Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Side 10
ANDERS
ZORN
Framhald af bls. 9.
um fannst, réðist til akademíunnar,
varð þeim Zorn brátt meira en lítið
sundurorða, en þaó varð auðvitað verst
fyrir skólastjórann. Zorn bara fór og
stofnaði hina svonefndu andstöðu-
hreyfingu (opponentrörelsen) ásamt
Ernst Josephson og fleirum efnileg-
ustu myndlistarmönnum Svía.
Upp úr tvítugu fór hann síðan utan
til að sigra heiminn og gerði það að
meira leyti en nokkurn gat dreymt um.
Hann fór til Frakklands, ítalíu, Spánar
og Norður-Afríku, en síðan til London,
þar sem hann á skammri stundu gat sér
mikils orðstirs fyrir vatnslitamyndir
sinar. Það hefur verið sagt, að menn
finni bókstaflega Iyktina af London af
myndunum hans.
En þó að hann færi víða um lönd og
yrði mikill heimsborgari, var hann þó
alltaf dalakarl — dalakútur myndi
hann vissulega hafa verið kallaður hér
á landi. Alltaf varó hann að koma sér
til Mora með vissu millibili, þó að
ferðalög væru tímafrek, en auraleysi
hindraði hann ekki, því að allt varð að
peningum sem hann teiknaði eða mál-
aði.
Og svo eignaðist hann fljótt kærustu
í Stokkhólmi, Emmu Lamm, sem var af
fínni gyðingaætt. Hann kvæntist henni
25 ára gamall, og þau fóru í brúðkaups-
ferð til Bálkansskaga, til Konstantínóp-
el, þar sem hann málaði hið glitrandi
Bospórussund. Hinn frægi finnski mál-
ari, Albert Edelfelt, dáðist að því,
hvernig Zorn gat málað vatn og taldi
hann óviðjafnanlegan meistara í þeirri
grein.
Tengdaforeldrarnir áttu sumar-
bústað i skerjagarðinum í Stokkhólmi,
og þar hóf hann að mála myndir undir
berum himni i anda frönsku
impressionistanna. Hann var með ein-
dæmum öruggur teiknari, vann leiftur-
hratt og hafði haukfránar sjónir. Það
má einnig segja, að hann hafi haft
hauklegt yfirbragð, einkum á æskuár-
um, en hann varð tiltölulega fljótt feit-
laginn og og ferkantaður. Hann var
gæddur geysilegri lífsorku, og fyrir
honum var lífið vissuiega meira en
bara vinna. Hann borðaði af hjartans
lyst og sveiflaði bikarnum af sannri
ánægju. Sagt er, að þegar hinn auðugi
listvinur, Ernst Thiel, hafi eitt sinn
keypt mikið af málverkum af honum,
hafi Zorn gert sér þann dagamun af því
tilfelli að drekka tvær kampavínsflösk-
ur í stað einnar venjulega.
Fyrir nokkru fór ég í ritfangaverzlun
i Reykjavík, og'meðan ég beið eftir
afgreiðslu, skoðaði ég stór myndspjöld,
sem þar voru til sölu ognú erut tízku
hjá unga fólkinu. Það voru eftirmyndir
af frægum málverkum. Það var eins og
ég sæi allt í einu gamla mynd að heim-
an, þegar ég sá tvær daladætur Zorns í
baði. Myndir Zorns af nöktum stúlkum
í baði inni og úti urðu feikilega vinsæl-
ar og eru það enn. Þær eru magnaðar
lífi og bera ekki aðeins snillingi vitni,
heldur manni, sem hefur notið þess að
mála myndefnið, mótífið.
Hann málaði fjölda daladætra i baði
að þeirra tíma hætti í Dölunum, i skógi,
á engjum.við læk og tjörn.en helzt við
Anders Zorn á fullorðinsárum.
sjóinn. Allar eru þær þrifiegar og
hraustlegar. Það var víst ekki auðvelt
fyrir Zorn að fá þær til að sitja fyrir
alveg eins og hann vildi, enda bera þær
sveitasakleysið með sér. Þess vegna
snúa þær svo oft baki við málaranum,
og þess vegna málaði hann svo mörg
bök og breiða.bossa.
Fyrir nokkrum árum tókst sænska
sjónvarpinu að hafa upp á nokkrum
fyrirmyndanna, og það var haft viðtal
við þær á skerminum. Þær voru að
sjálfsögðu mikið breyttar, en Ijómuðu
eins og sólir, þegar þær minntust hins
yndislega manns og málara. Hann barg
æsku þeirra, og hún heldur áfram að
heilla menn og gleðja um langa fram-
tíð.
Zorn varð heimsþekktur fyrir and-
litsmyndir sínar og koparstungur. í
byrjun síðasta áratugs fyrri aidar hélt
hann til Ameriku í framhaidi af þeirri
frægð, sem hann hafði getið sér I Lond-
on. Þar kynntist hann áhrifamiklu
fólki og auðugu. Hann kom, sá og sigr-
aði, hvar sem hann fór. Hann fékk
stórfé fyrir að mála andlitsmyndir og
sneri heim með fullar hendur fjár.
Hann fór siðan oft yfir hafið og margar
AndersZorn — sjálfsmynd.
ferðir um alla Evrópu. Alltaf var nóg
að gera og alls staðar nóg um pantanir
og efnaða kaupendur.
Hann var 36 ára, þegar hann byggði
sér verðugt heimili í Mora, og þar bjó
hann upp frá þvi, þó að hann væri
Iangdvölum erlendis. Hann var síðan
alltaf að byggja og bæta við i Mora, og
nú er þar mikið safn eða öllu heldur
söfn, sem geyma ekki aðeins minningu
Zorns og nokkuð af verkum hans, held-
ur og sögulegar minjar og gamla, þjóð-
lega gripi, sem hann safnaði i svo rík-
um mæli, að úr varð heilt byggðasafn,
Zorns Gammalgárd. Það er enn hægt að
heimsækja Emmu og Anders Zorn á
heimili þeirra, Zorngárden, andi þeirra
er þar og svífur yfir dýrðlegum hlut-
um, sem gleðja augað og vekja lotningu
og angurværar tilfinningar. Þar er
gaman að koma.
Dalirnir voru kjarninn í Svíþjóð og
Mora mitt í honum. Þar hélt Gustav
Vasa þrumuræðuna yfir Dalakörlunum
haustið 1520 og eggjaði þá til dáða gegn
erlendum kúgurum, og þar hófst því
frelsisstríðið. Á staðnum, þar sem
Gustav Vasa er sagður hafa staðið er
hann flutti ræðuna, var reist stytta af
honum 1903 — og hún er eftir Anders
Zorn. Hann var nefnilega myndhöggv-
ari líka. Það lék allt í höndunum á
honum, og hann smiðaði meira að segja
mikið sjálfur í Mora af byggingum sín-
um, og það þótti stórmerkilegt f Sví-
þjóð þá.
Annars er það merkilegt — hann var
einn af virtustu og frægustu málurum
ogteiknurum heims á sínum tíma og
virtist ekki eiga í neinum vanda með
neitt á sínu sviði. En hann var ekki
eins hugfanginn af myndunum sinum
eins og myndastyttunum. Hann ætlaði
sér upprunalega að verða myndhöggv-
ari. Og hann gat eytt löngum stundum
og lagt innilega alúð við smástyttu. Að
sjálfsögðu var myndefnið jafnan nakin
stúlka. Og vissulega urðu þetta fallegir
og frábærlega vel gerðir hlutir, en ekki
að sama skapi markverðir. Sjálfur hélt
hann, að hann næði lengst i list sinni
sem myndhöggvari. Þar væri hinn
mikla, sanna Zorn að finna. Seinni
tíma menn eru á öndverðri skoðun.
Þeir voru margir, sem gætu hafa gert
höggmyndir hans, en enginn gat hafa
gert þessar myndir nema hann.
Zorn var mikill safnari, eins og eftir-
látnar eigur hans eru vitni um, og hann
naut þess auðs, sem hann aflaði. Hann
var alltaf að kaupa. Hann safnaði mál-
verkum gömlu meistaranna og taldi sig
oft hafa gert góð kaup. Keypti Rafael
og Rembrandt, en það reyndust vera
bara kópíur. Er þá furða, þótt ýmsir
aðrir láti og hafi látið blekkjast. En
hann munaði ekkert um þetta fjárhags-
lega. Vinur hans, Carl Larsson, (6 lit-
myndir voru á forsfðu Lesbókar 9. okt.
s.l. af málverkumeftir hann),gerði eitt
sinn tillögu að skreytingu á National-
museum i Stokkhólmi,en hún var ekki
samþykkt. En Anders Zorn gerði sér þá
litið fyrir og bauðst til að borga allt
saman.
Hann var þjóðlegur á rómantískan
hátt, þótt hann væri hinn mikli heims-
borgari. Hann var vinur auðugustu
manna heims, «n átti sér líka í
Gopsmor fyrir norðan Mora lítinn
„fiskimannakofa", þar sem lifnaðar-
hættir voru svo frumstæðir og fábreytt-
ir, að gestir hans, sem ekki vissu að
hverju þeir gengju, voru stundum
lengi að jafna sig á eftir. Þetta var ein
hliðin á Zorn. Hann var litríkur bæði
sem listamaður og persóna.
Svo þjóðlega rómantískur var hann,
að hann unni þjóðdönskum og gamalli
tónlist og efndi til mikilla hátiða þeim
greinum til eflingar. Einu sinni til
dæmis til heiðurs Eugen, prins, listmál-
ara og hjálparhellu listamanna, (en
hann var langafabróðir Karls XVII.
núverandi Svíakonungs, dáinn 1947).
Prinsinn varð svo hrifinn, að hann lét
Zorn lofa sér að mála mynd af
,,Midsommardansen“. Það efndi Zorn
með þeim ágætum, sem sjá má i
Nationalmuseum og af eftirprentunum
af þeirri frægu mynd. ,
Anders Zorn varð ekki gamall mað-
ur, sextíu ára, en hann lifði auðugu lífi
í fjölþættri merkingu þess orðs. Hann
hafði hestaheilsu, en hann slakaði
aldrei á og öllu eru takmörk sett. En
því fór fjarri, að hann lifði aðeins fyrir
augnablikið, því að hann hugsaði vel
fyrir framtíðinni — i annarra höndum.
Þau hjónin Emma og Anders Zorn gáfu
stórfé til stofnunar lýðháskóla i Mora,
þar sem áherzla yrði lögð á hannyrðir
hvers konar, heimilisiðnað, vefnað og
tréskurð.
Særisku Akademiunni ánöfnuðu þau
húseign við Österlánggatan í Stokk-
hólmi í Gamla staden.þar sem er hinn
kunni veitingastaður Gyllene Freden.
Af afrakstri húseignarinnar skal ár-
lega veita Bellmanspriset, svo að skáld
eiga og hafa átt Zorn að þakka hand-
bært fé, hvað þá annað, fram á þennan
dag.
Þannig mætti halda áfram margar
Lesbækur að segja frá Anders Zorn, en
hér skal látið staðar numið að sinni.
Zorn málaði fjármálafursta og aðra
fursta, forseta Bandaríkjanna og kon-
ung og drottningu Svía. En fyrir mina
parta kann ég bezt að meta daladæt-
urnar hans.