Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Side 7
Hér er Hákon vi8 störf austur á HallormstaS sumarið 1952;
fullur af atorku og áhuga f blóma Iffsins.
niuuuiiuin na-
konar. Hér er
Jón Ólafsson rit-
stjóri og Helga
Eirlksdóttir kona
hans ásamt
börnum slnum,
Páli, SigrlSi,
móður Hákonar,
Gísla og Ólafi.
Myndin er tekin
um aldamótin.
[I
I
Hér er Ágúst H. Bjarnason, faðir Hákonar — til vinstri I aftari röS — og me8 honum systkini
hans: Brynjólfur honum á vinstri hönd og I fremri röð: Ingibjörg, Lárus og Þorleifur.
var auðvitað fullfær I ensku. Á sumrin var hún
fengin til að afgreiða I búðum hér á sumrin þar
sem „túrista" var von og varð síðar enskukennari
við Verzlunarskólann. Hún hafði ákaflega
gaman af tungumálum, lá I málfræði og enskum
og amerískum bókmenntum. Árni Pálsson pró-
fessor sagði einhvern tíma um hana að hún hefði
karlmannsvit. Kennslustörfin áttu vel við hana —
betur en húsmóðurstörfin. Hún hætti að vísu
kennslu á meðan við systkinin vorum að alast
upp, en hóf þau að nýju þegar við vorum komin á
legg.
Og þið systkinin?
Við vorum fimm, ég elztur, fæddur 1907, síðan
Helga, sem er látin, svo Jón, María og Haraldur
yngstur. Við áttum heima við Laufásveg 37,
leigðum þar hæð í húsi Sigurðar Jónssonar,
skólastjóra, en fluttum þaðan 1 91 6 að Hellusundi
3, sem faðir m'inn byggði, svo nágrennið var það
sama eftir sem áður.
Geturðu gefið nokkra mynd af umhverfinu
þarna á æskuárum þlnum?
Samfelld húsaröð náði ekki lengra en að Lauf-
ási. Þetta voru timburhús, heldur fátækleg og
léleg húsakynni á okkar mælikvarða, sérstaklega á
veturna. Lltið um upphitun. Oftast einn kolaofn I
stofu. Annað ekki. Hjá okkur var t.d. ofn í
borðstofunni en enginn í svefnherbergi, en haft
opið þaðan inn I svefnherbergið til þess að þar
hitnaði ofurlítið. Kalt vatn kom þó í krana áður en
ég fæddist. Og gasið skömmu stðar. Þvt miður
varð gasið til að tefja rafmagnið þvi sumt fólk hélt
því fram að aldrei mundi vera hægt að sjóða mat
við rafmagn. Voru það einkum húsmæður sem
héldu með gasinu.
Á þessu svæði við Laufásveginn og Bergstaða-
strætið fyrir ofan var mikið lið drengja á Itku reki
og við Jón. Við stofnuðum með okkur félag, sem
hét Indtánafélagið og héldum vel saman. Starf-
semin llktist llklega hélzt skátafélagi. Við fórum
saman I ferðalög — ekki þó löng, sakir fjárskorts
— bara stutt. í Vatnsmýrina og á Öskjuhlíðina og
næsta nágrenni varaðal leikvangur okkar.
í húsinu á horninu við Laufásveg og Skothús-
veg bjó Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri. Þar
voru tveir synir, Ásgeir og Þórarinn. í næsta húsi
þar fyrir sunnan var Ingibjörg Jensdóttir, dóttir
Jens Sigurðssonar og Ragnheiður systir hennar.
Þá tók við Forberg og hans strákar margir. Þar
fyrir sunnan Guðmundur Helgason frá Reykholti
og loks hús Péturs Thorsteinssonar sem stðar var
kallað Galtafell.
Hinum megin götunnar var Halldór Sigurðsson
úrsmiður. Björn og Sigurður synir hans voru
auðvitað líka i Indiánafélaginu og sömuleiðis synir
Jóns Aðils t húsinu næst fyrir norðan, þeir Geir,
Þorvaldur og Jón. Vigfús I Engey bjó i næsta húsi.
Þar bættust tveir í félagið Runólfur og Þórmundur
Guðmundssynir og Halldór Vigfússon. Og í húsi
Rönku „sótt" sem svo var kölluð af því hún hafði
þann starfa að sótthreinsa hús, voru tveir til
viðbótar, Jóhannes og Guðmundur, bróðir hans.
í húsinu á móti Jóni Þórarinssyni bjó Hannes
Thorarenssen og þar voru þrir synir á okkar aldri,
Ragnar, Gunnar og Hinrik. Eirikur Einarsson (Billi)
i Gróðrarstöðinni sonur Einars Helgasonar var líka
t félaginu, þótt hann ætti svolitið lengra að sækja.
Við þetta lið bættist svo frlður flokkur ofan af
Bergstaðastræti.
Mest brölluðum við þó saman, Steinþór sonur
Sigurðar skólastjóra og ég, enda bjuggum við I
sama húsi og Steinþór var hugmyndarikastur
allra.
Hann var tveimur og hálfu ári eldri en ég. Við
notuðum oft tækifærið þegar enginn var heima á
sunnudögum til ýmissa tilrauna. M.a. ætluðum
við einu sinni að prófa fallhlífarstökk úr háum
tröppum, tókum að „láni" fjórar regnhlífar og
bundum rækilega saman. Svo var bara að halda
fast um sköftin í stökkinu. Þettta mistókst að visu
— regnhlifarnar snérust við — en hugmundin
var góð. Við áttum i miklu basli við að snúa þeim
við aftur.
Einu sinni halaði Steinþór mig út um háalofts-
gluggann og þar hékk ég lengi — fannst gaman.
Þá var hann að gera tilraunir með hvernig lofthæð
verkaði á heyrn manna. Steinþór var alltaf með
eitthvað á prjónunum. Einu sinni bjó hann til
forláta' stjörnukíki úr pappahulstri og slípaði sjálfur
í hann spegil. Slípunin tók fleiri hundruð klukku-
tima — allt eftir forsögn i Familie-Journalen.
Kíkirinn varð alveg sæmilegur. Þar beygðist
snemma krókurinn því Steinþór varð eins og
kunnugt er magister i stjörnufræði. Hann hafði
ótrúlega mörg áhugamál og þegar hann tók fyrir
að læra eitthvað þá gerði hann það til hlítar. Ekki
var hann fyrr kominn á skíði en hann var orðinn
afbragðs skiðamaður — og ekki sté hann út á
dansgólf fyrr en hann var búinn að kynna séralla
kringilkróka sem dansi tilheyra.
Var ekki gestkvæmt á heimili foreldra þinna?
Jú, jú, þar kom margt fólk. Frændgarðurinn var
stór í Reykjavík, bræður móður minnar og föður-
fólk margt. Gamlir skólafélagar og konur þeirra
voru líka tiðir gestir. Ólafur Danielsson og kona
hans komu líklega oftast. Hann var einhver mesti
öðlingur og „gentlemaður" sem ég hef kynnst. Þá
var oft setzt við Lomber-spil.
Ég man lika eftir Hermanni Jónassyni á Þing-
eyrum með afar mikið skegg og sr. Eyjólfi Jónas-
syni Melan, sem var allra manna skemmtilegast-
ur. Hann fór til Vesturheims. Var einu sinni sagður
trúlofaður Mariu Maack. Og ég man eftir þvi
þegar Davið Stefánsson kom með kvæðið sitt
Abba labba lá og vildi fá það birt i Iðunni, en það
tímarit átti pabbi. Hann birti fyrstu Ijóð Daviðs og
reyndarfleiri ungra skálda.
Árni Pálsson kom lika oft og var alltaf skemmti-
legur. Anna Ásmundsdóttir sem siðar var kennd
við íslenzka ull var líka góð vinkona foreldra
minna. Hún varð snemma ekkja eftir Ásgeir
Torfason efnafræðing, sem var einn Hafnarstú-
dentahna. Anna var fljót að svara og gat stundum
kveðið Árna Pálsson í kútinn — allt þó í gámni.
Framhald ábls. 13
©