Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Side 2
Sex vikna ferð með
lúxusskipinu
Kungsholm með við-
komu á íslandi,
Noregi, Rússlandi og
nokkrum Evrópu-
höfnum, kostar að
meðaltali nærri 1,5
milljónir íslenzkra
króna á mann. Meðal-
aldur farþeganna er
trúlega 60-70 ár og á
hverju ári enda
nokkrir ævina þar
um borð.
Er timaskeið skemmtiferða-
skipanna liðið? Hafa kröfurnar
um hraða á öllum sviðum riðið
þessum fljótandi lúxushótelum
að fullu? Þessar og aðrar ámóta
spurningar hafa heyrzt upp á
síðkastið, þegar frézt hefur að
heimsfrægum skipum af þessu
tagi eins og Queen Elizabeth og
Franch hafi verið lagt.
Rekstrargrundvöllur var sumsé
ekki til fyrir þau lengur; hinir
mjög svo efnuðu túristar, sem
áður fóru með slíkum skipum
yfir Atlantshafið, höfðu að því
er virtist tekið framyfir að kom-
ast í einum grænum hvelli á
fjarlæga áfangastaði með þot-
um. Mikill ferðahraði er samt
bæði leiðigjarn og slítandi og
þegar menn eru orðnir leiðir á
langdvölum i Acapulco eða
Bermudaeyjum eða frönsku
Ríveríunni, kemur aftur upp
hugmyndin um fljótandi lúxus-
hótel, sem aldrei hreyfist í sjó
og þræðir áður ókunna staði.
Stressið, sem fylgir flugferðum
er víðs fjarri á slíku skipi og
sjávarloftið ku hafa heilsusam-
leg áhrif. Af þessum ástæðum
og ýmsum fleirum er ekki lik-
legt að stóru farþegaskipin
leggi upp laupana. Cunrad-
félagið er með nokkur skip í
smíðum og fjöldi þeirra skipa,
sem hefur viðkomu á islandi
fer heldur vaxandi. Þá er gjarn-
an eins dags viðdvöl í Reykja-
vík, en farþegum gefinn kostur
á ferð austur að Geysi. Að feng-
inni reynslu trúa Reykvíkingar
því, að þá sé lítil von um upp-
styttu, ef von er á skemmti-
ferðaskipi.
A regngráu árdegi i júlibyrj-
un kom einn glæstasti farkost-
ur þessarar tegundar, Kungs-
holm, út úr þokunni og varpaði
akkerum á ytri höfninni. Fastir
liðir eins og venjulega: Yfir-
byggðir bátar úr davíðum og
farþegar hópuðust í land; rútu-
bílar til taks að hossast allar
götur um Þingvöll að Geysi og
ekki gryllti í fjöllin fyrir þoku.
Sumir láta sér nægja að líta á
búðirnar í miðbænum og þegar
©
Þessi hjón eru bandarisk og borga 3—4 milljónir ísl.
króna fyrir 6 vikna ferS meS Kungsholm. Þau voru
nýkomin um borS; höfSu veriS aS lita i búSir i Reykjavik
og blöskraSi verSlagiS.
Hún er orSin
gömul og fór ekki
i land í Reykjavík.
En hún notaSi
næSiS til aS ná i
peningana sina úr
öryggishótfinu og
svo taldi hún og
taldi langtimum
saman.
Á auglýsinga-
bæklingunum eru
myndir af ungum
glæsikonum, en í
reyndinni eru þær
fremur eins og
hér sést, 60—80
ára gamlar. ákaf-
lega lifandi og
lifsglaSar og svo
hlaSnar perlum
og gimsteinum.
aS þær gætu ver-
iS meS húsverS á
fingrunum.
aftur er komið út í skipið, heyr-
ist gjarnan minnst á hrikalega
prísa og virðist dýrtíðin það,
sem helzt hefur vakið athygli
farþeganna.
Þeir hafa þó trúlega átt fyrir
einni lopapeysu og kannski
splæst á sig dýrasta kjúkling í
heimi á einhverjum grillstaðn-
um. Það eru ekki venjulegir
túristar, sem ferðast með svona
skipi, heldur einvörðungu ríkt
fólk — að minnsta kosti á is-
lenzkan mælikvarða. Það er
rikt og það er gamalt. Og bless-
aðar silfurhærðu kellingarnar
eru að því er virðist í talsverð-
um meirihluta; kallarnir löngu
dauðir af álaginu við að eignast
alla þessa peninga. Og hvað get-
ur gömul forrik kona gert betra
við timann, en lóna með Kungs-
holm eða öðru álíka skipi um
heimshöfin. Þar er allt sem
hugurinn girnist og keypt verð-
ur fyrir peninga — og miklu
meiri og betri þjónusta en
fundin verður á einum stað i
landi.
Ekki veit ég um meðalaldur
farþega, en varla mun hann
vera mikið undir 70 árum. I
auglýsingabæklingum skips-
félaganna eru gjarnan myndir
af ungum glæsikonum á dekki,
við sundlaugina eða á einhverj-
um barnum. En þvi miður sá ég
ekki þesskonar stásspiur í hópi
farþega. Þær voru gamlar og
lífsreyndar á svipinn, en glaðar
í bragði — og skartgripirnir,
sem þær báru hafa uggiaust
verið uppá nokkur húsverð.
Fólki á þessum aldri hættir
af eðlilegum ástæðum til að
verða lasið annað slagið og góð
heilbrigðisþjónusta er því
meira virði en diskótek og bar-
ir. Af þeim ástæðum er starf-
ræktur spitali um borð; þar eru
læknar og hjúkrunarkonur og