Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.08.1978, Side 9
Hvernig eru skrifstofur blóm- legra fyrirtækja í nýjum húsum, eöa hjá þeim, sem vilja fylgjast með tímanum og stuöla aö bættu umhverfi og þarmeö fegurra mannlífi? Munurinn frá í gamla daga er ærinn. Nokkur fyr- irtæki eru til fyrirmyndar aö þessu leyti, önnur hafa nýlega byggt og haldiö slaklega á mál- unum, — en víöa hjakkar því miður allt í sama, gamla farinu. Þetta orö er af erlendum uppruna — kontorland- skap, office landscape — og notað í gamansömum tón um útlit á skrifstofum. í skriffinnskuveldi nútímans veröur það hlutskipti æði margra aö eyöa bróöurparti ævinnar innan einhverra skrifstofuveggja á einum eöa fleiri stööum. Sumir hafa jafnvel eytt starfsævi sinni á einni og sömu skrifstofunni í grámyglulegu umhverfi, sem lyktar af gömlum pappír og ónógum þrifnaöi. Ýmsar kenningar hafa veriö uppi um þaö, hvernig bezt væri aö skipu- leggja skrifstofuhúsnæöi. Ýmist hallast menn aö því Sjá nœstu síðu A Við nýja byggingu Olíufélagsins h/f viö Suöurlandsbraut hefur veriö kostaö uppá höggmyndir utan dyra. Þær eru eftir Magnús Tómasson og gefa hugmynd um síðustu olíudrop- ana og ekki að ástæðulausu. Innan dyra er pó frekar fátt um fína drætti. Gangurinn á myndinni í miöju gæti eins verið úr nýju og pokkalega útlítandi fangelsi, en pannig er hætt viö aö útlitiö veröi, par sem lögö er áherzla á lokaöar skrifstofur. Á neðstu myndinni sitja tveir starfsmenn Olíufélagsins við störf í bjartri og fallegri skrifstofu, sem nýtur birtu frá tveimur hliðum. Flest skrifstofuherbergin eru ann- ars heldur dapurleg og hefði veriö auðvelt aö gera ögn betur. LAGIÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.