Hlut- verk hans reyndist vera i þvi fólgið að verja félagið fyrir skaðabótakröfum í sambandi við slys og óhöpp, en hann fékk slíka andstyggð á þvi, sem af honum var krafizt i starfinu, að að hann söðlaði algerlega um og gerðist lögfræðingur verkalýðssamtaka — flutti mál þeirra, sem áttu um sárt að binda vegna slysa og af öðrum ástæðum, gegn hinu máttuga járn- brautarfélagi. Má nærri geta, að minni peninga hefur hann fengið fyrir það — en meiri ánægju, meiri vinnu- gleði. Sem málflutningsmaður þótti Darrow snemma sýna afburðaleikni og skerpu við yfirheyrslur í réttar- sölum, snerpu í orðaskiptum, sann- færandi mælsku og jafnframt hæfi- leika til að leika á viðkvæma strengi dómara og kviðdómenda. Þess má geta til gamans, að um langt árabil rak Darrow lögfræði- skrifstofu með Edgar Lee Masters, sem síðar varð stórfrægt skáld i hinum enskumælandi heimi — án þess að Darrow vissi, að hann væri skáld. Masters undirbjó mál vel og samvizkusamlega, en var ósýnt um að flytja þau fyrir rétti. Það varð Darrow að gera. Aðeins einu sinni varð Masters að hlaupa í skarðið, áður en skaðabótamál verkamanns gegn jarrnbrautarfélagi væri tekið til dóms. Darrow hafði engar áhyggjur af því máli og fór til annarrar borgar að halda fyrirlestur sem oftar, því að hann var eftirsóttur fyrirlesari. „Er maðurinn vél?" hét fyrirlesturinn og var gerður góður rómur að. En járnbrautarfélagið vann málið. Framkoma Masters var sögð slík, að menn misstu alla samúð með skjólstæðingum hans. Sagt er, að Darrow hafi orðið undrandi, er Edgar Lee Masters gaf út „Skeiðarár- kvæðasafn sitt", sem íslenzkir les- endur ættu að kannast við af þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Fyrsta stórmál sinnar tegundar, sem Darrow átti eftir að hafa svo fræg afskipti af, var ! sambandi við „Hey- markaðs-uppþotin" í Chicago 1886. Hann kom til Chicago 1887, þegar nýlega var búið að hengja 4 sak- borninga, en hinn fimmti framdi sjálfsmorð i fangelsmu. 3 voru dæmdir til 15 ára fangelsisvistar. Darrow sagði síðar, að hann hefði harmað það alla ævi, að hann skyldi ekki hafa komið til Chicago nokkrum mánuðum fyrr til að verja hina ákærðu. Málsatvik voru þau í stuttu máli, að stjórnleysingjar — anarkistar — hédu fund á Heymarkaðstorgi. Meðan verið var að tvistra hópnum, sem fundinn sótti, var sprengju varpað á lögreglustöð i nágrenninu með þeim afleiðingum, að 7 lögreglu- menn létu lífið, en 27 særðust. 8 manns voru handteknir og dæmdir, eins og áður segir, án þess að það næðist í þann, sem sprengjunni kast- aði. Enginn hinn átta var kærður fyrir að hafa kastað sprengjunni. Borgarbúar voru i miklu uppnámi og kröfðust þess, að stjórnleysingj- arnir væru hengdir. „Hengið þá fyrst, yfirheyra þá svo", var vígorð. Blöðin sögðu stjórnleysingja vera reiðbúna að sprengja Chicago út í mitt Michiganvatn. Fullyrt er, að borgar- búar hafi bókstafelga þröngvað yfir- völdunum til að taka mennina af lífi. Þeir voru dæmdir fyrir það, „að þeir, sem æsi fólk upp og fái það til að ná ólögleu markmiði með ofbeldi, sé sjálfur upphlaupsmaður, þótt hann taki engan þátt í upphlaupinu." En samkvæmt lögum fylkisins mátti ekki dæma meðseka, fyrr en höfuð- paurinn hafði verið sekur fundinn. Því fékk Darrow hina þrjá náðaða, en hinir fimm urðu ekki vaktir til lifsins aftur. Darrow álasaði borgarbúum í sama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.