Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Blaðsíða 7
stcindum til pennans líka og sömdu jafnvel heilar bækur. Varla var ár liöiö frá því, aö Pat Garrett skaut Billy the Kid í Fort Sumner, þegar út kom ævisaga Billys — eftir Garrett. Titillinn er álnarlangur, eins og tíökaðist á þeim árum. „Sönn ævisaga Billy the Kid, hins alræmda útlaga suövesturríkjanna, hvers fífldjarfleg verk uröu þess valdandi, aö öllum mönnum í öllu Nýja Mexíkó, Arizóna og Norö- urmexíkó stóö skelfing af nafni hans". í bókinni var Billy geröur aö skelfilegum voöamanni. Varö Garrett náttúrulega aö réttlæta þaö meö einhverjum hætti, aö hann skaut Billy. Garrett hafði reyndar ekki samið bókina sjálfur. Þegar í þá tíð var það orðið siöur, aö sögumenn fengju aðra til að rita eftir þeim og undir þeirra nafni. Annar sögufrægur maöur úr villta vestrinu reit sína ævisögu sjálfur. Þaö var Tom Horn. Hann reit bókina við heldur dapurlegar aðstæður: hann var aö bíöa lífláts. Bókinni var vel tekið. „Tom Hom var frábaer hæfileikamaður, hvar sem á er litið" sagði í Denver Post 19. desember 1903. Bar greinarhöfundur mikið lof á Horn fyrir sálarþrek og þolgæði. Lofið hefur vonandi komizt til skila, en það var búið að hengja Horn, þegar þetta var. Hafði hann beðið dauöans í ár, áður en dómnum var fullnægt. Tom Horn fór að heiman 14 ára gamall og vann fyrst viö járnbrautir, ók næst póstvögnum en gerðist síðan kúreki. Hann gekk síðar í herinn og varð þar túlkur og njósnari. Gat hann sér gott orö í mörgum viöureignum viö Apacheindíána. En hann undi ekki heiðarlegri vinnu til lengdar, og geröi hann þaö að ævistarfi sínu aö myröa menn fyrir hæfilega þóknun. Var hann hreykinn af starfa sínum og heyrðist einhvern tíma segja með miklu stolti: „Ég er morðingi og hórusonur". Horn hafði jafnan nóg aö gera. Vinnuveitendur hans voru aöallega auö- ugir fjárþændur í Wyoming. Þeir tóku ekki jafnhressilega til orða og Horn. Þeir nefndu hann viröulegra starfsheiti — umsjónarmann. En þaö var faguryröi um mann, sem „gætti ákveöinna hagsmuna með öllum tiltækum ráðum", í bága við lög og rétt. Var þaö starf Horns aö útrýma sauðaþjófum. Sauöaþjófa kölluöu land- eigendurnir yfirleitt alla smábændur, nýbyggja og sauðamenn, sem létu ekki undan síga fyrir hótunum. Flestir þessara . „sauðaþjófa" byggöu jaröir sínar í fullum rétti og fóru yfirleitt aö lögum; en þaö var nóg sök aö sitja sem fastast, er stórbændur vildu menn burt af einhverj- um ástæðum. Horn fékk 300—600 dollara fyrir hvern nýbyggja, sem hann drap. Og hann drap hvern, sem var, fyrir þóknun. Eitt fórnarlamb hans var 14 ára drengur, Willie Nikkell aö nafni. Og það morö varð Horn aö falli. Einhverju sinni gætti hann þess ekki, að lögreglustjóri var nærstaddur; fór hann þá aö segja frá því hróöugur mjög, er hann drap drenginn. „Nikkel litla skaut ég af 300 metra færi," sagöi hann. „Og um daginn" bætti hann viö, „fékk ég 2100 dollara fyrir að skjóta þrjá menn. Ég er sérfræðingur í manndrápum." Lögreglu- stjórinn, sem varð áheyrandi að þessu, handtók Horn þegar í staö. Horn var svo leiddur fyrir rétt. Honum var margsinnis boðið líf, ef hann vildi segja til vinnuveit- enda sinna. En hann þagði og var loks dæmdur til dauöa. Hann fékk rúman tíma til að búa sig undir annað líf, því aö hann beið aftökunnar í ár. En aldrei fékkst hann til aö koma upp um þá, sem réöu hann til mpröanna. Hann notaöi tímann, sem gafst, til aö rita endurminningar sínar. Hann var tekinn af lífi 20. nóvember áriö 1903. Þegar hann var leiddur upp á aftökupallinn sungu vinir hans tveir, Charles og Frank, sem hann haföi fengið endurminningar sínar til umsjónar, gaml- an söng járnbrautarmanna, er byrjaði svo: „Hafðu hendina á hemlunum og augun á Pat Garrett. Byrjaði röngum megin laganna en endaði réttum megin. Þaö var hann, sem skaut Billy the Kid. Billy the Kid varo aöeins 21 árs gamall. Þá hafði hann drepið 21 mann! teinunum". Horn lét aldrei hugfallast. Seinustu orð sín mælti hann viö bööulinn, Joseph Cahill: „Hertu þig nú og stattu í stykkinu, Joe!" Verður það aö teljast allhraustlega mælt. Blöð í vesturríkjunum létu mikið meö bófana, birtu oft langar frásagnir af hetjudáðum þeirra, svo aö nam mörgum síðum. Útlagarnir, fyrir sitt leyti, voru alltaf boönir og búnir að veita blaðamönnum viðtöl, er þeir máttu vera að. Fóru þessi viötöl sum fram viö hinar ískyggilegustu og ævintýralegustu aðstæður, jafnvel á flótta . á hestbaki eða frammi fyrir byssuhlaupum. Því voru bófarnir svo fúsir að veita blaðamönnum viðtöl og fréttir, að þeir græddu nokkuð á þessu sjálfir. Orðstír sumra heföi aldrei borizt út fyrir heima- hrepp þeirra, ef blööin hefðu ekki frægt þá. Saga Wilcl Bill Hickoks er gott dæmi um þetta. Hann varð fyrst frægur af blaöafrásögn. Hún birtist í Harper's Monthly Magazine í febrúar 1867. Fyrir- sögnin var „Wild Bill", en frásögnina ritaði George nokkur Nichols ofursti. í grein þessari var frá því sagt, er Wild Bill varði póststöðina í Rock Creek hópi grimmra ræningja undir forystu McCanles nokkurs. Varðist Bill af stakri hreysti, sneri svo vörn í sókn — og strádrap ræningjana. „Hann baröist eins og óður maður, grýtti bófunum um salinn þveran og endilangan, skaut og lagði og linnti ekki látum fyrr, en þeir voru allir dauðir," segir þar. James D. Horan segir um þessa sögu, aö hún sé „einhver almesti þvættingur í samanlögöum frásögnunum af villta vestrinu og alveg óskiljanlegt, að 60 ár skyldu líöa þar til sannleikurinn kom á daginn. En allan þann tíma trúöu menn þessari sögu eins og nýju neti." Það var ekki fyrr en áriö 1927, aö botninn datt úr þessari hetjusögu af Wild Bill. George W. Hansen ritaöi þá um hana í lítt þekkt tímarit, Nebraska History Magazine, og í meðförum hans breyttist húh nokkuö, að ekki sé meira sagt. McCanles sá, sem var forsprakki ræningj- anna í sögunni, var í raun og veru eigandi Rock Creek. Hafði hann leigt hús sitt póstþjónustunni og var sett þar upp póstvagnastöð. Nú var leigan fallin í gjalddaga og McCanles hugöist innheimta hana. í fylgd með honum voru tveir vinnumenn hans og tólf ára gamall sonur hans, sem sé „ræningjarnir". Allir voru þeir óvopnaðir. En Hickok, sem var staddur í vagnstööinni, sá þá álengdar og leizt þeir ískyggilegir. Hafði hann þá éngar vöflur á en skaut þá til bana, alla nema drenginn, sem komst undan. George W. Hansen kveöur skotgleöi Hickoks hafa stafaö af ólæknandi hræðslu. Kemst Hansen svo að oröi: „Óðara er hann grunaöi, að kynni aö slá í brýnu, dró hann upp byssuna og hleypti af. Hann var svo hræddur um þaö, aö eitthvað kæmi fyrir sig, og svo snöggur aö festa hönd á byssunni, aö hann skaut eitt sinn besta vin sinn í ógáti. Var Hickock fljótari að grípa til byssunnar en bera kennsl á hann. Svo mikil var hræöslan, að hún villti honum sýn." Og einhver samtíöarmaður Hickoks sagði seinna um hann, að hann hefði veriö „taugaveiklaöri en nokkur piparjúnka og gáö ævinlega undir rúmið sitt, ef einhver skyldi liggja þar í leyni." En þess konar sögur sáust aldrei í blööum meöan Wild Bill var á dögum. Hann '. var mikill auglýsingamaður og jafnframt góöur vinur blaöamanna. Virtu þeir hann margir mikils. Einn þeirra var Henry M. Stanley, sá sem frægur varð, er hann fór til Afríku og fann David Livingstone. Stanley vann á Weekly Missouri Democrat, er hann kynntist Hickok. „James Butler Hickok, sam alþýða manna kallar Wild Bill, er eitthvert albezta dæmið um þá menn, sem nú eru bráðum allir, en ýmist voru nefndir framverðir, veiðimenn, sporrekjendur eða fjallamenn", ritaöi Stanley í blað sitt árið 1867. Þessum lofsamlega vitnisburði fylgdi svo viötai við söguhetjuna og eru eftirfarandi orðaskipti þaðan: „Segið mér Bill, eöa hr. Hickok, hve marga haldið þér, að þér hafiö drepiö um dagana?" „Ég er fús að sverja þaö við heilaga ritningu," svaraði Bill, „að á öllum þessum árum hef ég örugglega drepið fleiri en hundraö manns." „Hvers vegna drápuö þér alla þessa menn? Drápuö þér þá aö tilefnislausu?" „Hjálpi mér allir heilagir! Ónei! Ég hef sko aldrei drepið mann að ástæöulausu!" Nokkrum árum síðar birtist röng frétt um Bill í blaði Stanleys. Hún var á þá leið, aö ekki alls fyrir löngu heföi Texasbúi nokkur handsamaö Wild Bill og skotiö hann. Hickkck las þetta í blaðinu. Hann ritaöi leiðréttingu, sem hann sendi ritstjóranum: „Springfield, 13. marz 1873. Til ritstjóra Missouri Democrat: í gær birtist í blaði yðar frétt um mig, sem ég vil hér með leiörétta. í fréttinni segir, að einhver maður frá Texas hafi tekiö mig til fanga og skotið. Ég ætla að taka þaö fram, að enginn Texasbúi hefur Billy the Kid umgekkst ekki útlaga og óþjóðalýó einan. Hann var líka í slagtogi meö heldri mönnum. Innan viö ár frá Því hann var myrtur kom út ævisaga hans. Nafniö á henni var stutt og laggott: „Sönn ævisaga Billy the Kid, hins alræmda útlaga suðvesturríkjanna, hvers fífldjarfleg verk uröu þess valdandi, aö öllum mönnum í öllu Nýja Mexíkó, Arizona og Noröurmerxíkó stóð skelfing af nafni hans." Wild Bill Hickok drap fleiri en 100 manns. Hann gleymdi sér einu sinni — og pá var hann drepinn sjálfur. Henry Stanley, sá sem fann Livíngstone. Stanley hafði hið mesta álit á Wíld Bill Hickok. tekið mig til fanga né mun nokkurn tíma taka mig til fanga. Ég bið yöur að birta þessa leiöréttingu mína í blaöinu. Með kveðju — yöar J.B. Hickok. P.S. Ég tek blaö yöar fram yfir öll önnur og hef lengi gert. J.B. Hickok, eöa „Wild Bill". Þaö gefur auga leið, aö Hickok heföi ekki orðið langlífur, ef hann heföi ekki jafnan veriö vel á verði. Enda var hann þaö lengst af. En þar kom þó, aö hann gleymdi sér — og þaö varð honum aö fjörtjóni. Þaö var árið 1876, skömmu eftir aö hann kvæntist „sirkusdrottningunni" Agnes Lake Thatcher. Bill var staddur í Deadwood City og var aö spila póker í húsi einu. Hann hafði jafnan fyrir siö aö snúa baki að vegg, er hann settist, en horfa viö dyrum og gluggum. í þetta sinn gætti hann þess ekki, og settist þannig, að hann sneri baki að opnum dyrum. Ungur maður, Jack McCall aö nafni, sem vildi vinna sér það til frægðar að drepa einhvern þekktan byssubófa, kom aö þar, sem Bill sat — og skaut hann umsvifa- laust í höfuðiö. En spilin, sem Bill haföi á hendi, er hann féll, eru siðan nefnd „dauðsmannshönd". Þau eru spaöaás, laufaás, tvær áttur og tígulgosi. Á legstein Hickoks var þetta letrað: „An hans var Custer bjargarlaus!" En þannig var, að einhvern tíma hafði Hickok verið njósnari Custers hershöfö- ingja, sem frægur er af viðureignum sínum viö indíána. Custer var svo framsýnn, að hann reit endurminningar sínar áður en hann lagði til atlögu við sameinaðan liðssafnað Sioux og Cheyenneindíána, sem felldu hann og strádrápu riddaralið hans til síðasta manns. En í endurminningUnum minnist Custer á Hickok, kveður hann afburða sporrekjanda og njósnara og heldur áfram: „Hickok var, jafnt á fæti sem og hestbaki, eitthvert allra mesta karlmenni og hreystimenni, sem ég hefi kynnzt um dagana"!... ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.