Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Qupperneq 11
Jön Þ. Þör sagnfrœðingur TIMI, SEMOL SNILLINGA Hollenzku málararnir hafa skilið eftir sig nákvæma lýsingu á hvers- dagsllfi fólks ( Hollandi á 17. öld. Hér er hluti úr mynd eftir Jan Steen frá 1668 og efnið er fjölskylduveizla með trúðleik og drykkju. Það var áður en mengunin var fundin upp — en vélaraflið hafði þó haldið innreið sfna ( mynd vindmyllanna, sem sfðan hafa einkennt HoIIand. Þetta er hluti úr mynd, sem heitir ,Jerjubáturinn“ og er eftir Esajas van de Velde frá 1622. Um menningu og menntun á hinum sameinuðu Niðurlöndum l m 162(1 var Amster- dam orðin fjölfarnasla höfn álfunnar og þar varð miðslöð viðskipta i Norður Kvrópu. A a’ti- myndinni eftir Clacs Jansz \ isscher sjást skip hollcnzka Austur- Indíafclagsins, cn í landi cr hondlað ntcð postulín frá Kína og ’if- andi dýr. Síðla sumars 1975 birtist í Lesbók Morgunbiaðsins ritgerð eftir undirritaðann, sem fjallaði um siglingaveldi og nýlendur Hinna Sameinuðu Niðurlanda á 17. og 18. öld. Tíma og rúms vegna varð að fella þar undan, að minnast að nokkru marki á menningu og menntir Niðurlend- inga á þessu timaskeiði, og voru þeir þó í fremstu röð Evrópu- manna á þvi sviði. Þessi grein er tilraun til þess að bæta hér nokkuð úr. Höfuðheimild min við samningu þessarar greinar er hið ágæta rit enska prófessorsins C.R.Boxer, The Dutch seaborne Empire, sem út kom árið 1965, og er í flokknum The History og Human Society. Einnig hef ég stuðzt við önnur rit, sem getið er í heimildaskrá, er fylgir greininni. Þess skal þó strax getið, að góð listasaga hefur ekki verið mér til- tæk og tími hefur ekki unnizt til að afla hennar, enda er verkið að mestu unnið í tómstundum. Oft hefói vafalaust verið ástæða til þess að vitna beint í heimildir, en ákveðið var að gera það ekki, þar sem ekki er hér um visindalega samda ritgerð að ræða, og sjaldan kostur á að vísa beint til frum- heimilda. Vona ég aó þetta komi ekki að sök. Þegar hyggja skal að andlegri menningu á fyrri öldum verður ýmsum það fyrst til að huga að trúarbrögðum og kirkju. Veldur það mestu að viða um lönd var veldi kirkjunnar slíkt, að forráða- menn hennar höfðu frjóanga allrar andlegrar menningar í hendi sér. Ber sagan því glöggt vitni, hve mislitir kirkju- höfðingjarnir voru og hvernig þeim auðnaðist að beita áhrifum sinum. Af Hinum sameinuðu Niður- löndum er það helzt að segja, að þar ríkti meira frjálsræði í trú- málum en víðast hvar annars staðar i löndum Spánarkonungs. Ekki fara sögur af þvi að hin heilaga stjúpmóðir i Róm hafi tekið mildari höndum á breyskum börnum sinum á Niðurlöndum en öðrum löndum. Beindist uppreisnin þá ekki siður gegn kirkjúnni og hennar erindrekum en gegn Spánarkonungi sjálfum. Margir mótmælendur studdu uppreisnarmenn með ráðum og dáð og urðu fylgismenn Kalvíns hlutskarpastir á trúmálasviðinu þegar stjórnarmenn Spánverja höfðu verið yfirbugaðir. Ekki verður þó sagt að Niðurlendingar hafi verið Kalvinstrúar þegar í upphafi. Sá hópur var hins vegar bezt skipulagður og hér fór sem oft ella, að skipulagið hefur úr- slitaáhrif á róstusömum tímum. Lengi framan af virtist óvist, hvaða trúarhópur myndi ná yfir- höndinni á Niðurlöndum, en á kirkjuþinginu i Dordrecht 1618—19 unnu Kalvinistar sigur og eftir það var kirkja þeirra viðurkennd sem rikiskirkja. For- ystumenn Kalvinista urðu þó alltaf að lúta yfirráðum verald- legra yfirvalda og varð það til þess að þeim tókst aldrei að ná

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.