Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Side 2
Um sérstöðu eyjanna, sem nefndar eru HjaMand í fornsögum og kröfu eyjarskeggja um sjálfsforræði. Rigning og vindgarri af sjónum, — vosklæddir sjómenn á leiö til skips. Þaö g»ti veriö á íslandi, en er í Lerwick á Shetlandseyjum. Breski blaðamaðurinn Ian Mather heimsótti Shetlands- eyjar á dögunum og gerir hér grein fyrir vaxandi áhuga eyjaskeggja á sjálfsforræði eyjunum til handa en málið er flókið og óvíst enn hver úrslitin verða. Það er mikið um að vera á Sum- burgh-flugvellinum á Shetlandseyjum (Hjaltlandi). Þar bíða flokkar manna í skærlitum hlífðarfatnaði eftir þyrluflugi og leigubílstjórar sitja í nýjum glæsileg- um Volvo-bílum og bíða þolinmóðir eftir farþegum. Landakort af Shetlandseyjum sýna sjaldnast hina réttu legu eyjanna. Venjulega eru þær sýndar í sérstökum ramma í einu horni Skotlandskorta. 1 rauninni eru eyjarnar á sömu breiddar- gráðu og Leningrad og suðuroddi Græn- lands. Þær eru 700 mílur norður af London og 300 mílur norður af Edinborg, og ýms teikn eru á lofti sem benda til þess að eyjaskeggjar telji sín málefni hvorki heyra undir ráðandi öfl í London eða Edinborg. Við nánari athugun verður skiljanlegt, hvers vegna þessi afstaða Shetlandseyja- búa sé að verða hálfgert feimnismál, bæði fyrir skozka þjóðernisflokkinn og bresku stjórnina. Skozki Þjóðernisflokkurinn er eðlilega þess fýsandi að eyjarnar teljist áfram partur af Skotlandi; og breska stjórnin er sama sinnis vegna þess að hún þarf stuðning skozka Þjóðernisflokksins í þessu máli. Ég tók mér far með Viscount-vél frá breska flugfélaginu. Þegar komið var yfir Orkneyjar tilkynnti flugmaðurinn að ekki yrði lengra haldið vegna illviðris. Flugfé- lagið á staðnum, Logan-air, taldi þó fært að fljúga alla leið til Shetlandseyja svo við héldum ferðinni áfram með lítilli vél. Hún flaug með hnykkjum og dífum 700 fet ofan við hvítfexta öldutoppana. Vindhraðinn á móti var svo mikill að flugmaðurinn varð hvað eftir annað að snúa nefi flugvélarinnar niður til að ná hraða. Við vorum því heldur betur með brauðfætur, þegar við lentum loks á Sumburn-flugvellinum. Þessi fjarlægð eyjanna frá Bretlandi gæti verið ærin ástæða til þess að eyjaskeggjar kysu að líta á sig sem sérstaka þjóð. En þarna býr meira undir og þar kemur til væntanleg olíuvinnsla úr Norðursjó við strendur Shetlandseyja. Þarna er um óhemju mikið olíumagn að ræða. Við norðurströnd stærstu eyjunnar liggja tvær gráar heldur mjóslegnar pípur úr sjónum upp á land. Að minnsta kosti virðast þær mjóar þegar þess er gætt, að um þær eiga að renna 1,4 milljón tunnur af olíu á dag úr borholunum sem þarna eru á hafsbotni um 100 mílur undan ströndinni. (Olíunotkunin í Bret- landi öllu er 1,8 milljón tunnur á dag). Áætlað er að olían fari að renna um þessar leiðslur í vor en mönnum telst svo til að % hlutar þeirrar olíu sem Bretar fái úr Norðursjó muni koma úr þessum borholum. Joe Grimmond, fulltrúi eyjaskeggja í breska þinginu sá sér leik á borði þegar verið var að ræða frumvarp um efnahags- ráðstafanir í þinginu. Hann lagði þá fram breytingartillögu þess efnis að Orkneyjar og Shetlandseyjar yrðu undanskildar samþykktinni ef meirihluti íbúa eyjanna greiddi atkvæði gegn frumvarpinu við þjóðaratkvæðagreiðsluna í haust. Síðan yrði sett á laggirnar nefnd sem kannaði hvernig tengslum eyjanna skyldi háttað við væntanlegt skozkt þing. En leikar fóru þannig að fulltrúar skozka Þjóðernisflokksins greiddu at- kvæði gegn breytingartillögunni. Sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.