Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Blaðsíða 15
J Hver gœtir hagsmuna hvers? Einn furðulegasti atvinnuvegurinn hér á landi — að minnsta kosti með augum á- fróðra leikmanna séð — er fasteignasala. Á hverjum degi birtast sfður af auglýsingum frá tugum fasteignaskrifstofa og er þó úrval- ið mest um helgar. Það vita allir sem eitt- hvað hafa auglýst I fjölmiðlum að peningar fyrir auglýsingar eru fljótir að fara og því verður að gera ráð fyrir því að fasteignasal- arnir eyði verlegum upphæðum i að koma á framfæri upplýsingum til fólks um hvað er á boðstólum og er það út af fyrir sig góð sjálfsögð þjónusta. En hitt er dularfyllra hvernig allar þessar skrifstofur fá þrifist í þessu litla samfélagi — og þá skal heldur ekki gleymt að taka það fram að fasteigna- salar hafa nú f allan vetur haft uppi miklar harmatölur, þegar fjölmiðlar hafa leitað eftir upplýsingar um sölur hjá þeim. Hefur þeim yfirleitt borið saman um að hreyfing á fast- eignamarkaðinum væri skelfing dræm og væri það ástand búið að standa lengi — allt að því heilt ár, er haft eftir einum á dögun- um. Engu að sfður virðast þessar skrifstofur með alldrjúgum mannafla þrífast bara bæri- lega og enda þótt mér sé ekki kunnugt um að fasteignasalar hafi samtök með sér og samkeppni milli þeirra innbyrðis hljóti að vera nokkuð hörð — sérstaklega á þessum síðustu og verstu tfmum, þegar ekkert selzt af fasteignum — er þó sýnilegt að ákveðið samræmi er millum þeirra, ekki hvað sfzt þegar að þvf kemur að tosa verði á fasteign- um upp á við. Fasteignasali sá sem áður er að vikið segir að hækkun á fasteignum hafi vart orðið umtalsverð f heilt ár, en hins vegar spáir hann þvf að nú fari að koma kippur f bæði sölu og þar með verð, og annar fast- eignasali spáir allt að 40—50% hækkun á fasteignum. Þetta eru hinar athyglisverðustu upplýs- ingar fyrir fólk — þ.e. að heyra að verð á fasteignum hafi nánast staðið í stað f heilt ár. Það vita þeir bezt sem fylgzt hafa með á þessum markaði að þarna er ekki rétt farið með. Eða kannski finnst fasteignasölum það sáralftil hækkun þótt 2ja herbergja íbúð á ákveðnum stað f bænum, sem var til dæmis seld á rúmar fimm milljónir fyrir hálfu ári, fari nú — ef hún á annað borð selzt — á sjö milljónir eða jafnvel nokkur hundruðum þús- unda betur. Eða að fjögurra herbergja fbúðir á ákveðnum stöðum f bænum sem kostuðu 10—12 milljónir f mesta lagi fyrir hálfu ári, eru nú verðlagðar á 15—16 milljónir. Kannski finnst fasteignasölunum ekki mikið til um slfkar hækkanir. En hvernig má það vera að slfkar milljónahækkanir verða á fbúð- um, samtímis þvf sem engin hreyfing er á sölu á fbúðum. Þetta vefst fyrir mörgum að skilja og jafnvel að sætta sig við. Það ber Ifka að hafa f huga að fasteignasalinn er tveggja þjónn — seljandans og kaupandans. Hann á að bera boð á milli og stuðla að þvf að sem viturlegast samkomulag náist. Stundum er ekki laust við að öðrum þessara aðila þyki sem fasteignasalinn dragi taum hins f málinu og margsinnis hafa kaupendur staðið fast- eignasla að þvíað segja vfsvitandi ósatt um að einhver ákveðin tilboð séu komin f fast- eign sem viðkomandi kaupandi hefur auga- stað á. Er þetta þá gert til að herða á kaupandanum og fá hann til að taka afstöðu f máli sem hann er kannski í vafa um. Iðulega kemur svo í Ijós að ekkert tilboð var á ferðinni og f mörgum tilvikum hefur þetta orðið til þess eins að seljandi ftkk hærra verð fyrir vikið. Þar með er hagsmuna hans gætt. En hvað þá með kaupandann? Jóhanna Kristjónsdóttir Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Mjp«CÍHÍ> LUT- tf? lL'll»'r &* $f neðsf ffJÖ-IN&. ^ *V<» tTI -* F 1 s rv A g ¦*• V / í> s d A í> A L 'A S A R [IWrí A /- L A U A á. I N H 5 f\LPfl ÍMfl'. 0R(> A 4 K A iX» ¦ HfFL UB- Þ/tTr IP. ruii u H A A R A rC A R Aí 1 í> Sfc- 5 K A R N I L A 4 A -Ð 1 fl A ^ K A R F MIÍLM t 1 R l R í,';.yi Aí b AJ 7.. A F A K í«V.I B l m A Mf. 5 1 — 77 Aí tf.M/< 3 **> F L w tmi Æ K I f> «TTkí»1 N u N N Nf A/ / U.U L A Ck © u R KlHAK A N K A fíilts IHH +> ÍUNO A /- iit-- A 8 K 1 R KCIfí. KV- A K LTÍD 10 D R A V LJ W A % # A 1F— F 'o Ð R A R > R 'i M A krfl EE 5 Kl T A í> R A rfrft A £ i N 5Í? P 'o 1 INN M y 5 A N ie - A R & S L/t«- /N A M ¦ 1*. 5 u A <s, A s •R A"ff 'A T A N •Sf Ý 5 A I 'lí Boeít KrtS5l V 5\;ik-ULflR. ^ ^ ¦fílfA/MO V FRftUW 5ND-I IÐ vitMrJU-1 ÍRÖSIIÍ ^ SM-EKlMf) 5TAR- ífF/IR .V & ^^l L6V5- A*Ur,íT in. ííj ISpi SKC-IFAR LÆKW-I ISI^if©- 1 FoUWtFW FU6LAR FuaLAR gR£> TUl.01' L(HT, ^ /M ÍLJKA KRUgg/! FtoKKUR ?L'flT L'ETTIK. -riu ^ LTb/vi-AR. iVR VIR£>A ÍA^E> ÍÍÆM ¦ f/VP/f/í, rtyPJ'/IR M«fí MoRAR VIND-JVflP-urimiv ^ íRFieí M1E>- KARí.-í> V'R- 6f 14 R. -Tó'nn ^ EW0IW4 i.rof) RU1.I ÚLAT- <c?Vn IR Sfím-HLT. Ct. 01- KftLPI ¦ Mlllf-UNN HöfN KÓ"UR ÞRfiS HAWA *-> WR ?^ft Aa UR + íKiqi-P-R ir * IglT Sfil*-Hí-T. J>*R ? ^ Kv/eK- i^ 1 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.