Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Side 3
Fuglalff. Einu lifandi fuglarnir eru flugvélarnar, sem dreifa eitri yfir jörðina og allt kvikt er dautt, maðkar og flugur jafnt sem fuglarnir. Glansnúmerið, 1934—1963. Myndin virðist búin að vera lengi f smíðum og glansnúmerið, sem fjöldinn mænir á, er alltaf það sama: Fffl með bombu. Allt gott kemur að ofan, 1970. Mann- skrýmsli á hval, sem um leiS er þyrla, ú8ar ein ein- hverju yfir jörðina er það gott fyrir grœn- metiS, eða er þetta fólk, sem orðið er að græn- meti? Náttkjóllinn eftirFINN SÖEBORG Konan mín hafði sagt að hana langaði í náttkjól i afmælisgjöf og einnig gert mér skiljanlegt að hún byggist við að fá hann. Mér var engrar undan- komu auðið og varð að hleypa kjark í mig og fara og kaupa hann, enda þótt ég sé skelfing feiminn við að annast slík innkaup. Ég fór inn i eina stór- verzlunina og fann eftir nokkra leit þá deildina sem seldur var slikur dýrðar- fatnaður. Eins og ég hafði búizt við var aðeins kven- fólk þar inni — bæði utan og innan við afgreiðslu- borðið. Ég hafði mest löngun til að koma mér út aftur, en þetta varð nú einu sinni yfir mig að ganga. — Var það eitthvað sem ég get hjálpað yður við? Bráðlagleg lítil afgreiðslu- stúlka sneri sér að mér. Nú var um seinan að flýja af hólmi. — Ég ætlaði gjarna að líta á náttkjóla, sagði ég ákveðinni röddu, handa konunni minni. Þessi síðasta viðbót var ekki aðeins yfirborðskennd heldur hreinlega asnaleg. Nú var vitanlega afgreiðslustúlkan og nær- staddir kaupendur þess fullvissir, að það væri síst af öllu handa konunni minni, sem ég ætlaði að kaupa náttkjólinn. —- Hvaða númer notar konan yðar? spurði hún. 87 svaraði ég bara til að segja eitthvað. Ég hafði ekki hugmynd um í hvaða númerum náttkjólar voru framleiddir og hefði því eins vel getað sagt 614. — Það getur ómögulega passað sagði afgreiðslu- stúlkan brosandi. Er konan yðar stór eða lítil? - — Oh, hún er svona meðalstór. — Svona á stærð við mig? reyndi hún fyrir sér. — Kannski aðeins hærri.sagði ég, en hún hefur ekki eins stór — ehe ég á við . . . Ég vogaði mér ekki einu sinni að skotra augunum til hliðar. Ég hafði á tilfinningunni að hinir viðskiptavinirnir virtu mig fyrir sér. — Þá mundi það liklega vera stærð 42, sagði afgreiðslustúlkan. Lítið á þetta Ijómandi módel, það er alveg nýkomið. Hún lagði eitthvað híalín með bróderingum og kniplingum og ég veit ekki hvað á borðið. Þetta er frá ítalíu, fræddi hún mig á. — Já, það sé ég, sagði ég alveg ruglaður. — Hvernig sjáið þér það? spurði hún undrandi. — Ég var á italíu í sumar, svaraði ég, en iðraðist um leið þessarrar framhleypni minnar og hóf þess í stað að tauta eitthvað um hið indæla spaghetti sem þar væri framreitt. — Snertið og finnið hve lekker hann jr. Hún hélt náttkjólnum fyrir framan mig. Ég rak t hann tvo fingur. — Hann er gagnsær, sagðiég. — Gerir það nokkuð til? spurði hún. — Já, sagði ég kolruglaður, eða nei meina ég, öfugt við, eða röfl er þetta i mér, en er hann ekki frekar skjóllítill að vetri til. Stúlka nokkur við hliðina á mér flissaði upp- hátt. Það var skelfing vandræðalegt. — Litið nú á. Afgreiðslustúlkan tók nátt- kjólinn og sveipaði honum um sig svo að maður gæti almennilega séð hvernig hann liti út. Það var alveg eins og hún hefðt farið i hann og ég roðnaði upp i hársrætur. — Hvað kostar hann ? skrækti ég alveg utan við mig. Þetta varð einhvern endi að taka. — 148 krónur, svaraði hún. Það var helmingi meira en ég hafði hugsað mér, en ég keypti hann samt. Ég ætlaði mér ekki að skoða fleiri náttkjóla. Það var sannkallaður léttir er ég skömmu seinna var kominn út á götu með pakkann undir hendinni. En ef konan min óskar sér einhvern tíma brjósta- haldara verður— það að minnsta kosti ekki ég, sem annast þau innkaup. Halldór Stefánsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.