Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1977, Side 13
TÍMI SEM ÓL SNILLINGA
aukið við verkfræðideild. Þá var
grasagarði komið upp í tengslum
við skólann og sömuleiðis stjörnu-
athugunarstöð. Enn má geta
háskólaprentsmiðjunnar, sem var
einhver bezt búna prentsmiðja í
Evrópu á sinni tið og átti m.a.
arabiskt letur. Mikill fjöldi
erlendra stúdenta sótti jafnan til
Leiden víðsvegar að, jafnvel
austan úr Tyrkjaveldi. Megum við
Islendingar minnast þess að til
Leiden sótti Vísi-Gísli Magnússon
á Hlíðarenda nokkuð af vizku
sinni og liklegt má telja að
tengdasonur hans, Þórður biskup
Þorláksson hafi haft þar nokkra
viðdvöl á ofanverðri 17. öld.
Margir frægir lærdómsmenn
sátu á kennarastóli i Leiden og
má þar á meðal nefna J. Justus
Schaliger, sem var prófessor án
fyrirlestrarskyldu á árunum
1593—1609. Hann lagði mikla
áherzlu á notkun kaldiskra og ara-
biskra heimilda við Bibliurann-
sóknir og varð það til þess að
háskólinn í Leiden varð höfuðvígi
rannsakenda austrænna mála í
Evrópu.
I nýlendunum i Asíu, Afríku og
Ameríku héldu Niðurlendingar
uppi barnakennslu í skólum og
má teljast athyglisvert, að þangað
áttu öll börn sókn, hvaða kyn-
flokki sem þau annars tilheyrðu.
Jafnvel þrælabörn sóttu skólana
og mun það hafa verið einsdæmi á
þeim tímum. Sennilega er þetta
fyrsta tilraunin, sem gerð hefur
verið til þess að láta börn af
ólikum litarháttum sitja saman á
skólabekk og fer ekki sögum af
öðru en góðri sambúð. Tilraunir
voru gerðar til latínuskólahalds í
nýlendunum en þær mistókust
með öllu og háskólar voru ekki
stofnaðir þar fyrr en löngu síðar.
A ýmsum sviðum vísinda og
lista stóðu ibúar hinna Samein-
uðu Niðurlanda mjög framarlega.
Fyrst skal vikið að visindasviðinu
og gerð nokkur grein fyrir helztu
afrekum og afreksmönnum.
I verkfræði náðu Niðurlend-
ingar mjög langt og má m.a.
minnast þess að á 17. öld hófust
verkfræðingar þeirra fyrst handa
um að bjarga landi undan öldum
Norðursjávar með byggingu
varnargarða. Hefur því verki
verið ósleitlega fram haldið siðan.
Enn má geta þess, að niðurlenzkir
tæknimenn fullkomnuðu mjög
tækni til notkunar vindmylla,
enda hefur Holland löngum verið
kallað land vindmyllanna.
Nýlenduveldi Niðurlendinga
var i senn orsök og afleiðing
framúrskarandi sjókortagerðar
og stóóu þeir um langan aldur
þjóða fremstir á því sviði. I
nýlendunum stunduðu þeir
allmiklar veðurfræðirannsóknir
og söfnuðu upplýsingum sem
hafa komið visindamönnum 20.
aldar að gagni. Einnig rannsök-
uðu vísinda- og fræðimenn af
Niðurlöndum dýra- og jurtalif
nýlendnanna og fluttu margir
þeirra með sér heim söfn jurta,
dýra og steina frá fjárlægum
heimsálfum.
Eins og frá var skýrt í næsta
kafla hér að framan stóðu æðri
menntir á háu stigi á Niðurlönd-
um. Þess vegnafór ekki hjá þvi að
þar kæmu fram ýmsir ágætir vís-
indamenn. Ekki er ætlunin að rita
Málverk af hollenzku landslagi eftir Rembrandt
Á 1 7 öld
fóru
Hollend-
ingar að
líkja
eftir
kínversku
postulini
og teketillinn sá arna með kinversKum skreytingum er búinn
til í Delft um 1680.
Hversdagslíf í bændasamfélagi. Husið er með stráþaki og
steindum gluggum, en bændurnir gera sérglaðan dag úti fyrír
með dansi og spili. Málverk frá 1654 eftir Adriaen van
Ostade.
hér ævisögu visindamanna, en
vart verður hjá því komist að geta
fjögurra manna: Christian
Huygens var eólis- og stærð-
fræðingur. Hann var fyrstur
manna til þess að finna Oríon-
þokuna, fylgihnött Satúrnustar,
auk' lögunar Satúrnusarhring-
anna. Huygens rannsakaði einnig
ljósbrot meó islenzku silfurbergi
og setti fram kenningar um
bylgjuhreyfingar ljóssins.
Frægastur mun hann þó af
kenningum sínum um klukku-
pendúlinn. Huygens dvaldist um
skeið á Englandi og Frakklandi
og komst þar til mikilla virðinga.
Hinn þekkti danski vísinda-
maður Niels Steensen dvaldist
um skeið við nám á Niðurlöndum,
og hinn heimsfrægi franski
visindamaður og heimspekingur
René Descarter átti þar um skeið
griðland. Að lokum skal svo
nefndur Gyðingurinn gler-
slíparinn og heimspekingurinn
Baruch Spinoga en hann var af-
komandi spænskra Gyðinga er
flúið höfðu til Niðurlanda. Skal
nú ekki greint meira frá visinda-
mönnum og heimspekinum á
Niðurlöndum og er þó af mörgu
að taka.
Holland er stundum kallað land
Rembrandts og víst er um það, að
fáir hafa varpað jafnmiklum
ljóma á nafn föóurlands sins sem
hann. A 17. öld stóð myndlist með
miklum blóma á Niðurlöndum.
Listmálarar voru þar fjölmargir
og áhugi almennings á myndlist
mjög mikill. Margir frægustu
málarar Niðurlendinga voru uppi
á þessum tima og má aúk
Rembrandts nefna Ruisdael
Hobbema, Frans Post og Albert
Eckhout, en tveir þeir síðast-
nefndu störfuðu að vísu í nýlend-
unum. Á spænsku Niðurlöndum
störfuðu einnig margir list-
málarar og eru þeir Rubens, Van
Dyck og Jordaens þeirra
frægastir.
Mörgum síðgri tima höfundum
hefur orðið tiðrætt um listaverka-
brask' Niðurlendinga og ýmsir
samtimahöfundar hafa undrast,
að myndir voru jafnvel seldar á
markaðstorgum. Vafalaust hafa
margir efnamenn fjárfest i
málverkum, en hins vegar er
sennilegra að almenningur hafi
keypt myndir vegna áhuga. Þeir
sem vildu ávaxta sparifé sitt
hefðu gert það mun betur með
kaupum á hlutabréfum og spari-
skírteinum sem alltaf var nög
framboð af. Niðurlendingar
virðast annars hafa gert sér þess
glögga grein, hve mikilvægar
myndir gátu verið þvi þeir
skreyttu jafnvel elli- og fátækra-
heimili með þeim.
Málverk urðu Niðurlendingum
útflutningsvara og þegar leið á
17. öld varð Amsterdam stærsti
listaverkamarkaður Evrópu. Af
þessum sökum höfðu margir list-
málarar á Niðurlöndum sérhæft
sig i ákveðnum tegundum mynda,
einn málaói landslagsmyndir,
annar sjávarlifsmyndir o.s.frv.
Nokkuó reyndu Niöurlendingar
einnig að flytja af myndum til
nýlendna sinna, en brösuglega
gekk að vinna markaði fyrir þær
þar. Einnig sendu valdamenn i
Amsterdam kóngum og furstum
Asiulanda risastór málverk að
gjöf.
Þrátt fyrir hinn mikla áhuga á
málverkum og málaralist bjuggu
margir niðurlenzkir málarar við
kröpp kjör. Þeir voru flestir af
fátæku fólki kommnir og fengu
aldrei inngöngu í hástéttirnar.
Efnaðir viðskiptavinir Rem-
brandts fyrirlitu hann t.d alltaf
fyrir að hafaorðið gjaldþrota þótt
þeir á hinn bóginn öfunduðu
hann af list hans.
En Amsterdam var meira en
sölumarkaður niðurlenzkrar
málaralistar. Þangað var einnig
flutt mikið magn af máluðum
austurlenzkum skrautmunum.
Bera Niðurlendingar þannig
mikla ábyrgð á postulinsæðinu,
sem tröllreið Evrópu um
langan aldur. I Delft voru svo
stofnaóar postulinsverksmiðjur,
þar sem þessi Austurlanda-
varningur var stældur og þarf
vart að geta þess að sú framleiðsla
rann út eins og heitar lummur.
Aðrar listgreinar voru eðlilega
stundaðar á Niðurlöndum þótt
hvergi kæmust menn jafnnærri
fullkomnun sem í málaralistinni.
Bókagerð var mikil og var mikið
prentað af bókum og bæklingum
á öðrum tungumálum. Var
þessum ritum svo smyglað til
þeirra þjóða, sem áttu vió höft og
bannfæringar að búa á útgáfu-
sviðinu. Einnig var mikið unnið
af ritum, sem fræg eru fyrir
fegurð, m.a. margar Elzevierút-
gáfur. Mörg góð skáld og rithöf-
unda áttu Niðurlendingar á þessu
skeiði en þeir náðu aldrei vin-
sældum utan heimalandsins og
ollu tungumálaerfiðleikar því.
I tónlist voru Niðurlendingar yf
irleitt þiggjendur og sökum hrá-
efnisskorts áttu þeir fáa góða
myndhöggvara. Og lýkur hér frá-
sögu af menningu og menntun á
hinum Sameinuðu Niðurlöndum.
Heimildir:
Bergsteinn Jónsson: Mannkyns-
saga 1648 — 1789, Rv. 1963.
Boxer, C.R.: The Dutch Seaborne
Empire 1600—1800, London 1965.
Elton G. R.: Reformation Europe
1517—1559, London 1963.
Fieldhouse. D.K.: Die Kolonial-
reiche seit dem 18. Jahrhundcrt.
Frankfurt am Main. 1965.
Grayzel, S.: A history of the Jews,
N.Y. 1968.
Grimberg, C.: Verdenshistorie,
10. Kbh. 1967.
Leiðrétting
I Lesbókinni sunnudaginn 14.
ágúst urðu þau mistök að rugling-
ur varð í umbroti greinar Huldu
Valtýsdóttur um ungbarnaeftirlit
í Reykjavik. Sá hluti greinarinn-
ar, (og til loka) sem hefst við 1.
greinarskil i 3. dálki á bls. 5 „Við
hittum að máli...“ o.s.frv. á að
hefjast við næst neðstu greinaskil
í 2. dálki á bls. 4. Sá hluti greinar-
innar, sem byrjar við ,,Nú nær
þjónustan...“ o.s.frv. er lokakafli
hennar. Lesbókin biðst afsökunar
á þessum mistökum.