Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Side 7
Douglas A 20 ferst vi8 lendingu é Keflavikurflugvelli 16. mai 1944. Brazki herinn lagði undir sig ÞjöSleikhúsiB, sem var i byggingu i strffisbyrjun. ffér sjést brezkir hermenn me8 birgSir fré hemum framan vi8 ÞjóSleikhúsiS. Niðurlag Hvað sem öllum þessum afleiðingum líður, er óhætt að slá því föstu, að I striðinu og eftir lok þess var komin geysilega mikil aðstaða hér á landi fyrir flug landsmanna og annarra, bæði innanlands og til annarra landa. Tæknileg bylting hafði orðið í flug- vélakosti og hjálpartækjum og flugmenn búnir að kynnast aðstæðum til flugs á norðurslóðum. Augljós- ustu afleiðingar fyrir landsmenn voru að sjálfsögðu, að landið komst í alfaraleið í víðtækri merkingu þess orðs. Er heimilt að draga ályktanir af hernaðarstöðu landsins á striðsárunum og jafna henni við það, hvert hernaðarmikilvægi landsins megi teljast á eftirstriðs- árunum fram á þennan dag? Er þetta ein af brennandi spursmálum í þjóðmála- umræðum, en fátt fræðilegt hefur verið skrifað um málið, þar til nú nýlega, að Þór Whitehead hóf umræður um stöðu landsins og samskipti við aðrar þjóðir á stríðsárunum. Einhver hefur haft það eftir bandariskum flotafor- ingja að líkja megi Atlantshafinu við flösku með stút er visi til norðausturs. Mikilvægt sé, ef til styrjaldar komi, að hægt sé að loka flöskunni, bæði fyrir kafbátum og herskipum, sem til dæmis kynnu að sækja inn á þetta haf að austan, beggja vegna íslands. Bætir hann við, að ef einhver tappi sé til í slíka flösku, þá sé hann ísland. Hér er enginn vettvangur til að taka afstöðu f þessu máli. Skylt er að leggja áherslu á það, að hernaðarmikilvægi landsins var mest árin 1 940 fram til 1942 eða jafnvel 1943, meðan flugvélar höfðu takmarkað flugþol og Bandamönnum hafði ekki tekist að ráða við kafbátahættuna hér á Atlantshaf- inu. Á eftirstríðsárunum breytast allar forsendur varðandi hernaðartækni og allt önnur lögmál nú komin til skjalanna. Er þá komið að niðurlagi þessarar ritsmíðar, þar sem stiklað er á stóru um viðburðarikt og hættulegt skeið fyrir landsmenn. Þjóðin sá á eftir mörgum í hafið og mikil áföll urðu í siglingum, en á landi urðu engin veruleg slys, og má það heita furðulegt miðað við alfar þær aðstæður, sem hér voru. Annað mál er hin almennu áhrif og afleiðingar striðsáranna á mannlífiðá íslandi, það erönnursaga. Þó að um léttvæga sagnaritun sé að ræða, vonar höfundur, að eldri og sérstaklega yngra fólk fái nokkra heildarsýn eftir lesturinn. Jafnframt geti þeir, seni rannsaka málið fræðilega, fengið Ttokkurn stuðning af ritsmíðinni. Helstu ritverk um efnið: „í lofti" eftir Alexander Jóhannesson, prófessor, „Arctic War", Norways role on the Northern Front, útgefið 1 945 fyrir norsku stjórnina, Bæklingur um komu Churchill til (slands i ágúst 1941, Flugmála- tímarit, einkum Aeroplane og Flight á stríðsárunum, „Pursuit, The chase and sinking of the Battleship Bismarck" eftir Ludovic Kennedy. Bókin hefur verið þýdd á vegum ísafoldarprentsmiðju. „Virkið í norðri" eftir Gunnar M. Magnúss. „Annálar íslenskra flug- mála" eftir Arngrím Sigurðsson (fram til 1936), „Political Science Quarterly" marshefti 1947, stutt grein um komu bandaríska liðsins til íslands. „The Battle of the Atlantic" eftir Donald Macintyre (sjá m.a.bls. 1 58) Pan Books Ltd., London. Flugvélagerðir yfir íslandi í stríðinu Fyrir flugáhugamenn verða greindar hér á eftir þær flugvélar, sem greinarhöfundur sá í fiugi yfir Reykjavik á stríðsárunum, auk annarra, sem vitað er um, að komu yfir landið eða lentu hér. Eru þær flokkaðar eftir því, við hvaða verkefni þeim mun hafa verið beitt. Mörg afbrigði komu af sumum vélunum. Aðalheiti vélanna er látið nægja. I. Til varnar landinu Orrustuvélar: Hawker Hurricane Kittyhawk Tomahawk Airacobra Thunderbolt Lightning Könnunar- og sprengjuvélar (til varnar): Walrus Fleetstar Kinsfisher Fairy Battle Northrop Kennslu- og þjónustuvélar innanlands: II. Flutningavélar á leið yfir hafiS: Tiger Moth Lysander Fleetstar Percival Proctor Norseman Martinet Warwick Anson Steerman Vigilan Digby C Trainer Utility Harrow Beechcraft Boeing 307 Pethyakov PE 8 Empire-flug- (Molotov-vélin) bátar (Ensign) Albatros Skymaster III. Orrustan um Atlantshafið: Fulmar Hampden Canso Hudson Swordfish Mariner Northrop Beaufighter Whitley Sunderland Beaufort Albacore Wellington Catalina Liberator (B 24) IV. Vélar ■ flutningi yfir hafið: Lightning Fljúgandi virki (B 17) Liberator (B 24) Boston (A 20) Mitchell (B 25) Marauder (B 26) Waco-sviffluga CG 4 Dakota Skytrain Baltimore Lancaster Stirling Halifax Mosquito Lockheed Ventura Maryland Lodestar Canso Catalina V. Þýskar vélar, sem komu yfir landið. munu hafa verið: Heinkel 111 Junckers 88? Dornier 1 7? Focke Wulff Kurier Blohm-Voss flugbátar en upptalning þessi er ekki örugg. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.