Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Síða 5
Væriþaðhægt á Islandi? CAPO Dl TUTTI CAPI ORÐIN hér að ofan eri\ á ítölsku og þýða: Foringi allra foringja. Það er óneitanlega mikil- fenglegur titill og er hann notaður innan Mafíunnar bandarísku um þann mafíuforingja, sem tekst að ryðja öllum keppinautum sínum úr vegi og drottna yfir Mafí unni allri. Nýlega hafa orðið umskipti í valda- taflinu innan mafíunnar í Bandarfkjunum og hinn nýi „guðfaðir“ er í útliti venjulegur lftill kall, gráklæddur venju- lega og eyðir megni dag- anna á ítölskum veitinga- húsum í New York. Hann heitir Carmine Galante og þykir jafnvel grimm- ari en flestir fyrir- rennarar hans. Galante er aldrei einsamall á ferð. Hann hefur um sig hirð lífvarða, en auk þeirra má reikna með leynilögreglumönnum, sem sífellt njósna um ferðir þessa harðsvíraða eiturlyfjabófa. SUMT af þvf sem þykir sjálf- sagt og eðlilegt f þeim menn- ingarheimi, sem við teijum okkur þð heyra tif, þætti allt að þvf fráleitt hér á tslandi og hlýtur sú spurning að vakna, hvort við séum framúrskarandi hneykslunargjörn og aivöru- gefin um of. Hér er tvennt til dæmis um þennan mun. Á 25 ára afmæli Elizabetar II. f stöðu Bretadrottningar, birti þekkt og virt blað, Sunday Times Magazine, myndina hér til vinstri á forsíðu. Þetta ér eins og sjá má skopmynd af þeim Elizabetu og Filipus prins f tilefni afmæfisins og á borð- inu liggur sfmskeyti frá Idi Amin. Þætti þetta ekki alveg fráleit meðferð á forseta Is- lands? Á myndinni til hægri er hins- vegar frú Liflian Carter, mððir Carters Bandarfkjaforseta. Hún gekk skörulega fram f kosningabaráttunni og hér fagnar hún sigri sonar sfns. Hún hefur fkfæðst einhverri sportflfk og á henni stendur „Jimmy vann“..Ætli það þætti ekki lfka einum of mikið, ef einhver aðstandandi forseta Is- lands, skreytti sig þannig að kjöri loknu. Sinn er siður f landi hverju — en ætli það sé nú ekki samt rétt að við tökum okkur full alvarlega. DIETRICH 75 ÁRA ÞAÐ virðist fylgja kvikmynda- stjörnum að brenna kertinu f báða enda og falla frá suemma. Undantekning frá þessari reglu er hin sfunga Merlene Dietrich, sem söng með einkennilega hrjúfri og dimmri rödd og hafði að sögn fegurstu fötleggi f heimi. Nú er hún orðin 75 ára og lítur stðrkostlega út, jafnvel á sviði. En hún hefur nú alveg dregið sig f hlé og býr alein f Parfs innan um fjölda mynda af franska leikaranum Jean Gabin. Ilann dö f fyrra, en ástarsamband þeirra hafði enzt í 25 ár. Marlene Dietrich giftist 1924 bandarfskum kjúklinga- bðnda, Rudolph Sieber. Þau slitu samvistum eftir tfu ár, en skildu aldrei löglega. ROKK- KÖNGUR KVÆNIST MESTI glansinn er nú farinn af Elvis Prestley, þðtt ekki sé hann nema 42 ára. Ilann er orðinn feitur og úr sér genginn, enda hefur flogið fyrir, að hann væri með ölæknandi sjúkdóm. Ilann hefur samt f hyggju að kvænast bandarfskri fegurðar- drottningu, Ginger Allen, sem kjörin var „Ungfrú Tennessee“ og er tvítug. Elvis er búinn að halda út vel og lengi, en það er áreiðanlega ekki auðveldara hlutverk en hvað annað að vera ganiall rokkkóngur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.