Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Síða 10
Á bernskuslóðum Ursúlu: Flensborg, rétt við landamæri Danmerkur og Þýzkalands. varð bóndí / 1 Aðar dal Þess verður oft vart að íslendingum er mikil eftirsjá að þeim þjóðfélagsþegnum, sem yfirgefa landið og taka sér endanlega bólfestu meö öðrum þjóðum. Af nokkru þjóðarstolti er þó fyigst meö þessum brottflytjendum, einkum ef þeir sýna dugnað og manndóm í nýjum heimkynn- um. Á hinn bóginn er oftast minni gaumur gefinn að ávinningi fyrir okkar fámennu þjóð af innflytjendum frá öðrum þjóðum, sem hafa numið hér land og reynst hinir traustustu þjóðfélagsþegnar. Margir þeirra hafa fest hér rætur og heyja sína lífsbaráttu í landinu án þess aö sögur fari af. Þótt líf þessara nýju þorgara sé nú falliö í sama farveg og landsbúa almennt, geyma þeir minningar frá ættlandinu enn í fersku minni. Ein þeirra er Úrsúla Pétursdóttir húsfreyja og nú einnig bóndi á Tjörn í Aðaldal. Hún lýsir hér í stuttu máli æskuárum sínum í Þýskalandi á stríðsárunum og þeirri lífsreynslu, sem beið hennar á íslandi. Uppvaxtarár í Kiel 09 síðar í Flensborg Ursúla minntist áhyggjulausra bernsku- ára í Þýskalandi á áratugnum fyrir síöari heimsstyrjöld. Foreldrar hennar, Emmá og Peter Nissen bjuggu þá í Kiel. Úrsúla var elst fjögurra barna þeirra. Faðir íbúðarhúsiö á Tjörn. Rœtt viö Úrsulu Pétursdöttur, bönda ö Tjörn í Aöaldal sem fluttist tillslands í atvinnuleit eftir stríöiö, giftist bönda |fyrir noröan, missti hann, en heldur búskapnum öfram og er oröin rötgröin í Aðaldal. Eftir Þuriði J. Arnadöttur hennar var bakarameistari og bjó fjöl- skyldan við góð lífskjör. Ekkert raskaði hag heimilisins þar til hið örlagaríka ár, 1939 rann upp og kollvarpaði öryggi og framtíðarhorfum ungs fólks víða um heim. Faðir Úrsúlu var kvaddur í herinn rétt fyrir jól það ár. Tæpum tveimur árum síöar, í nóv. 1941 féll hann í Rússlandi. En þá skömmu áður haföi heimili fjölskyldunnar gjöreyðst í loftárás, Þeir sem eru svo lánsamir að hafa aðeins reynt forsmekkinn af loftárásum, geta vart nema að litlu leyti rennt grun í þá skelfingaratPurði: — Við bjuggum í fjölbýlishúsi í Kiel, segir Úrsúla. Eftir aö loftárásir hófust á borgina urðum við að hafast við í loftvarnarbirgi í rökum kjallara á hverri nóttu. Húsið brann þegar það varð fyrir fosfórsprengju. Þetta var hlaðiö múr- steinshús og allir gangar hrundu saman, en við komumst út um neyöarútgang. Loginn af fosfórsprengjunum var svo blóðrauður og neistaflugið svo skelfilegt, að ég hef aldrei getað losnaö við eldhræðsluna síðan, jafnvel sinubruni veldur mér vanlíðan. Móðir hennar stóð nú ein oy heimilis- laus með fjögur börn, Úrsúlu 11 ára, tvo yngri syni og dóttur 4ra ára: — Ég hef oft hugleitt það síðan, hvernig móður minni tókst að veita okkur gott heimili og glaða æsku, þrátt fyrir allt á þessum árum, segir Úrsúla. Um þaö leyti sem viö misstum heimili okkar í Kiel voru öll börn og konur flutt burt úr borginni vegna loftárása. Móðir mín fór þá með okkur til Flensborgar, en foreldrar mínir voru bæði ættuð þaðan úr nágrenninu. Næstu ár bjuggum við á bændabýli skammt frá borginni. Þar var stórt hús. Þannig var tilhagað, að bóndinn bjó í stórri íbúð á meðan hann haföi búiö á sínum vegum en flutti í aðra minni, þegar yngri bóndi og hans fjölskylda tóku við búinu. Með þessu skapaðist fjölmennt heimili og eldri og yngri fjölskylda gátu unnið að búskapnum og notið heimilisins lengur en ella. — Þetta umhverfi varö á margan hátt til að vega upp á móti öryggisleysi og umróti í lífi okkar systkinanna á þessu tímabili. Þaðan á ég margar glaðar bernskuminningar og ef til vill litríkari en þó við hefðum alltaf búið í borg. Ég gat fljótt tekið þátt í þeim störfum á búinu, sem voru viö barna hæfi, svo sem að reita arfa af línökrunum o.fl. Ég lærði að umgangast skepnur en þeim var ég óvön. Mér er t.d. minnisstætt hvað hrædd ég var viö stóran St. Bernharðshund á næsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.