Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Page 8
GARÐAHVERFI EFTIRLEGUB Y GGÐ A EI! KREPPUÁR ANNA RÍKII BALI er austastur bæja f Garða- hverfi og stendur á hraunbrún- inni, þar sem hraunið hefur runnið lengst í vestur. Þar var örlftið tún, en landið er aðeins rúmir 6 hektarar og allt f hrauni. Skammt er niður f fjöru og Hallgrfmur sá er þar bjó framundir 1916 hafði bát- kænu og veiddi mikið, bæði þorsk og grásleppu. Venjulega var aðeins 1 kýr f Bala en eftir 1930 fór Ólafur II. Jónsson kaupmaður í Hafnarfirði að búa f Bala. Hann hafði þar um tfma 8 kvr og nokkrar kindur og keypti þá hey. En á seinni árum var hann hættur að hafa skepnur. Nú er Bali f eigu Garðabæjar og fbúðarhúsið er leigt Elísabetu Brand fþrótta- kennara, en Ingi Guðmundsson leigir gripahúsin og hefur þar hesta. NÝIBÆR * Þar stendur enn gamalt og lftið timburhús, en búið að hyggja nýtfzku steinhús, sem sker sig mjög úr öðrum húsum f Garðahverfi. Þar búa Ifka yngstu hjónin f Garðahverfi, Ragnheiður Jónsdóttir frá Grund| og Pétur Einarsson. Amma Ragnheiðar er þar einnig til húsa og þau hjónin eiga þrjú börn. Pétur er renni- smiður og vinnur við iðn sfna f II afnarfirði, en búskapurinn er aðeins nokkrar kindur, sem voru eins og annarsstaðar á túninu í vor og var um sauðburðinn gefið á útigarð- ann, sem sést á myndinni. GRUND * stendur við veginn, rétt neðan við samkomuhúsið á Garðaholti. Þarna er ekkert búskaparland, aðeins lóð fyrir húsið, en það er timburhús frá 1950 og stækkað sfðar. Þar búa Halldóra Skúladóttir og Jón Guðmundsson og einnig eru þar til heimilis fjórir unglingar, börn þeirra. Jón er bflstjóri hjá Garðabæ, en búskap hafa þau ekki á Grund að öðru leyti en þvf, að Jón á hesta. DYSJARI Bæirnir eru tveir og standa saman á sjávarbakkanum. Handan fjarðarins blasir Ilval- eyrin við og álverið í Straums- vfk. Landstærð á báðum Dysja- bæjunum er 49 hektarar. íbúðarhúsið á Dysjum I hefur verið byggt í áföngum; elzti hluti þess er frá 1925, en síðan var tvívegis byggt við. Bóndi á Dysjum I er Guðmann Magnús- son fyrrum hreppstjóri f Garða- hreppi og kona hans heitir Úlf- hildur Kristjánsdóttir, ættuð úr Biskupstungum. Þau hófu búskap áDysjum 1937 og höfðu mest 8 kýr og venjulega 30—40 ær og hænsni. Auk þess stund- aði Guðmann vinnu út á við, jarðvinnslu og við húsbygging- ar. Þau hjón hafa eignazt sex börn og telst ein dóttir þeirra, sem stundar nám við háskólann þar til heimilis með þeim. DYSJARII Bærinn stendur á fallegum stað niðri við ströndina og í sama túni og bærinn á Dysjum I. Landstærðin er 29 ha. Á Dysjum II býr Hallgrfmur Guðjónsson og er hann einsetu- bóndi. Hann hefur nokkrar kindur, en stundar annars vinnu ÍHafnarfirði. PALSHUS er lftið eitt ofar f túninu, f norðvestur frá Dysjum. Land- stærðin er 35 ha. Þar er gamalt timburhús, byggt fyrir 1930 og búa þar Ingibjörg Guðmunds- dóttir frá Stóra Nýjabæ og Jósep Guðjónsson — bæði á áttræðisaldri. Auk þeirra eru þar til heimiiis tvö uppkomin börn þeirra og sjötugur maður, bróðir Jóseps. Jósep býr með kindur kýr og hænsni. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.