Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Side 7
W V' |£j£g||j£ Gunnar Yngvason I BreiSholti er einn af grésleppukóngunum vi8 HafnarfjörS og nðgrenni og notar jeppa til þess a8 kippa bðtnum ð land. Fyrir nokkrum ðrum hvarf allur sjðvargróS- ur úr fjörunni niSur af GarSahverfi og kenndu sumir ðlverinu um. en þeir sem • stunda grðsleppuna vissu betur og sðu að ðstæSan var sóðaskapur I meðferð ð ollu — og ættað frð höfninni og ollustöðinni I HafnarfirSi. j seinni tf8 hefur þess veri8 gætt a8 olfa fari ekki I sjóinn og stó8 þð ekki ð þvl a8 fjörumar fengju a8 nýju grænan lit eins og hér sðst niSur af Oysj- um. INNAN UM GRÁSLEPPU OG LAMBÆR ÍGARÐAHVERFI Myndir og texti: Gísli Sigurösson Garðahreppur, sem stðan í fyrra heitir Garða- baer, er kenndur við kirkjustaðinn Garða. Það var meiriháttar jörð og átti til dæmis að verulegu leyti (sað land, sem Hafnarfjarðarbæ hefur byggst á. En umhverfis Garða hefur verið og er enn talsverður fjöldi smábýla og þurrabúða og mynda Garða- hverfið svonefnda. Af holtinu ofan við Garðahverfið er víðsýnt yfir Reykjavíkursvæðið, Álftanes, Garðabæ, Hafnar- fjörð og strandlengjan suður með sjó blasir við þaðan. Ugglaust má deila um, hvaða staðurá þessu mesta þéttbýlissvæði landsins sé fallegast- ur, en mín skoðun er sú, að í grænum hallanum, þar sem þessi litlu kot kúra, sé ein fegurst perla náttúrufegurðar — ekki bara á Reykjavlkursvæð- inu, heldurá landinu öllu. En fegurðin verður ekki látin í frystikistur fremur en bókvitið i askana hér áður fyrr. Framtíð Garða- hverfis er óljós á þessari stundu og miklar líkur á, aðafdrifarik tímamót séu framundan. Staðreyndin er sumsé sú, að það er að verulegu leyti gamalt fólk, sem býr i örsmáu bárujárnshúsunum, sem standa þarna innan um grjót og gras. Ekki tekur meira en fimm minútur að aka úteftir þangað úr Garðabæ, eftir malbikuðum veginum til Bessa- staða og framhjá lúxusvillunum, sem tyllt hefur verið niður í hraunið af mikilli nærfærni við náttúruna. Á Garðaholtinu er beygt útaf malbikinu og allt í einu er maður kominn i annan heim, sem ber keim af Selvogi eða Hornströndum. Það er eins og steinsteypuöldin hafi aldrei náð þangað, — sem betur fer ætti maður liklega að álykta. Þessi staður ber með sér andblæ löngu liðins tíma; áranna eftirfyrra strið og kreppuáranna, þegar þrjátíu fermetra hús þóttu fullboðleg. Að sjálf- sögðu voru þar hvorki báðherbergi né þvottahús, sjaldnast rennandi vatn — og rafmagnið kom löngu síðar. Fyrir utan kirkjujörðina Garða, var meðalstærð býla í Garðahverfi um 30 hektarar og þar var allt með talið: Tún, grjótflákar og beiti- land. Það voru og eru kotbýli, þegar miðað er við landstærð jarða í sveitum almennt og búskapurinn hlaut að verða smár í sniðum. Áður fyrr voru hlunnindin fólgin í návist hafsins; grásleppa og jafnvel þorskur voru rétt utan við landsteinana. Þá réru allir sem róið gátu. Nú eru hlunnindi'i fólgin í návist þéttbýlisins og flestir verkfærir menn á sæmilegum aldri sækja vinnu til nágranna bæjanna. Samkvæmt íbúaskrá frá síðasta ári, búa samtals 53 manneskjurá 1 8 bæjum og húsum I Garða- hverfi. Aðeins vantareinn íbúa til viðbótarog þá væru að jafnaði þrír til heimilis á hverjum bæ. Á þermur bæjum teljast aldraðar konur einsetu- bændurog I einu húsi er einsetumaður. Meðalald- urinn er hár; margt af þessu fólki fór að búa um 1 930 og er komið á áttræðisaldur og þar yfir Túnin I Garðahverfi ná saman og mynda fallega heild. En sú ræktun, sem þarna má sjá, var komin um og fyrir strið og síðan hefur litið gerst. Flest ibúðarhúsin eru líka frá þeim tima. Auðvelt er að gera þvi skóna, að þarna yrði geysilega eftirsótt byggingarland. En ekkert skipu- lag hefur verið gert, sem nær yfir Garðahverfi. Á jörðunum er leyfilegt að byggja upp, ef þess yrði óskað, en ný býli eða ný hús þar fyrir utan eru ekki leyfð, meðan skipulag er ekki til. En auðséð er að hverju stefnir. Rétt austan við hverfið eru útmörk Hafnarfjarðarbæjar, þarsem blokkirog raðhús sækja fram eins og óvigur her. Ennþá er þó hægt að njóta þess á fallegum vordegi að koma niður á fjörukambinn hjá Katrinarkoti og sjá Gunnar í Breiðholti koma að landi, drekkhlaðinn af grásleppu. Ilmuraf seltu og fiski berst frá ránum, þarsem grásleppan hangir og fáeinum skrefum þaðan eru lambærað gæða sérá grængresi i Hausastaðatúninu. Kristján í Miðengi er lika að huga að lambánum sínum, hálfniræður og ofar í hverfinu situr Tryggvi i Grjóta úti undir vegg og greiðir úr grásleppuneti. Hann vantar aðeins tvö ár í áttrætt. Og í Króki stendur Þorbjörg úti við vallgróinn bæjarvegginn og minnirá gömlu konuna i Brekkukoti í sögu Laxness. Þessi bær býr yfir rómantískri fegurð i sátt og samlyndi við náttúruná, en ekki eru aðrir tii heimilis þaren Þorbjörg. Aðeins örfá skref þaðan erfélagsheimiliðá Garðaholti, þarsem nútfðin býr; blótar Mammon með ærslum, fylliríi og öskrandi hávaða og á eftir man enginn hvar hann hefur verið. En það er önnur saga. Að sjálfsögðu er tómt mál að tala um að varðveita alla skapaða hluti, sem eftir standa frá liðnum tíma. Hitter svo annað mál, að það er óþarft að farga því öllu og væri óneitanlega skemmtilegt að geta varðveitt þó ekki væri nema einhvern hluta Garðahverfisins. í því sambandi kemur mér sérstaklega í hug bærinn i Miðengi; íbúðarhús, sem er örsmátt á mælikvarða nútíðar og samsvarar að flatarmáli einu sæmilegu her- bergi. Samt þótti það gott framfaraspor á sinni tíð og i húsum af þessu tagi ólust jafnvel upp stórir barnahópar. Guðmann Magnússon á Dysjum, sem verið hefur hreppstjóri i Garðahreppi þar til á siðasta ári að byggðin fékk kaupstaðarréttindi er innfæddur í Garðahverfinu og hefuralla ævi átt þar heima. Hann sagði, þegar framtið Garðahverfis bar á góma: „Ég á von á, að hér risi þéttbýli. Helzt vildi ég að hverfið yrði friðað, en varla er hægt að búast við að það verði gert. Garðaholtið verður tekið undir íbúðarbyggingar og svo verður saxað á ræktaða landið unz ekkert verður eftir. Þetta var allt land Garðakirkju og því heyrir það undir jarðeignaheild ríkisins. En ábúðin á jörðunum er til lífstiðar. Það litur út fyrir að Garðahverfið í núverandi mynd sé deyjandi byggð og að þar muni koma þéttbýli F staðinn, enda fallegt byggingarland — að minnsta kosti meðan túnin eru græn og ósnortin." Garöahverfiö: sjó nœstu síöur ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.