Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1978, Page 11
Við vinnu í sænska útvarpinu. Þátturinn „Tuttugu spurningar“ gekk í rúman áratug. sem prófarkalesari, og einnig átti hún aö skrifa smáklausur og litlar fréttir, aöallega um staðbundna atburöi: stórafmæli, brúö- kaup og jaröarfarir. Fyrir þessi störf átti hún aö fá sextíu krónur á mánuði. Dag einn var Astrid send til aö fylgjast með vígslu járnbrautarlínunnar milli Vimmer- by og Österbymo. Á staöinn voru mættir aöalritstjórar og þekktir blaðamenn allra landshlutablaöanna í Smálandi, og forstjóri járnbrautanna bauð þá velkomna, og veitti „herrunum" hádegisverö í stöðvarhúsinu. Hins vegar veitti enginn eina kvenlega pennanum í hópnum neina athygli. Hún beiö, svöng og óframfærin, fyrir utan í marga klukkutíma áður en loksins kom að vígslunní. Astrid varö kona ekki einsöm átján ára aö aldri. Þetta var 1926 og í smábænum sáu þúsund augu allt og þúsund eyru voru meira en fús að hlera hneyksliö. Og vissulega hafði hneykslið ekki síður áhrif á fjölskyldu Astridar en hana sjálfa. Svo hún ákvaö að fara til Stokkhólms og spjara sig upp á eigin spýtur. „Nú á tímum“, hefur hún sagt löngu síöar, „er enginn munur á aö eignast börn innan eða utan hjónabands. En á þeim tíma, þegar ég „varö fyrir óláninu“, skók það bæjarfélag- ið meira en orö fá lýst“. í Stokkhólmi komst Astrid í kynni viö hinn róttæka lögfræðing Evu Andén, en hún var fyrsti kvenlögfræöingurinn í Lögfræöinga- sambandi Svíþjóöar, og haföi getið sér gott orð fyrir störf sín og fórnfýsi í þágu illa settra kvenna, sem of oft voru meöhöndlaðar eins og skepnur fremur en manneskjur. Eva sá til þess aö Astrid komst til Kaupmannahafn- ar, en Ríkisspítalinn þar var þá elni spítalinn sem sinnti fæöingarhjálp án þess aö afhenda yfirvöldum upplýsingar um nafn eða aðstæð- ur viðkomandi. Eva útvegaöi Astrid líka húsnæöi hjá ágætri fjölskyldu, sem reyndist Astrid vel meðan á þessu stóð, og sú fjölskylda tók síöan barniö aö sér. En þessi atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á iíf Astrid Lindgren. Næstu árin vann hún sleitulaust aö því aö Ijúka námi sínu í hraöritun og vélritun, til þess aö geta tekið drenginn aftur til sín. Og eftir mismunandi störf hér og þar komst hún í kynni við þann mann sem hún giftist síðar meir, Sture Lindgren. En hvernig stóö á því að Astrid Lindgren fór aö skrifa eigin ritverk af alvöru? Vissulega haföi hún sett eitthvað smávegis á blaö af og til, en þaö hafði þó aldrei veriö ætlun hennar aö gera eitthvað alvarlegt á þessu sviði. Forsögu þessa má rekja allt aftur til ársins 1941, þegar dóttir hennar lá veik og baö móður sína, sem sat á rúmstokknum að segja söguna af Línu Langsokk. Móöir hennar brá viö hart og sagöi hverja fáránlegu söguna á fætur annarri um Línu. „Nafniö var svo furðulegt, að sagan hlaut aö verða eins“. „En tilviljunin ein réði því að ég fór að skrifa af alvöru", segir Astrid sjálf. „Það snjóaöi einn daginn, veturinn 1944, og ég rann á gangstéttinni og sneri mig illa og varð aö liggja í rúminu nokkra hríð. Til að fá tímann að líða ákvað ég að skrifa sögurnar um Línu á blað, og gefa dóttur minni í afmælisgjöf með vorinu“. Þetta gerði Astrid, og sendi jafnframt eintak af sögunni til Bonnier-bókaforlagsins í Stokkhóimi „í þeirri von, aö barnaverndar- nefndin verði ekki látin vita af þessu" eins og hún skrifaði á blað meö handritinu. Bonniers neitaði aö gefa bókina út, og Lína var sett til hliðar. Hins vegar fékk önnur bók, sem Astrid hafði þá skrifaö, önnur verölaun í verölaunasamkeppni um bestu stúlknabókina sem bókaforlagiö Rabén & Sjögren stóð fyrir. Ári síðar gaf Rabén & Sjögren út bókina um Línu Langsokk, sem varð metsölubók. Þess má geta til gamans, að á þessum tíma var Rabén & Sjögren nánast gjaldþrota, enda voru tímarnir ekki hagstæöir bókaútgefendum, svona rétt í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. En bókin um Línu Langsokk bjargaöi forlaginu úr þeirri kreppu sem þaö var statt í, og þaö er núna orðið eitt stærsta forlagiö í gervallri Svíþjóð. Flestum er trúlega kunnugt um þaö sem Wimmerby um aldamótin. á eftir kom. En ekki veröur svo skiliö við Astrid Lindgren og þá söguhetju hennar sem bar hróður hennar út um allan heim, Línu Langsokk, án þess að gera þeirra tíma umræöu um uppeldisfræöilegt gildi Línu nokkur skil. Viðbrögð gagnrýnenda við fyrstu bókinni voru nær eingöngu jákvæö, lesendur þóttust himin höndum hafa tekið og hvert upplagiö á fætur öðru seldist upp. Neikvæðu viðbrögðin létu hins vegar ekki á sér standa ári síöar, þegar önnur Línu-bókin birtist almenningi. Einkum urðu heitar umræður um bókina í blööum og tímaritum kennara og á lesendabréfasíðum dagblaöanna. Smám saman breyttist umræðan, snerist ekki eingöngu um Línu og uppátæki hennar, heldur kannski fyrst og fremst um svonefnt „valdboðunaruppeldi" gagnvart svonefndu „frjálsu uppeldi". Einkum barnaskólakennar- ar vildu haida fast á rétti sínum til að „aga“ börnin í skólunum, og það var ekki fyrr en 1958 að bann við svonefndri „ögun“ var lögbundiö. En umræöan um Línu og uppátæki hennar hófst með látum á grein eftir prófessorinn John Landquist, sem veittist harkalega bæði á verðlaunanefnd þá, sem veitt hafði bókinni verðlaun, og verðlaunabókina í grein sem hann nefndi „Lélegt og verðlaunað“. Þar fékk Astrid að vita að hún væri hæfileika- snauð og siölaus og aö Lína væri óeölilegt og sjúklegt barn: „Ekkert eðlilegt barn étur heila rjómatertu í einu kaffiboöi né heldur gengur það berfætt á strásykri. / — / En hvort veggja ber vott um geöveikislegt ímyndunarafl eða sjúklegt viðhorf". Lína Langsokkur og uppátæki hennar voru að mati prófessorsins „eitthvað óyndislegt, sem rífur í sálina". Rauði þráöurinn í flestum lesendabréf- anna, sem neikvæð töldust, var, aö Lína væri börnum slæm fyrirmynd. Á það bættist að máliö á bókunum var óvandaö, dólgslegt og aö bókin í heild sinni siöspillandi. Vitaskuld svöruðu róttækir foreldrar uppeldisfræöing- ar og sálfraeöingar mörgu sem kom fram í hinni neikvæöu gagnrýni. Astrid Lindgren skipti sér hins vegar lítið af deilum þessum, fremur en hún hefur endranær gert þá bækur hennar hafa verið til umræðu, utan einu sinni, þegar mátti lesa í grein í sænsku blaði, að „það væri orðið nokkuð þreytandi að heyra í sífellu klifaö á réttindum barna“, og „aö það væri ekki að furða þó börn yrðu erfið viðureignar út af þeim áróðri sem rekinn væri fyrir réttindum þeirra". Þá svaraöi Astrid Lindgren og setti á blaö sjónarmiö sín til barna og barnauppeldis, en þau sjónarmiö hafa æ síöan veriö ráöandi í ritverkum hennar. „Það er ekki auðvelt aö vera lítiö grey hér á jörðunni. Það er svo mikið af óþekktum og ógnvekjandi hlutum í heiminum og hið eina sem iitla greyið getur sett traust sitt á eru hinir fullorönu sem hafa þegar lifað svo lengi og vita svo mikið. Það ætti aö vera hlutverk þeirra að skapa heim tryggðar, hlýju og vingjarnleika handa greyinu. En gera þeir þaö? Allt of sjaldan, virðist mér. Þeir hafa trúlega ekki tíma til þess! Þeir eru svo óskaplega uppteknir við að ala litla greyiö upp. Þeir ala það svo ákaft upp frá morgni til kvölds, þeim er svo óskaplega í mun að það veröi strax eins og fullorðiö. Því það „að vera barn“ er víst eiginlega mjög Ijótt skapgeröareinkenni, sem verður að má burtu með ölium tiltækum ráðum. Skorti' börnin nú á tímum „mannvit", skuluö þér ekki varpa sökinni á frjálst uppeldi! Frjálst uppeldi útilokar ekki ákveöni. Það útilokar ekki heldur að barnið hlýöi foreldrum sínum og virði þá, og — það sem mestu skiptir — það felur í sér að foreldrarnir bera einnig virðingu fyrir börnum sínum. Ég vildi óska að fullorðnir hefðu meira af þeim eiginleika að bera viröingu fyrir barninu... Meðhöndlið þau á sama hátt og þiö eruð neydd til aö meðhöndla fullorðinn náunga ykkar. Veitið börnunum ást, meiri ást, og enn meiri ást, og þá kemur mannvitið af sjálfu sér.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.