Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Blaðsíða 11
hvort það var keisarinn sjálfur, aðall eða almúgafólk. Björgvin sýndist vera líkur honum í framgöngu. Frakkinn var alltaf svona frá, eins og þú manst, hendurnar læstar um stafinn miðjan fyrir aftan bak. Hann var stór og fyrirferðarmikill maður og stefndi mjög ákveðið f þá átt, sem hann var að fara. Maður hafði það þá á tilfinn- ingunni, að hann myndi ryðja hverj- um sem var um koll, til að komast leiðar sinnar. Svo virtist mér augljóst, að þarna var maður, sem þjáðist mikið. Það fann ég strax sem barn, að þar fór listamaður, sem hafði eitthvað sérstakt að gefa og var að fást við hluti, sem enginn átti við í líkum mæli í bænum okkar og að hahn mætti eiginlega engum skilningi. Þótt hann stofnaði kór, sem að mestu var skip- aðtir erfiðisfólki, þá virtist mér, að kórinn gæti ekki tjáð eða komið til skila nema litlu broti af því, sem hann hefði annars samið við beztu skilyrði og uppörfun. Ekki kynntist ég tón- verkum hans mikið, en þó komst ég óneitanlega í snertingu við starf Kantötukórsins, því móðir mín söng í honum og starfaði af miklum áhuga og varði til þess frístundum sínum. Það hugsaði ekki um þreytu, þetta fólk, sem lagði á sig erfiðar æfingar eftir langan og strangan vinnudag. Það ættir þú að þekkja, þar sem faðir þinn söng í kórnum. Já, Björgvin var næsta óvenjulegur í útliti og háttar- lagi. Þú mannst eftir gleraugunum undir háu, hrukkóttu enni. Glerin voru kringlótt og spangirnar svartar. Rödd hans var há og gróf og hann virtist segja flest, sem honum flaug í hug, hrenskilinn og stundum vægðar- laus, ekki sist ef hann var undir áhrifum víns. Ég heyrði einu sinni sagt frá því, að Bjórgvin hafi mætt séra Friðrik Rafnar skömmu eftir að víslubiskupinn var sæmdur riddara- krossi. Líklega hefur það borist I tal, þvíséra Friðrik, spurði Björgvin, hvort hann hefði ekki fengið krossinn. „Nei, og ég kæri mig fjanda kornið ekkert um það." svaraði Björgvin. „Maður getur líka búist við að mæta hvaða helvítis hundi sem er með þetta gling- ur dinglandi á sér." Það var einkenni- legt, hvernig saman fór í þessum manni sú gáfa, sem við setjum ósjálf- rátt í samband við fíngerða hluti eins og tónlistina og svo einhverskonar grófleiki. Ég held, að grófleikinn hafi sprottið af innri óánægju yfir því, að geta ekki notið sín betur. Hann kom oft í heimsókn í hús við Laxagötuna. Stundum var hann nokkuð við skál og þá gekk mikið á og honum lá þá óvenju hátt rómur. Líklega á sú sam- líking vel við Björgvin, að hann hafi verið eins og gimsteinn í ryðgaðri járnumgerð. Þá dettur mér I hug annar tónlistamaður, sem oft kom gangandi eftir Laxagötunni. Þótt ekki væri hann líkur Björgvin, þá gekk hann alltaf með hendur fyrir aftan bak. Hann var dálítið fattur og feitlag- inn og horfði gjarnan öðru hvoru upp I loftið og sönglaði. Þetta var tón- skáldið, Jóhann Ó. Haraldsson. Hann var ákaflega snyrtilegur maður, í fall- egum sléttum frakka, með góðan, voldugan hatt, sem sat réttur á höfð- inu. Þegar ég stóð þarna á stuttbux- um í hlíinu heima. þá kom mér oft í hug, að gaman væri að fá þessi lög á blað, sem flugu þarna eins og fuglar um loftið um leið og hann fór fram- hjá, því hann var alltaf sönglandi. — Þú varst alveg viss um, að hann Séra Bolli og Hafliði ræðast við snemma f vor, þegar Hafliði var á ferðinni fyrir norðan. væn að „kompónera" á leiðinni á kaupfélagskontórinn? — Já, hann gæti alveg eins hafa verið að „kompónera, eða a.m.k. að velta fyrrséreinhverjum lögum. — Og þetta hefur haft sterk áhrif á Þig? — Maður man eftir því og þess vegna er Ijóst, að það hefur haft einhver áhrif. Mér fannst að það mætti veiða þessi litlu lög eins og fiðrildi á háf. — En manstu þá ekki eftir Áskeli Snorrasyni? — Jú, ég man vel eftir þeim manni. Ég man sértaklega eftir loð- húfunni hans. Hún ku hafa komið frá Rússlandi og manni fannst ákaflega skrítið, að þessi hógværi maðurskyldi endilega vilja tilheyra svona sterkt einhverjum heimi, sem var þó svo fjarlægur og tilbiðja allt, sem þaðan var komið. Ég setti til dæmis Internasjónalinn ævinlega í beint samband við hann, en tónverk hans þekkti ég lítið. Þó minnist ég þess að hafa heyrt hann leika eigin verk á orgel Akureyrarkirkju, þegar ég var mjög ungur. Áskell var einstaklega prúðmannlegur og fíngerður. Ég sé hann greinilega fyrir mér með hvítan snöggklipptan hárkraga, heilsa bros- andi og hneigja sig kurteislega. — Þegar að ef gáð, þá hafa verið býsna margir athyglisverðir tónlistar- menn á Akureyri I okkar ungdæmi. — Þar voru náttúrlega kórar og lúðrasveit, en kannski ekki mikið ein- staklingsframtak I tónlistarefnum. Þó má ég slst af öllu gleyma góðum nágranna mlnum, yfirlöggluþjón- inum, Jóni Benediktssyni. Hann er fjölhæfur listamaður. Hann leikur á píanó, orgel og harmoníku og syngur þar að auki. Hann semur lög og yrkir kvæði, hefur gefið út Ijóðabókina Sólbros og aðra til. Það var gaman að vita af þessum einsetumanni við hinn endann á Laxagötunni. Það var eins- konar menningarmiðstöð hjá honum, sem brá Ijóma á þessa götu, sem ég tel alltaf götuna mi na. Þar var Jón Ben úti á horni með þessa músik og gamla, flna plussdregna bílinn sinn, model 1920, og vissa hluti, sem maður komst aldrei I kynni við eins og konfektkassa, sem hann dró einu sinni fram, þegar ég datt kylliflatur þarna fyrir framan húsið hans. Hann kom þegar út og tók mig inn til sín, huggaði mig, gaf mér konfekt og spilaði fyrir mig dillandi lag á harmoníkuna. Annars bar ég ótta- blandna virðingu fyrir honum sem yfirvaldi. Mér fannst eins og Jon hefði nokkurs konar röntgenaugu á alla stráka og vissi því nákvæmlega, hvernig innræti þeirra væri, betur en til dæmis presturinn. Ég var satt að segja óskaplega hræddur við lög- reglustöðina. Þeir voru með tæki þar fyrir utan, sem ég hélt lengi vel að væri til þess að rassskella stráka. Þetta var gömul loftpressa, sem þarna var geymd, Hun var með stóra kúta á hliðunum, sennilega fyrir benzín og olíu. Ég hélt að I þeim væru blöðin eða vifturnar, sem flengdu. Nú ekki má gleyma því að í næsta húsi utan við okkar var píanó, því þar bjó Helga Jónsdóttir söngkona, sem m.a. var lengi einsöngvari með Kantötu- kórnum. Á heimili hennar var oft safnast saman og sungið. Ég man að mamma fór oft yfir til að syngja með fólkinu, en þá var kominn háttatlmi fyrir stráka. Svo má ég ekki gleyma Aðventistakirkjunni, sem stóð við göt- una utanverða. Þar fengu menn lengi framan af Ijósböð og nudd, en síðar var þar æfingamiðstöð lúðrasveitar- innar og karlakórs Akureyrar. í þessu vígða húsi fékk ég að æfa mig á sellóið um sumartíma og þar samdi ég mitt fyrsta tónverk. Þá skrifaði ég músik, sem var eingöngu í moll. Það var mjög sorgleg tónlist og sem betur fer týnd og tröllum gefin. Ég man nú reyndar alveg hvernig þetta lag var og raula það stundum fyrir sjálfan mig. Það var vægast sagt alveg hörmulegt, I c-moll, einsögnslag með planóundirleik, samið við texta, sem ég hefi gleymt með öllu. Þarna I Aðventistakirkjunni æfði lúðrasveitin eftir að hún yfirgaf litla húsið við Kaupfélag Verkamanna. Jakob frændi minn Tryggvason organleik- ari, sem æfði og stjórnaði henni, kenndi mér ungum að halda' á þver- flautu og dubbaði mig eftir nokkra tíma til lúðrasveitarmanns. Ég var lítill og grannvaxinn og fékk alltof stóra húfu, kastskeyti og gljáskyggni, sem seig alltaf niður fyrir augu, þegar ég hnaut I pollaholum I skrúðgöngum 1. maí eða 17. júni. Nótnaheftið mitt var þá fest með öryggisnælu aftan á jakkakraga þess, sem næst fór á undan mér. Þetta voru erfiðar göngur og kátbroslegt hlýtur það að hafa verið að horfa á þverflautuleikarann berjast við kastskeytið og ójafnar göt- ur. Jakob stjórnaði af miklum strang- leika og beitti vinnubröðgum og kröfuhörku, sem ég kynntist siðar hjá miklum hljómsveitarstjórum erlendis. Ég nefndi hann frænda minn áðan, en þeir voru systkinasynir faðir minn og hann. Og þá man ég allt i einu eftir frænku okkar Jakobs, Þórunni Jóhannsdóttur. Ég sé hana í anda koma neðan Gránufélagsgötuna í stuttum, hvítum blúndukjól, hopp- andi á milli pollaholanna eins og strákur. Faðir hennar, Jóhann Tryggvason, reyndi að hafa taumhald á henni, þvi að úm kvöldið átti hún að halda tónleika og vera í þessum fína kjól. Ég var veikur þennan dag, með hita, en samt þótti ekki annað fært, en ég færi á fætur til þess að leika mér við þessa frægu frænku mína, sem var tveim árum eldri en ég. Þegar við komum út í garð og ég átti von á væmnum mömmuleik, þá dró hún fram skambyssubelti, spennti það um sig, sveiflaði byssunni og hljóp um með tilþrifamiklum indiána- hrópum. Ég horfði á hana furðu lost- inn og var nokkra stu.nd að átta mig á því,að hún var eins og hinir krakkarn- ir, í meira lagi ærslagjörn og vildi helzt leika sér eins og strákur. Undir kvöldið var ég aftur drifinn í rúmið. Það var einkennilegt að vita til þess, að þessi litla stúlka skyldi þá eiga eftir að leika á pianó fyrir stóran skara fullorðinna áheyrenda. og sitja fram á nótt í veislu með stjórn tónlistafélags- ins og fleiri forystumönnum bæjarins. Nokkrum árum siðar þegar ég þótti nógu gamall til þess að vaka fram eftir kvöldi, gerðist tónlistaviðburður á Akureyri, sem hafði sterk áhrif á mig. Þá var Meyjaskemman sett á svið. Það þótti mér stórkostlegt, að sjá tónskáld uppi á sviði. Þar kom Schubert sjálfur fram, leikinn af Jóhanni Konráðssyni söngvara. Það var mjög eftirminnanlegt, að sjá tón- skáld aftur úr öldum komið þarna Ijóslifandi á fjalir gamla Samkomu- hússins. árið 1954. Ég hafði þá strax á tilfinningunni, að öll tónskáld ættu mjög erfitt og þannig hlyti það jafnan að vera. Það gekk sannarlega mjög illa fyrir Schubert í Meyjarskemm- unni, þvl hann fékk ekki konuna, sem hann elskaði heitast og vildi fá. Það hefur alltaf fylgt mér siðan, að þetta væru menn, sem við þyrftum að vorkenna svolítið. Enda er líka mikið um sorg og harma hjá þeim, bless- uðum, en ekki þó öllum. Þessa sýn- ingu sá ég oft, þvi þá seldi ég leik- skrár I leikhúsinu, og þessvegna stendur hún mér jafnan Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þarna laukst upp fyrir mér nýr og heillandi heimur, heimur eftirvæntingar og ævintýra, heimur baráttu og þrotlausrar vinnu, heimur vonbrigða og sælla sigur- stunda, heimur æðri tónlistar. e^OT^p ®T V-i,*-'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.