Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1977, Page 10
Fröðleiks- för um Heiðmörk Framhald af bls. 9 orðnir fullgerðir. Við höfum heldur enga aðstöðu til að bjóða upp á tjaldbúskap ! langan tíma. Til þess þarf vatn og hreinlætisaðstöðu. Ekkert yfir- borðsvatn er að hafa á svæðinu, eftir þvi yrði að bora og það yrði dýr framkvæmd. Auk þess verður að taka náið tillit til þess að vatnsból borgarbúa standa opin hér skammt frá og mjög mikil hætta er á mengun á meðan svo er. En æskilegt væri að geta byggt hér skála, þar sem aðstaða væri fyrir fólk að hafa fataskipti og fá heita drykki. Einnig tel ég æskilegt að trjágróðri yrði komið upp Elliðavatn til skjóls og fjölbreytni fyrir þá sem þangað koma til að veiða. Árangur af framkvæmdum frá upphafi Hvert erálit Vilhjálms á þeim árangri, sem náðst hefur með þeim framkvæmdum sem hér hafa verið gerðar frá upphafi? Höfa þær náð þeim tilgangi sem ætlað var? Um það segir Vilhjálmur: — í byrjun var hér mestmegnis hnéhátt kjarr á takmörkuðum svæðum. Nú hefur verið gróðursett í 600 ha lands, bæði útlendar og innlendar trjátegundir og víða er að koma góð rækt í trjágróður auk uppgræðslu örfoka svæða. Seinni árin höfum við lagt minni áherslu á að gróðursetja en í stað þess hefur verið betur hlúð að þeim gróðri sem kominn er á legg. Mest áhersla er lögð á áburð og virðist það gefa öruggan árangur. En það er dýrt og takmarkast af því fjármagni sem hægt er að leggja í það hverju sinni. — Við stöndum þó mun betur að vígi nú, þar sem reynsla er komin á það hvaða tegundir þrífast best við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru og því er hægt að einbeita sér að þeim án þess að leggja þurfi mikinn tíma og fjármagn i tilraunir. En mín skoðun er sú, að ekki beri að stefna að því að rækta hér upp nytjaskóg eins og ef til vill var gert ráð fyrir í upphafi. Fyrir mitt leyti er ég ánægður með okkar starf hér í Heiðmörk, ef við náum því takmarki að rækta skjólgróður fyrir þá, sem vilja njóta útivistar. Breiður af Alaska-lúpínu eru dreifðar meðfram veginum við Hrauntúnstjörn. Og Vilhjálmur segir að þótt ekkert annað hefði reynst hagnýtt af innfluttum gróðri, væri þessi ágæta jurt nægilegur árangur af þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið, svo mikill sé þáttur hennar orðinn í uppgræðslu og bindingu jarðvegs á íslandi. Við hliðið á Heiðmerkurgirðingunni í Rauðhól- um mætum við nokkrum hestamönnum. Þetta hlið var hannað sérstaklega fyrir ríðandi fólk, þannig að opna má og loka því á hestbaki. En vissara er þó að hafa góða gát á umferð þar, segir Vilhjálmur. Fyrir hann er það jafn mikilvægt að verja Heiðmerkurlandið fyrir ágangi óboðinna gripa eins og fyrir bóndann að verja túnið sitt. Nálægt Elliðavatni hittum við Reyni Sveinsson, umsjónarmann og aðstoðarmann hans á förnum vegi. Býlið Elliðavatn hefur þjóðlegt gildi, þar hefur brot af þjóðarsögunni gerst. Fróðlegt væri að skoða staðinn nánar en tíminn leyfir það ekki í þetta sinn. Við ökum áleiðis til Reykjavíkur, fram- hjá veiðimanni, sem stendur álútur við vatnsbakk- ann; ef til vill er góð veiði í vatninu í dag. Jenna Jensdóttir SÓLARLAG Á DJÚPUVÍK Þennan morgun lágu svartar rákir yfir sólinni skýin hrönnuðust á himninum og kólgubakki í austri gerði sjóinn blárauðan er hvessa tók af hafi. Gamlir sjómenn tylltu sér á steina viS beitarhjallana tottuðu pipur tóku í nefiS og snýttu sér með fingunum Vinnulúnir meS hörkumeitluS andlit og krepptar hendur í hjörtum þeirra brann eldurinn og læsti sig um slitna líkama þeirra MeiSirnir á þeirra trjám höfSu tekiS viS aS flytja lífsbjörgina há baráttuna lúta örlögunum Labbar og tátur komu aS knjám þeirra meS spurn í augum kræklóttar hendur titruSu í óvissunni er lítil andlit leituðu skjóls undir veSurbörðum skeggjuðum vöngum litlar hendur leituðu skjóls í stórum skjálfandi hnefum Óvissa — bið barátta — hel Nýr dagur Þennan morgun stafaði. heiðríkju úr austri og sólin hellti geislum yfir hnipiS þorp sem grúfði þögult í sorg sinni. Yfir unga konu meS blæSandi und og brostinn svip þrýstandi aS barmi sér tveim hrokknum kollum strjúkandi blíðlega um litlar varir sem spurSu: Kemur pabbi aldrei aftur koma bræSur okkar aldrei aftur? Gamall sjómaður meS höggvinn sinn meiS starSi þurrum augum í tómið sársaukinn bjó F fálmandi höndum hans titrandi varir hans spurðu í angist: Til hvers lifi ég enn?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.