Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Síða 12
Eitt af meistaraverkum Vermeers frá Delft sýnir máiara á vinnustofu sinni. A þessari og öðrum myndum hoilenzkra málara sjást húsakynni, sem hafa borið óendanlega af íslenzkum húsakynnum á þessum tfma. Algengt er að sjá austurlenzk teppi, marmaragólf, og fburðarmiklar ljósa- krónur. Á veggnum er tákn auðs og valda: kort af sjóveldinu Hollandi. Þrír stör- meistarar Oft hefur það átt sér stað í sögunni, að þar sem auðurinn safnast saman, þar blómstrar listin. Þessi sjálfsmynd eftir Rembrandt er merkt árinu 1661, en sjálfur varð Rembrandt gjaidþrota og naut þess ekki í lifanda lffi, hvað m.vndir hans urðu eftirsóttar sfðar. Marfa frá Medeci kemur til Marseilles. Baroklist f hámarki og dæmigerð fyrir Rubens, sem var mestur heimsmaður hollenzkra málara. Hann varð hirðmálari spænsku landstjór- anna f Antwerpen og rak heilt verkstæði þar sem málarar unnu undir hans stjórn. TIMI SEMOL SNILLINGA jafnsterkum tökum á þjóðlífinu og víða annarsstaðar. Sem dæmi um þetta má nefna, að víða gengu kalvinistar svo hart fram i út- rýmingu helgimynda og kirkju- gripa i kirkjum, að ekki verður flokkað undir annað en hreina skemmdarverkastarfsemi. A Niðurlöndum tókzt valdhöfunum að hafa hemil á þessu áthæfi og hefur því margt góðra kirkju- gripa og listaverka varðveizt þar. Annað gott dæmi er skemmti- starfsemi, en hana hata heit- trúaðir Kalvlnistar eins og pestina. Börðust þeir víða fyrir lokun leikhúsa og varð mikið ágengt. Vrnsir áhrifamenn á Niðurlöndum voru hins vegar hlynntir leikhússtarfsemi og stóðu vörð um hana. Má enn bæta þvi viö að óvíða í Evrópu mun næturlíf hafa þrifist jafnvel og i Amsterdam á 17. og 18. öld og var slík starfsemi þó eðlilega andstæð hugmyndum Kalvíns um siðferði og sáluhjálp. Mest varð gengi Kalvinsmanna í borgunum. Hefur Kalvínskaoft verið kölluð trú gróðamanna og viðskiptajöfra, þótt vant sé að sjá, hvernig tengja má trú einni stétt manna fremur en annarri. Má í þvi viðfengi minna á, að sjaldan mun sannari sósíalisti hafa lifað en maður að nafni Jesús Kristur. Engar öruggar tölulegar heimildir eru fyrir hendi um, hve margir hafi fylgt hverri kirkju- deild að málum á Niðurlöndum. Ljóst er þó, að umtalsverður hluti þjóðarinnar hélt sinni rómversk- kaþólsku trú, og á það fyrst og fremst við sveitaalþýðu. Aðstaða rómversk-kaþólskra var þó harla erfið. Þeir máttu ekki byggja kirkjur og þaðan af síður klaust- ur. Ekki máttu þeir láta kaþólska presta framkvæma nein prest- verk fyrir sig og börn hjóna þar sem annað foreldrið var kaþólskt varð að ala upp sem mót- mælendur. Rómversk-Kaþólskum var bannað að senda syni sina til náms í þeim löndum, þar sem kirkja þeirra var allsráðandi, en fáir munu þó hafa virt þaö bann, a.m.k. ef marka má allan þann fjölda ungra Niðurlendinga sem hélt til náms í Frakklandi. Kaþólskir gáfust þó aldrei upp og hafa sumir haldið því fram, að árið 1650 hafi kaþólskar hjúkrunarsystur á Niðurlöndum verið u.þ.b. 20.000 Þetta kann að vera ýkt en er þó athyglisvert þegar þess er gætt, að kalvínskir. prestar hafa sennilega aldrei orðið fleiri en 2.000 á tímabilinu 1600—1800. Eftir þvi sem leið á 18. öldina vænkaðist hagur rómversk-kaþólskra nokkuð. Þeir þurftu ekki á Kalvinsmönnum að halda við prestverk, gátu m.a. gengið í borgaralegt hjónaband. Allnokkur hópur Lúthers- manna var ætið á Niðurlöndum, en miklu minni sögum fer þó af þeim en hlnum tveim fyrrnefndu hópum, og enn má geta baptista og kvekara, auk ýmissa smærri sértrúarsafnaða. Gyðingar áttu hvergi i Evrópu jafn góðu atlæti að fagna sem á Niðurlöndum. Spænskir og portúgalskir Gyðingar flýðu þangað undan of- sóknum Rannsóknarréttarins og' er talið að þeir hafi verið um 1.200 árið 1655. Siðar bættust við stórir hópar svonefndra Ashkenazimgyðinga frá Þýzka- landi og Póllandi. Arið 1597 fengu Gyðingar leyfi til þess að byggja sitt fyrsta bænahús í Amsterdam og annað mun vand- aðra var reist árið 1639. Arið 1657 var Gyðingum veittur þegnréttur á Niðurlöndum, en full rikis- borgararéttindi fengu þeir ekki fyrr en 1796. Þá er aðeins eftir að geta um trúboð Niðurlendinga i nýlendun- um. Er þar skemmst frá að segja að á þeim vettvangi var starfsemi þeirra mjög lítil og miklu minni en hjá Spánverjum og Portúgölum. Trúboðar munu að visu hafa verið sendir til allra nýlendna Niðurlendinga, en flest- ir sneru heim eftir stutta viðdvöl og lítinn árangur. Trúin hefur ef til vill skipt hina auðsælu Niður- lendinga minna máli en ýmsar aðrar þjóðir og kannske hafa negrarnir á vesturströnd Afríku hitt naglann á höfuðið er þeir sögðu við niðurlenzka kaupmenn er heimsóttu þá á öndverðri 17. öld: „Gullið er ykkar guð“. A 17. og 18. öld dáðust menn víða um Evrópu að þvi hve almenn menntun væri á Niður- löndum: og F. de Sousa Couthino, sendifulltrúi Portúgala í den Haag sagði eitt sinn að jafnvel steinsmiðir á götum Amsterdam kynnu latínu. Þetta er vafalaust orðum aukið, en engu að síður er það staðreynd, að menntun var mun almennari á Niðurlöndum á þessum tima en víðast hvar annarsstaðar í Evrópu. Læsi virðist hafa verið almennt og al- menn þekking i samræmi við það. Er þá rétt að hyggja nokkuð að uppbyggingu skólakerfisins. Þegar rómversk-kaþólska kirkjan var svipt völdum á Niöur- löndum lögðu mótmælendur und- ir sig eignir hennar og guðshús. Mörgum klaustrum var þá breytt i skóla, en sjóðum og jarðaafgjöld- um veitt til reksturs þeirra. Má minna á að þetta var svipað fyrir- komulag og Gizur biskup Einars- son hafði fengið vilyrði Dana- konungs fyrir hér á landi þótt minnayrði úr framkvæmdum. Barnafræðsla á Niðurlöndum var að mestu leyti í höndum kalvínsku kirkjunnar og voru skólar i flestum þorpum og bæjum auk borganna. Skólar voru háðir því skilyrði að allir kennarar urðu að játa rétta trú, en oft mun sú játning þó aðeins hafa verið í orði. Kennsla I barnaskólunum var yfirleitt bundin við lestur, skrift, reikning og kristinfræði. 1 borgum voru gjarnan einkaskólar þar sem franska var kennd auk þeirra greina sem þegar eru tald- ar. Næsta skólastig voru latinu- skólar og voru þeir ýmist reknir af kirkjunni, bæjarfélögum eða einkaaðlilum. Þar hófu drengir nám 9—10 ára gamlir og stóð það í 6 — 7 ár. Kennsla fór fram á timabilinu frá 7—8 að morgni til 4—5 eftir hádegi, en um miðjan dag var gert tveggja stunda matarhlé Þessir skólar voru ein- göngu ætlaðir drengjum og fyrstu þrjú til fjögur árin var latina aðal- námsefnið, hún var lesin 20—30 stundir á viku. Siðari þrjú árin minnkaði latínunámið um helming og þá bættist við griska, rökfræði og mæiskulist, auk annarra fornfræða. Aðeins sex af hundraði námsefnisins var bund- ið kalvinskri trúfræði. Oft var húsnæði skólanna mjög slæmt, dimmir og rakir kjallarar. Launakjör kennara voru einnig harla bág og gátu fæstir þeirra lifað af launum sínum. Gripu þá margir til þess ráðs að vinnaýmsa almenna vinnu og kann það að vera ástæðan fyrir ummælum protúgalska sendifulltrúans, sem tilfærð voru hér á undan, um latínukunnáttu Niðurlendinga. Þegar latínuskólunum lauk tóku við skólar, sem samsvara að nokkru leyti menntaskólum vorra daga Þar voru þó einnig heim- speki-, laga- og læknisfræðideiidir og próf frá þessum skólum veittu sömu réttindi og háskólapróf. Frægastur þessara skóla var Atheneum i Amsterdam og hug- myndin að baki þeim var sú, að menn gætu aflað sér fullnaðar- menntunar, án þess að fara úr heimaborg sinni. Eini raunhæfi munurinn á þessum skólum og háskólum var sá að guðfræði var ekki kennd í þeim, og ekki gátu þeir veitt doktorsnafnbót. Fimm háskólar störfuðu á hin- um sameinuðu Niðurlöndum. Hinn elzti og frægaáti var háskólinn í Leiden, stofnaður 1575. Aðrir voru i Franeker, Harderwijk, Groningen og Utrecht. Háskólinn í Leiden var upphaflega stofnaður með það fyrir augum að útskrifa kalvinska guðfræðinga en þeirra var mikil þörf fyrst eftir siðaskiptin. Veraldleg yfirvöld gættu þess þó jafnan að kirkjunnar menn yrðu ekki einráðir um stjórn skólans. 1 upphafi voru fjórar deildir við háskólann í Leiden: Heimspeki- deild, guðfræðideild, lagadeild og læknisfræðideild, en fljótlega var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.