Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1978, Side 15
Vr , hugskoti %Voody /llcn - Rœlt við Ursúlu Framhald af bls. 11. ef vel á að vera og kunna aö notfæra sér þær. Ég hafði aldrei lært að aka bíl fyrr en ég tók bílpróf 1972. Það var óhjákvæmilegt til þess að verða betur sjálfbjarga og frjáls ferða minna. Fer sjaldan út fyrir Aðaldalinn Úrsúla hefur ekki gert víðreist síöan hún settist aö á Tjörn. Eina feröareisu hefur hún gert til höfuðborgarinnar. Það var 1962 en þá fór hún með syni sína í heimsókn til móður sinnar í þýskalandi og dvaldi þar í tvo mánuði. Fyrir þrem árum kom svo móðir hennar að heimsækja þau á Tjörn. — Ég fór með hana og sýndi henni landið eins og við varð komið. En eftirminnilegast fannst henni aö sjá Grjótagjá við Mývatn. Bróðir minn hefur oft komiö til íslands og dvalist hér og kann mjög vel viö sig. Þegar ég fluttist til íslands fannst fjölskyldu minni ég vera farin á heimsenda. En nokkru síðar settist systir mín að í Höfðaborg í Suður-Afríku. Munurinn er sá aö hún getur valið 27 stafa símanúmer og hringt beint til móður okkar í Flensborg, en það get .ég ekki ennþá, segir Úrsúla. Hún segist ekki hafa í huga aö fara til Þýskalands á næstunni, enda yrði hún þá að taka kýrnar með sér. Kvíðir mest snjó- stormum og vetrarmyrkri í vetur var Úrsúla í fyrsta skipti ein á Tjörn. Eldri sonurinn var á Bændaskólan- um á Hvanneyri en hinn á Laugaskóla. — Ég finn mest fyrir einveru þegar norðanstormur geysar meö myrkri og snjókomu. En ég hef alltaf nóg að gera, bæði viö fjósverkin og hirðingu á mjólkinni en það er mun auöveldarásíðan viö fengum mjólkurtank og ekki þarf að setja dráttarvél í gang á hverjum morgni til að fara með mjólkina niður á veg. Svo hef ég heimilisstörfin og handavinnu inni við. Eg á góða nágranna hér í sveitinni. Ég er í kvenfélagi Nes-sóknar, veiöifélagi Laxár og Búnaöarfélagi Aðaldæla. Þar hef ég þó ekki sótt fundi eins og ég þyrfti og vildi gera. Þess má geta að Úrsúla er nú að kynna sér handbækur um blóma- og trjárækt og stefnir að því, að endurskipuleggja garðinn í kringum húsið á Tjörn. Er orðin rótföst í Aðaldalnum Þaö er eftirtektarvert aö Úrsúla talar íslensku svo, að til fordæmis mætti vera mörgum íslendingum. Á þaö ekki aöeins við um framburð en einnig oröaval og málbeitingu. Aðspurð segist hún eingöngu hafa lært íslensku af mæltu máli. — Ég kunni auðvitaö ekki stakt orð í íslensku þegar ég kom til íslands og hafði af því nokkrar áhyggjur. Þegar ég ræddi þaö við Niels Dungal, aö ég vildi sækja kennslutíma í málinu, sagöi hann að þab væri óþarfi, ég gæti lært að tala um leið og sonur þeirra hjóna, sem var á öðru ári þegar ég kom þangað. Annað heilræði viö tungumálanám haföi ég frá kennara mínum í menntaskóla, en hann sagði nemendum sínum aö þeir skyldu ekki reyna aö tala nýtt tungumál fyrr en þeir hefðu vanist hljómi málsins. Þessi heilræöi lét ég mér að kenningu verða eftir bestu getu, segir Úrsúla. Hún hefur nú dvalist um aldarfjóröung á íslandi og gerðist íslenskur ríkisborgari 1963. Að lokum: Hvernig er að líta yfir þessa liönu tíð, frá fyrstu kynnum hennar af landinu? — Fyrst þegar ég kom til íslands varö ég svo bergnumin af norðurljósunum aö ég horföi meira upp í loftið en niöur fyrir fæturna á mér. Sú hrifning hefur haldist, ég hef þau yfir mér hérna í Aöaldalnum. Ég gæti ekki slitiö mig upp héöan af íslandi, ég er orðin of rótföst til þess. Hér hafa liðið öll mín manndómsár; nei, ég gæti ekki fest rætur aftur í Þýskalandi. Það sem heillaði mig mest þegar ég kom hingaö í Aðaldalinn, var víðsýnið og hin ósnortna náttúra, fjöllin á þrjá vegu svo nálæg, næstum áþreifanleg. Þetta hef ég enn fyrir augum og gæti ekki og vildi ekki afsala mér því, þótt ég ætti tækifæri að velja upp á nýtt, segir Ursúla Pétursdóttir á Tjörn. Þörir Baldvinsson H El LBRIGÐISSKÝRSLAN FRÁ 1938 í tveimur Lesbókum Morgunblaðsins hefur birst grein eftir Pál Líndal lögmann um aldarfar ársins 1938. Síöari hluti greinarinnar byggist að mestu á skýrsl- um héraðslækna í Heilbrigðisskýrslum ársíns 1938. Mér finnst notkun þessara heimilda burfi nokkru nánari skýringa við en fram koma í grein Páls lögmanns, ef þessi aldarfarsmynd á ekki að valda misskiln- ingi hjá öllum þorra yngra fólks. Þótt tekið sé fram af greinarhöfundi og skýrslugeröarmönnum, aö lýsingar séu af einstökum tilfellum og ágöllum fremur en því almenna, orkar einhliða upptalning slíkra ágalla svo sterkt á hug lesandans, aö pær verða að einskonar svipmynd af heildarástandi. Séra Árni Þórarinsson, sá orðhagi maður, sagöi eitt sinn að mikil skelfing væri hægt aö Ijúga meö því að pegja. Með pví að telja aðeíns upp ágalla, en láta vera að telja upp pað, sem vel er gert, getur verkaö ákaflega villandi. Heilbrigðisskýrslur eru aðeins skýrslur með ákveðna og tak- markaða hluti og tilgangur peirra allt annar en að vera aldarfarsmynd, pótt rétt sé skýrt frá eins langt og pað nær. Ef við ætlum aö telja upp ágalla og takmarkanir liðins tíma til samanburðar viö okkar tíma, pyrftum við einnig aö hafa tiltækilega einhverja samantekt um hliðstæður í dag, sem og einnig að hafa í huga pann pekkingarlega og efnahags- lega aðstöðumun sem oft er til staöar milli tveggja tímabila. Árið 1938 er okkur miklu fjær heldur en pau ár, sem síðan erú iiöin. Þaö er nálægt pví að vera lokaár tímabils. Það tilheyrir „veröld sem var“, veröld sem leið undir lok með heimstyrjöldinni síðari. Til pess tíma bjó allur porri fólks í smábæjum, porpum og sveitum viö ótrúlega fátækt og tekju- skort og dró pví margt dám af pví ástandi. Þó má ekki gleyma pví, aö margt var vel gert af miklum myndar- skap og athyglisverðri snyrtimennsku, pótt við fátækt væri aö etja. Þessu mega nútímamenn ekki gleyma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.