Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1977, Qupperneq 14
f Svo þú hefur gerst bjargvættur sauðkindar- innar og þykja það víst fréttir hjá sumum. Mér hefur aldrei verið illa við sauðkindina eða nokkurt dýr, enda var ég smali og látinn sitja hjá þegar ég var í sveit sem krakki. En mér er illa við menn sem kvelja skepnur eða níða landið með ofbeit. Áhugi þinn hefur löngum beinst að gróðri landsins yfirleitt — Ég las Flóru íslands þegar ég var strákur og fannst hún erfið þrátt fyrir áhuga minn. En þegar maður er orðinn stautfær á stafróf flórunnar, þá opnast fyrir manni alveg nýr heimur. Þá fyrst fer maður að hafa gaman af að skoða náttúruna og gerir það ósjálfrátt hvar sem maður fer. Mér finnst lítið koma til þeirra sem ferðast um fjöll og firnindi, skrifa ferðasögur og láta mikinn en þekkja hvorki plöntur, dýr né bergtegundir. Þeir fara á mis við allt samhengið í náttúrunni en þykjast vera náttúruverndarmenn, hrifnir af auðn- um landsins. Sem betur fer er þetta mjög að breytast og náttúrufræði er að vinna sér meira rými í hugum og hjörtum manna og þá er vel. Að lokum, Hákon — heimspekikenningar hljóta að hafa verið ofarlega á baugi í þtnum föðurhúsum. Hver er afstaða þín f þeim efnum? Það er nú bezt að tala sem minnst um heim- speki við mig. Ég hef að vísu haft gaman af að lesa ýms rit um það efni, en ég er ekki dómbær á neitt á þeim sviðum. Heimspekin er allt of viðfeðm fyrir minn litla skilning. En eitt er víst og það er, að líf hefur verið fyrr á jörðinni en við urðum til og lífið mun halda áfram þótt við hverfum aftur til moldarinnar eins og svo vísdómslega er sagt. Sókrates sagði á deyjanda degi við vini sína, að þeir skyldu ekkert óttast. Annaðhvort væri dauðinn eilífur svefn og hvíld og þá væri allt vel eða ef til væri framhald, þá væri það líka vel. En mér finnst, þegar við hugsum um smæð einstaklingsins, að það sé mikil tilætlunar- semi við sköpunarverkið, að við, þessir ormar hér á jörðu, skulum ætla okkur persónulegt líf eftir dauðann. Mér finnst það heimtufrekja og lýsa óstjórnlegri eigingirni en hún virðist nú vera einn sterkasti þátturinn í lífi mannsins. Ég hef lítið lesiðaf heimspekilegum bókmennt- um, en mér fellur bezt við Francis Bacon, en verst við Hegel hinn þýzka, sem var lærimeistari Karls Marx og reyndar Hitlers og Rosenbergs líka. Stjörnufræðingurinn James Jeans segir í einu rita sinna þar sem hann lýsir smæð sólarinnar, jarðarinnar og mannsins í himingeimnum, að það sé einkennilegast við þetta litla dýr sem kallar sig manneskju, að hún sé að reyna að komast að leyndardómum náttúrunnar, ráða gátur hennar og spekúlera í tilganginum. Þessi tiltekt virðist benda í þá átt að til sé einhver ætlun og æðra markmið. Þegar Julius Huxley kom hingað til lands fyrir mörgum árum fannst mér hann bæta um betur í fyrirlestri sem hann hélt í Háskólanum. Þar sagði hann að heimur stjarnfræðinga og eðlisfræðinga væri grár og litlaus þótt hann byggðist á óyggj- andi útreikningum. Fleira væri til sem lífheimurinn geymdi en væri enn óskýrt og ókannað. Það er margt fagurt í tilverunni en líka margt Ijótt. Ég man til tveggja heimsstríða með þeim óskap- legu afleiðingum sem þær höfðu. Ég skil bókstaf- lega ekki hvernig menn geta enn verið að smíða meiri og öflugri eyðileggingarvopn ef þau verða ekki notuð til einhvers ills áðuren lýkur. Þeir sem að þessu standa, hvar sem er í heiminum eru fjandmenn alls mannkyns. En þeireru líka til víðar og fleiri þótt það fari hljótt. Það hlýtur að vera skylda allra, að hlúa að lífi og koma málum þannig fyrir að mannkynið geti lifað af afla sínum án þess að ganga of nærri lífríkinu hér á jörðu. Því er það skoðun mín að hver sem hlúir að gróðri og bætir hann, starfi að góðu máli, en hinir sem eru skeytingarlausir um hann og enn frekar hinir sem gagngert stefna að eyðingu og skemmdum á honum með óskynsamlegri nýtingu og meðferð lands, séu fjandmenn þess þjóðfélags sem þeir byggja og óvinir framtlðarinnar. Þeir stefna að niðurrifi eðlilegs lífs á þessari plánetu og ættu að vera utangarðs I mannfélaginu þangað til þeir bæta ráðsitt. Ef þess er þá kostur. PaulVerlaine ÓlafurSt. Halldörsson TILMÖGGU Ef ég þyrfti ekki að erfiða svo til að öðlast ást þlna alla myndi ég vera þeirri köllun minni trúr þvl þú ert logn en ég er eldur sem lifir I þér eins og blóm I kletti. Ef ég þyrfti ekki að berjast svo við öll fóstur huga míns og tapa og sigra á víxl þá myndi ég biðja þín mér fyrir eilífan förunaut um lífsins draum. En þú ert kona fjarlæg og ástin er fjarlæg í mér og draumurdagsins I dag mun dvína en draumur dagsins á morgun mun drukkna I dögginni. ÁSTARMÁL I garðinum forna gleymdum, myrkum og köldum gengu tvær verur aftan úr liðnum öldum. Augu þeirra eru brostin og varirnar visnar og svalar og varla er unnt að greina um hvað þau eru að tala. í garðinum forna gleymdum og þöktum snævi gengu tvær sálir og rifjuðu upp liðna æfi. „Manstu er við tvö áttum brennandi ástarunað?" „Af hverju viltu láta mig því um líkt muna?" „Veldur þér hjartslætti, verður þú enn þá glaður við það eitt að nafn mitt er nefnt?" — „En það þvaður". „Lífið var þrungið af unaði og ástarsælu. Ó hvað við kysstumst þá heitt" — „Æ, vertu ekki með þessa þvælu" „Hve var þá himininn blárog vonadraumurinn bjartur". „Vonirnar eru flúnar og himininn þungur og svartur". Og þannig fylgdust þau að yfir ísaða storð, en aðeins þögul nóttin heyrði þau töluðu orð. Jakob Gtslason þýddi. AFTURIIVARF til náttúrunnar er boðað öðru hvoru, þegar gengur framaf einhverjum spámönnum, hvað maðurinn býr sér ðnáttúrlegt og ðmannlegt umhverfi. Andstaðan við að búa f einskonar kommóðuskúffu f 20 hæða blokk úr stáli og steinsteypu er dálftill kofi úti f sveit. Helzt þarf hann að vcra eins langt frá útliti nútfma bygginga og kostur er og hér getur að Ifta eina slfka tilraun. Maður er nefndur Rruce Goff og hefur hann verið orðaður við tilraunir af þessu tagi. Hann hugsar sér, að fólk þurfi að búa Ifkt og fuglarnir — f einskonar hreiðri — og f nábýli við allskonar gróður. Ilúsið a tarna er byggt utan um eina stálsúlu í miðju þess og er á tveimur hæðum. Veggirnir eru ekki endilega láréttir og yfirleitt reynt að ganga f berhögg við rfkjandi venjur. Húsið er byggt f Oklahoma f Bandarfkjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.