Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1978, Síða 14
John Masefíeld SJÓMANNS BLÓÐ Ég verð að halda til hafs á ný, út á hafsins og loftsins mið; bið þess að leggi frá stjörnu staf að stýra skipi við. Heyra gnesta hjól og gnauða vind og gúlpast voð hvíta, sigla mistrað mararsvið, síðan morgunsól líta. Ég verð að halda til hafs á ný til að hlýða öldunnar klið, ekki hárri, villtri hafsins rödd er hægt að þybbast við. Nú bið ég um vind, að voðir skips vaði í skýja þvargi, um að mási við kinnung máttug hrönn og að máfur gargi Ég verð að halda til hafs á ný, á ið hrjúfa ólgusvið meðal fugla, hvala í hvössum storm, sem hvín mér gagnaugun við. Ég bið þess loks að sjóarasögn sögð verði litríku orði og gefist mér síðast góður svefn, er geng ég f rá borði. Baldur Pálmason þýddi John Masefield (f. 1878) var lárviðarskáld Breta á fjórða áratug. Meðal kunnustu kvæða hans er „Sea Fever", eitt af mörgum, sem hann orti um hafið. Sir Francis Chichester, sá mik|i hnattsiglingagarpur, kallaði Masefield fremstan allra sjávarskálda. Annar brezkur listamaður, tónskáldið John Ireland (f. 1879), gerði lag við „Sea Fever", og svo vel tókst honum til, að þetta mun vera þekktast allra tónsmiða hans, enda fellur það frábærlega vel að efni Ijóðs. Fyrir 10 árum þýddi ég þetta kvæði og flutti i útvarp, því að þá las ég úr ævisögu fyrrnefnds Chichesters, en hann fellir kvæði Masefields inn i formála sinn að bókinni. Þá hafði eg ekki í minni, að til var eldri þýðing kvæðisins frá hendi Karls ísfelds, og skipar hún fremsta sæti í Ijóðabók hans, Svörtum morgunfrúm. Kallar hann kvæðið Hafþrá. Karl breytti bragarhætti svo að ógerlegt er að syngja þýðingu hans undir lagi Irelands. Eg var heldur ekki það handgenginn laginu, að upprunaleg þýðing mín félli nægi- lega vel að nótunum, svo að eg hef síðan orðið að hnika ýmsu til, og er þó kannski tæpast nóg að gert. Nú þegar segja má að við íslendingar höfum helgað okkur 200 mílna landhelgi til fullnustu, er e.t.v. ekki óviðeigandi að þetta ágæta sjómennskukvæði Englendinga birtist i islenzkri þýðingu. B.P. Að mörgu þarf að hyggja Framhald af bls. 11. áhuga á garöyrkju", segir Jón þegar hann var spurður um að- dragandann. „Faðir minn, Björn Björnsson, var teiknikennari á sínum tíma við Kennaraskólann gamla við Laufásveg. Ég var svo heppin að fá að vinna með Frey- steini Gunnarssyni við garðinn við Kennaraskólahúsið, og hafa persónuleg skipti mín við hann áreiðanlega haft örvandi áhrif. Arið 1938 fékk ég vinnu við garð- yrkjustörf hjá Matthíasi Asgeirs- syni garðyrkjuráðunauti Reykja- víkur og vann með honum í tvö sumur. Eftir tveggja ára verklegt nám í gróðrastöð i Mosfellssv. var ég við nám í Garðyrkjuskölanum í Hveragerði árin 1942—44 en hafði áhuga á að læra meira eftir það. Þetta var á stríðsárunum og ekki i annað hús að venda til frekara náms en til Ameríku. Ég hafði ekki stúdentspróf og reynd- ist þvi erfiðara fyrir mig að kom- ast áfram í skóla þá. Ég fór fyrst í New York State College of Agri- eulture, lauk námi þar og fékk síðan inngöngu í Cornell háskól- ann eftir nokkra erfiðleika. Þegar þangað var komið reyndist undir- búningurinn þó ekki lakari en svo aö ég gat stytt háskólanámið um eitt ár og lauk því með Master- gráðu 1951 og hafði þá veriö 6 og hálft ár vestra i allt. Master- ritgerð mín fjallaði um frostþol trjáplantna en i þeirri deild skól- ans, sem ég sat var aðaláherzla lögð á Ornamental Hortieulture, sem útleggst liklega skrúðgjarð- yrkja. Hákon Bjarnason fyrv. skóg- ræktarstjóri hóf um þessar mund- ir áróður fyrir ræktun trjá- plantna á íslandi frá svæðum víða um heim með ámóta veðurfar og við búum við hér og var Einar Sæmundssen sendur á vegum skógræktarinnar til fræsöfnunar í Alaska. Ég hafði hug á þessu líka en missti af ferð Einars. En við bróðir minn, sem er sjómaður og búsettur í Bandaríkjunum tók- um okkur upp og fórum í slíkan leiðangur til Alaska, komumst þar í góð sambönd, sem ég hef reyndar haldið síðan og söfnuðum miklu magni af fræjum. Skóg- rækt ríkisins keypti af okkur allt það fræ sem þeir þar gátu notað en hitt seldum við til Noregs. I þessu ferðalagi okkar tók ég kvik- mynd sem ég ferðaðist með hér- lendis og sýndi á 60 stöðum um allt land. Um leið kynntist ég landinu og gróöurfarinu af eigin sjón og hefur það verið mér mik- ils virði siðan. Eftir kennslu I eitt ár við Garð- yrkjuskóla ríkisins réðst ég svo í það árið 1953 að stofna gróðra- stöðina Alaska og hef starfrækt hana þangað til í fyrrahaust að undanskildum fjórum árum eða frá 1963—67. Þá leigði ég hana öðrum en rak sjálfur teiknistofu og stundaði kennslustörf sam- hliða. Síðastliðið ár hef ég eingöngu unnið við skipulagningu garða og hef næg verkefni við það. Garðarkitektúr er frekar nýtt fag hjá okkur. Ég er sá fyrsti með þetta' starfsheiti en nú erum við held ég fjögur i allt. Það fer mjög í vöxt að fólk leiti eftir ráðleggingum þegar skipu- leggja á garða við hús. Ég fæ þá teikningu hjá viðkomandi af hús- inu og lóðinni ásamt hæðar- kvótum — og teikna síðan mínar tillögur um skipulag og gróður- setningu trjáplantna og blóma. Þar er margt sem þarf að taka tillit til. Til dæmis þarf að gera ráð fyrir að fólk geti setið I skjóli og sól í garði sínum og notið úti- veru á góðviðrisdögum. Sömuleiðis að börn fái sitt at- hafnasvæði á góðum stað eða af- marka svæði fyrir matjurtagarð sé áhugi fyrir hendi, svo nokkuð sé nefnt. Annars eru óskir lóðar- eigenda ákaflega einstaklings- bundnar og reyni ég þá auðvitað að fara eftir þeim. En það er mikið atriði að hinum* ýmsu plöntum og trjám sé valinn heppilegur staður — sumt þarf að standa i skjóli — annað veitir skjól, sumar tegundir þurfa mikla sól og birtu, aðrar dafna ágætlega í skugga. Að mörgu þarf að hyggja. Með tillögum mínum og teikningum læt ég fylgja lista yfir þær tegundir sem ég legg til fyrir hvern stað á lóðinni og merki þar in á blaðið.“ Þar sem ekki fer milli mála að almennur áhugi fyrir garðrækt og fögrum gróðri er í gifurlegum vexti hér hjá okkur og garðarki- tektúr lítt kunn grein, fór Lesbók- in þess á leit við Jón H. Björnsson að hann sendi okkur til birtingar nokkur dæmi um skipulagningu garða frá hans hendi, fólki til fróðleiks og glöggvunar á þvi hvað hér er um að ræða og fylgir hið fyrsta hér með: Sagnhafi stendur oft frammi fyrir því, að ekki er hægt að vinna lokasögnina nema andstæðingunum verði á einhver mistök. Verður sagnhafi oft að haga úrspilinu þannig, að andstæðingarnir komist i vanda og þá um leið velji þá leið, sem hann vill. Eftirfarandi spil er gott dæmi um þetta: Norður S. 743 H. Á64 T. ÁK742 L. 53 Vestur S. 109 H. G108 T. 108 L. ÁD9876 Suður S. ÁK82 H. KD973 T. 63 L. 104 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 H 2 L 2 T 3 L P P 3 H P 4 H P P P Vestur tók fyrstu 2 slagina á lauf og lét siðan út spaða 10. Sagnhafi drap heima með ási, og ályktaði réttilega að hér væri ekki um einspil að ræða hjá vestri, því væri svo, þá ætti austur 5 spaða og hefði þá sagt spaða í stað þess að segja 3 lauf. Hann ákvað því að hafa úrspilinu samkvæmt þessu. Næst lét sagnhafi út tigul 6, drap i borði með kóngi og lét út spaða úr borði. Austur var nú i vandræðum, hann gat alveg eins reiknað með að sagnhafi ætti spaða 9 og lét þessvegna gosann. Þetta var einmitt það sem sagnhafi var að fiska eftir, hann drap með kóngi og varð harla glaður þegar spaða 9 féll i frá vestri. Næst tók sagnhafi 3 slagi á tromp og lét út spaða og þannig varð spaða 8 góð. Sagnhafi gaf þannig 2 slagi á lauf og einn á spaða og vann spilið. Ekki dugar fyrir sagnhafa að trompa fjórða spaðann. Austur lætur vafalaust út tromp þegar hann kemst inn á spaða, síðan trompar sagnhafi fjórða spaðann i borði (vestur kastar tígli), tekur tromp ás, en nú kemst hann ekki inn til að taka siðasta trompið af vestri og spilið tapast. Austur S. DG65 H. 52 T. DG95 L. KG2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.