Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Síða 4
OKKAR LAN AÐ ÞJÓÐVERJAR ÁTTU EKKI MJÖG LANGDRÆGAR FLUGVÉLAR í stríðslokin var til komin hér á landi aðstaða fyrir flug landsmanna og annarra. Tæknileg bylting hafði orðið í flug- vélakosti og hjálpartækjum og flugmenn bunir að kynnast aðstæðum til flugs á norðurslóðum. Afleiðingarnar fyrir landsmenn voru að sjálfsögu, að landið komst í alfaraleið í víðtækri merkingu þess orðs. Keflavíkurflugvöllur og fleira. Hann varð frá 1942 aðalflugvöllur Bandaríkja- manna og veigameiri og mikilvægari flugvöllur frá upphafi ,en Reykjavíkurflugvöllur. Þess ber þó að geta, að breski flugherinn flaug til loka stríðsins frá Reykjavíkurflugvelli og ástæða er til að ætla, að hernaðarflugið í orrustunni um Atlantshafið hafi ekki síður hvilt á honum en á Bandaríkjamönnum á Keflavíkurflugvelli. Skal þó ekki fullyrt um þetta, en höfundur hafði ekki aðstöðu til að fylgjast með atburðarás á flugvöllunum suður frá, en þeir voru tveir, Meeks-flugvöllur sem nú heitir Keflavíkurflug- völlur, og Patterson-flugvöllur, sem var nefndur Njarðvíkurvöllur eftir stríð. Aðalflugið um Keflavíkur- flugvöll í stríðinu var líklega ferjun flugvéla, fyrst austur yfir haf og síðan vesturflug á leið til Kyrrahafs- ins. Flutningur tækja og mannafla í lofti varð sjálf- sagt einnig stór þáttur, er líða tók á stríðið. Bandaríkjamenn skírðu flugvellina í höfuðið á flugmönnum, er fórust hér snemma í stríðinu, líkleg- ast i flugi frá Reykjavikurflugvelli. Meeks flugmaður fórst við Nauthólsvíkina. Hann flaug Tomahawk orrustuvél inn í radiovíra yfir norsku stöðinni og hrapaði við það og lést. Patterson flugvöllur er á vinstri hönd, þegar keyrt er inn á Keflavíkurflugvöll. Hann var með þremur flugbrautum og lagður serstaklega fyrir orrustuflug- vélar til varnar gegn þýskum flugvélum. Er braut á milli vallanna. Fljótlega eftir stríð var hætt að nota Pattersonvöll sem flugvöll, en af lagningu hans í stiíðinu má marka hve Bandarikjamenn vildu kosta miklu til að stuðla að öryggi flugstöðvarinnar og landsins í heild. Er ekki vafi á því, að samningur hefur verið gerður um það, líklega með aðild ís- lenzkra, brezkra og bandariskra yfirvalda, að Banda- ríkjamenn einir skyldu frá miðju ári 1941 venda © Eftir Björn Tryggvason III. og síðasti hluti Braggahverfin risa og Bretavinnan svonefnda i al- gleymingi. Hér vinna brezkar og bandariskar her- sveitir saman a braggabyggingum eftir komu banda- riska liðsins. Breskur hermaður fagnar banaarlskum hermanni viS komuna til landsins. Sé brezki ber hvítabjarnarmerki viS vinstri öxl, en þaS táknaSi sameiginlegan her Breta og Bandarikjamanna áfslandi. landið fyrir árásum þýzkra flugvéla. Væri fróðlegt að komast yfir eintak af ýmum samningum, er gerðir voru i striðinu. Lið Bandaríkjamanna hér á landi í stríðinu mun hafa verið undir herstjórn þeirra á Bretlandseyjum. Þar fór fram undirbúningur innrásar í Vestur Evrópu, m.a. með látlausum lofthernaði yfir Þýskalandi og hernumdu löndunum. Sá maður, er gekk næst General Dwight D. Eisenhower yfir herliði Bandaríkjamanna á Bretlands- eyjum, var General Frank M. Andrews. Hannn réðst í að fara til íslands árið 1943 i eftirlitsferð fljúgandi með fylgdarliði, þ.á m. biskupi frá höfuðborg Banda- ríkjanna (biskupakirkjunnar í Washington, Washing- ton Cathedral). Vélin var væntanleg til Reykjavíkur en rakst á fjall (Festar- eða Fagradalsfjall?) nálægt Grindavík. Fórust allir, sem í vélinni voru, nema vélbyssuskytta, er hafði stöðu aftast í vélinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.