Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Side 4
EIFsabet Jökulsdöttir
Við samningu ritgerðar þeirrar sem
hér um ræðir hef ég komist að þeirri
niðurstöðu að lítt er hægt að nota eða
styðjast við þær heimildir sem á boðstól-
um hafa verið. Bók eins og Á Njálsbúð
eftir Einar Ól. Sveinsson kemur að litlu
haidi, þar er um að ræða jákvæða hugar-
óra og sjálfstæða könnun höfundar á
söguefninu. Bókin styðst Iftt við heim-
ildir um þennan tfma og mestmegnis er
það skoðun höfundar sem Iftur heimsins
ljós. Önnur bók sem kom til greina var
Drottningarkyn eftir Friðrik Brekkan,
en þar eru um að ræða einskonar heim-
ildarskáldsögu þar sem höfundur not-
færir sér Njálu og sitt eigið hugmynda-
flug.
Mín niðurstaða var því sú að geta að
sumu leyti slóð EÓS og reyna að mynda
mér skoðun á umræddum kvenpersón-
um er byggðust þá á sjálfstæðri könnun
minni með vitnunum f Njálu sjálfa,
reyna að álykta um þjóðfélagsstöðu og
hlutverk, skapgerð, afstöðu höfundar og
svo framvegis. Mun ég reyna eftir mætti
að rökstyðja það sem fram kemur og
hafa eins heimildalegt og unnt er. Þó
verður ef til vill ekki hjá því komist að
hugarórar minir fléttist þar saman við.
Skapgerð og persónueinkenni skipa
mikinn hluta ritgerðarinnar og sýnist
mér að þar verði hver að draga sfnar
ályktanir og varla hægt að búast við öðru
en slfkt beri keim af persónulegri skoð-
un, í þessu tilfelli minni. Auðvitað tek
ég fullt tillit til bókarinnar en viss túlk-
un hlýtur þó ávallt að koma fram.
Eg vil benda á það að vart er hægt að
skrifa heimildaritgerð um venjulega
skáldsögu nema þá að afla sér vitneskju
um og taka mið af þeim tfmum sem hún
gerist á og bera saman við þann raun-
veruleik sem fram kemur í skáldsögu.
ONUR I
Þjóðfélagsstaða kvenna hefur ætíð
verið frábrugðin stöðu annarra félags-
hópa, það kemur glöggt fram I Njálu,
tiðarandinn speglaður. Hér verður
ekki farið útí fræðilega hlið málsins
né rakin hugmyndafræði hinna ýmsu
manna sem hafa tjáð sig um málin.
Nær hvert sem litið er tiu þúsund ár
aftur í tímann eða við upphaf sið-
menningar hefur þjóðfélagsstaða og
afstaða til kvenna verið að inntaki sú
hin sama en að sjálfsögðu komið
fram i breytilegri mynd eftir því hvar
komið er við. Mun ég reyna að gera
þjóðfélagsstöðu þeirra kvenna sem
ísland byggðu á söguöld einhver skil.
Konur í Njálu gegna stóru hlutverki
i sögunni og persónuleiki þeirra
flestra afgerandi og skýrt dreginn. Þó
eru áhrif þeirra mest á bak við tjöldin
og þær eru ekki beinlínis gerendur
með undantekningum þó, en eru á
hinn bóginn atburðavaldar. Hafa
áhrif á gerðir karlmanna í sögunni.
Þjóðfélagsstaða þeirra hefur oft gert
þessum skapmiklu konum erfitt um
vik og gerðir þeirra þarafleiðandi oft
dæmdar mun harkalegar en eftilvill er
ástæða til. „Njála er skrifuð með
sjónarmiði karlmanna, í henni birtist
skilningsleysi karls á konu — og líka
skilningur. Svo það er ekki alveg víst
hvað vinnst og hvað tapast. Sagan á
ekki til mildi Laxdælu og nærfærni í
garð kvenna." (EÓS bls. 86 Á
Nj.búð.) Ég tek undir þessi orð og
ekki óeðlilegt að persónuleg skoðun í
kvennamálum og jafnvel samskonar
reynsla hafi áhrif á höfundinn. Flestar
konurnar eru sama markinu brennd-
ar: Tilfinningaríkar og grimmlyndar
svo að vitnað sé i söguna en þar
fyrirfinnst vart sú kvenkind sem ekki
er grimm og hefnigjörn. Grimmd og
hefnigirni karlmanna er litin allt öðr-
um augum, talin sjálfsögð. Þeir þurfa
þess við. Bæði sem fyrirvinnur heimil-
is og hetjur útá við. Þjóðfélagslega
voru konur ekki hátt settar og höfðu
sem fyrr segir ekki áhrif á gang mála
nema á bak við tjöldin. Það voru
karlar sem réðu málum þjóðarinnar á
Alþingi og útkljáðu deilumál sin með
vopnaskaki. Konur urðu að beita öðr-
um ráðum til að fá vilja sínum og
tilfinningum framgengt. Sumir vilja
halda því fram að þær þurfi ekki að
kvarta, karlmenn hafi verið leikföng i
höndum þeirra, ekki séð við lævísi
þeirra og klókindum sem ku hafa
þróast allt frá upphafi Adamsbyggð-
ar. Þannig stóðu konur Njálualdar að
vígi, algjörlega tromplausar að und-
anteknum hinum margrómuðu
kvennaklækjum. Sbr. „Köld eru jafn-
an kvennaráð".
Fyrir utan það hvað þjóðfélags-
stöðu og skapgerðareiginleikum
kvenna (og karla) í Njálu líður, ber þó
eins að gæta en það er sú örlaga- og
forlaga trú sem birtist í sögunni. Það
voru æsirnir sem skópu mönnum
örlög sem réðu úrslitum um hvort
þeir yrðu „ógæfumenn" eða „gæfu-
menn". Það þýðir ekki að girnast
hamingjuna, hún fellur í hlut manna
eða ekki, allt eftir duttlungum æs-
anna. í Heimskringlu, Ynglingasögu
bls. 1 9 segir um Óðin að „hann mátti
vita örlög manna ok óorðna hluti, svá
ok at taka frá mönnum vit eða afl og
gefa öðrum, svá ok at gera mönnum
bana eða óhamingju eða vanheild-
indi, svá ok at taka frá mönnum vit
eða afl og gefa öðrum".
Þessi forni átrúnaður býr í höfundi
og mótar skrif hans að miklu leyti og
er það annað atriði sem taka verður
tillit til er skapgerð umræddra kvenna
og afleiðingar af skapbrestum þeirra
eða kostum eru teknir til umfjöllunar.
Skal í framhaldi af þessu vikið að
persónum sögunnar hverrar um sig
og reynt að skyggnast ofurlítið inní
skapgerð þeirra og sálarlif.
Tvær konur ber þar hæst, þær
Bergþóru og Hallgerði. Þeim er teflt
fram í sögunni sem tveim andstæð-
um pólum er eigast við og tekst
höfundi þar vel upp.
Hvað skoðunum á Hallgerði viðvík-
ur hafa menn skipst í tvo hópa, segja
mætti með eða á móti. Þar hafa
skáldin ekki látið sitt eftir liggja og
flest Njálukvæði sem kveðin hafa
verið á voru landi eru einmitt um
Hallgerði, þessa gustmestu persónu
sögunnar. Hallgerður bjó við litla
samúð framan af og dæmdu menn
hana miskunnarlaust útfrá þeirra ytri
mynd sem birtist af Hallgérði í Njálu.
Eftir að sálarfræði kemst í tísku um og
eftir aldamótin ferað gæta meiri hlýju
og skilnings í garð Hallgerðar og var
tími til kominn að hún fengi uppreisn
æru. Er það ekki einungis mín per-
sónulega skoðun, heldur tel ég mig
geta fært að því rök ef gluggað er í
Njálu sjálfa.
„Nú er þar til máls að taka að
Hallgerður vex upp, dóttir Höskulds,
og er kvenna fríðust sýnum og mikil
vexti, og var hún því langbrók kölluð.
Hún var fagurhár og hárið svo mikið
að hún mátti hylja sig með. Hún var
örlynd og skaphörð". (Njála bls. 28.) í
uppvexti býr Hallgerður við tak-
markalust eftirlæti föður síns og
Þjóstólfur virðist henni fylgispakur.
Uppeldið er síst til að bæla stórlyndi
hennar og stolt, hún venst því að
tekið sé fullt tillit til hennar. Hallgerð-
ur er að mörgu leyti óútreiknanleg,
undarlega samansett og erfitt að
henda reiður á henni. Sjálfsagt er
hún ævintýragjörn og vill hafa líf í
kringum sig, þráir nýjungar og til-
breytingar. En Hallgerður er heiðar-
leg og sjálfri sér samkvæm og ekkert í
fari hennar bendir til þess að hana
skorti vitsmuni.
Hér vil ég aðallega minnast á þrjú
atriði sem hafa valdið deilum um
Hallgerði og má þar í fyrsta lagi nefna
víg tveggja fyrstu eiginmanna henn-
ar, í öðru lagi stuldinn á Kirkjubæ og
síðan en ekki síst neitun hennar við
bón Gunnars þar sem hann heyr
dauðastríð sitt. Gjörðir Hallgerðar
hvað þetta snertir hafa áhrifamikinn
gang á söguna og framvindu hennar.
Af lestri bókarinnar má jafnvel ráða
að Þjóstólfur hafi fellt ástarhug til
Hallgerðar (sbr. ummæli hans bls.
48) og má heldur ekki ólíklegt teljast
að hún beri einhverjar taugar í hans
garð, þarsem hann fylgir henni eftir
að hún giftist Þorvaldi, en þar er
Hallgerður gift i mót vilja sínum og
mjög sennilegt að sú nauðgrfting eigi
mikinn þátt í framferði hennar síðan.
Faðir hennar spyr hana ekki ráða og
væntumþykja hennartil Þorvalds nær
skammt. í Ijósi þess gætir dómhörku
og skilningsleysis þegar hjónaband-
inu er lýst. Mjög líklegt er að Hall-
gerður hafi af þrjósku og reiði eihni
saman „haft allt í sukki" og eins ber
þess að gæta að hún er ung og
óreynd og hefur máski einfaldlega
sett sig inní húsmóðurskyldur sínar.
Hvað sem því líður virðist Hallgerður
ósköp vansæl og hún óbeinlinis eggj-
ar Þjóstólf til að bana Þorvaldi.
Síðan kemur Glúmur til sögunnar
og „eru ástir þeirra sagðar góðar".
Þau eignast dóttur sem síðar kemur
við sögu og ekki ber á öðru en að
Hallgerður sé hin hamingjusamasta.
Nú er Þjóstólfur vestur í Dölum, fjarri
góðu gamni en fer svo að hann er
gerður burtrækur þaðan og leitar þá á
náðir Hallgerðar sem tekur við hon-
um eftir að hafa spurt bónda sinn
ráða. Allt er kyrrt um sinn en loks
kemur að því að Þjóstólfur banar
Glúmi og er sem hann ráði ekki við
afbrýðissemi sína. Hallgerði fellur
þetta miður, hlær kuldahlátur og
sendir Þjóstólf aftur vestur í Dali þar
sem hann átti ekki framtíð fyrir sér
eftir þetta. Hallgerður vissi vel hvað
hún var að gera og nú er sem vænt-