Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 3
Á árinu 1976 kom út bókin Roots eða
Rætur, þar sem Bandaríkjamaðurinn
Alex Haley rekur ætt forfeðra sinna til
Mandinka þjóöflokksins í Gambíu eöa
nánar tiltekið til þorpsins Juffure á
norðurbakka Gambíafljótsins. Ári síðar
voru gerðir eftir bókinni sjónvarpsþætt-
ír, er slógu öll fyrri met um fjölda
áhorfenda í Bandaríkjunum og hafa nú
veriö sýndir víöa um heim. Er óhætt að
segja, aö þorpið Juffure, þar sem Kunta
Kinte óx úr grasi, hafi á skömmum tíma
hlotiö heimsfrægð.
Fyrir tilviljun heimsótti ég þetta þorp í
janúarbyrjun á sl. ári. Þá hafði ég ekki
lesiö bókina Roots og hafði því ekki
áhuga á Juffure umfram aöra staöi, er
ég heimsótti í Gambíu. Ég tók þátt í
tveggja daga siglingu á Gambíafljóti
ásamt 14 öörum ferðamönnum. Far-
kosturinn var ekki af lakari endanum;
90 tonna lystisnekkja, er verið hafði í
eigu forseta landsins þar til nýveriö, að
forsetinn haföi fengið sér stærri snekkju
og betri.
Eftir u.þ.b. tveggja tíma siglingu frá
Banjul er komið að James Island,
brælaeyjunni illræmdu, sem Bretar og
Frakkar'börðust um í meira en öld.
Hérna var safnað saman þrælum, sem
rænt var á svæðinu umhverfis Gambía-
fljótið, og þeir geymdir þar til flutninga-
skip komu og hirtu þá. Er taliö að
5—800 þrælar hafi gist eyjuna árlega á
tímabili. Þegar ofar er komið, tekur
fljótiö að mjókka, en er þó 2—3 km. á
breidd. Eftir klukkustundar siglingu í
viðbót, var gengið á land á fyrsta
viðkomustaðnum; Juffure.
Forseti landsins haföi skömmu áður
gert Juffure og umhverfi þess aö
þjóögaröi. Skal þorpiö varöveitt eins og
þaö er í dag. Tveir einkennisklæddir
verðir tóku á móti ferðamönnunum á
bryggju og vísuöu leiðina til þorpsins,
sem liggur spölkorn frá ánni. Á ár-
bakkanum eru gömul og hálfhrunin
verzlunarhús. Fjöldi manns vann þar viö
aö stafla upp sekkjum. Var þarna komin
hnetuuppskera síðasta árs.
í útjaöri þorpsins tók á móti okkur
viröulegur eldri maöur. Hann var svart-
klæddur og notaöi svarta regnhlíf sem
göngustaf. Heilsaöi hann komumönnum
öllum meö handabandi og baö þá fylgja
sér. í juffure búa nálægt 100 manns.
Fáir voru þar á ferli; aðallega konur og
börn og nokkrar geitur. Tjáði leiðsögu-
maöur okkur, að flestir þorpsbúar væru
viö störf fjarri þorpinu. Sýndi hann
okkur járnsmíöaverkstæði þorpsins og
trésmíðaverkstæði. Var þar aö sjá
ýmsa haganlega gerða muni. Síðan var
staðnæmst við strákofa, er leiösögu-
maður sagði, að væri heimili ættmóður
þorpsins. Því miöur var gamla konan úti
á akri aö starfa, en þeir sem vildu,
máttu skoða húsakynni hennar. í 5—6
fermetra „stofu“ stóö uppbúiö rúm með
litríkri ábreiðu, en engin önnur hús-
gögn. Á veggjum héngu myndir af Alex
Haley og „fjölskyldu" hans í Juffure, er
birzt höföu í Time, Stern og fleiri
heimsþekktum blöðum og tímaritum.
Ein slík mynd birtist í Mbl. nýveriö, en
þar situr gamla konan við vinstri. hlið
Alex Haley. Moldargólf var í kofanum,
en samt var þarna áberandi hreint og
snyrtilegt. Sama er að segja um þorpið í
heild. Hvergi var aö sjá rusl eöa
óhreinindi. Feröamennirnir voru hvorki
ónáðaðir af betlurum né skransölum,
meöan á þessari heimsókn stóð. Gamli
maöurinn fylgdi okkur síðan áleiöis til
skips, og í útjaöri þorpsins kvaddi hann
alla með handabandi og þakkaði fyrir
komuna. Þar meö var þessari heimsókn
lokið.
Áfram var haldið og komiö viö í
þorpum meðfram ánni og inni í frum-
skógi. Alls staöar voru móttökur
nokkuö á annan veg en í Juffure. Er
ferðamennirnir birtust, varð uppi fótur
og fit. Betlandi börn og karlar ög konur
bjóöandi allskyns varning til sölu
umkringdu ferðafólkið. Til að byrja með
finnst feröamanninum þetta skemmti-
legt, en heldur leiöigjarnt veröur það til
lengdar.
Ekki hefi ég að reiöum höndum
skýringu á viröulegum móttökum
Juffure-búa. E.t.v. voru þeir ennþá
óvanir komu ferðamanna, er okkur bar
að garði. Einnig er hugsanlegt, að meiri
reisn sé yfir Mandinka-þjóðflokknum en
öörum íbúum Gambíu.
Frásögnin af æskuárum Kunta Kinte
er bezt skrifaði hluti bókarinnar Roots.
Alex Haley heimsótti Gambíu margsinn-
is, áður en hann hóf að rita sögu
forfeöra sinna. Mun lýsing hans á lífinu í
þorpinu vera nokkuð sönn. Bók Haleys
og sjónvarpsþættirnir hafa gert milljón-
um fólks um allan heim Ijóst, aö íbúar
frumskóga Afríku hafa um aldaraöir átt
sérstæða menningu og siðvenjur.
James Island, — Þrælaeyjan í Gambíufljóti, þar sem enn standa leyfar af
virki. Sagan segir, aö Kunta Kinte hafi verið geymdur 0ar eftir aö hann var
tekinn fastur.
Núer
möl
aölinni
Þegar rætt er um kreppu, er vertju-
lega átt vid efnahagsástand. En krepp-
ur verða einnig í lífi einstaklinga, í
menningarlífi, stjórnmálum og jafnvel
einstökum listgreinum. Nú um stundir
er kreppa í menntakerfi okkar, pótt
peir sem að pví standa, geri sér paö
ekki allir Ijóst. Sú er pó kreppan
svörtust, sem sigið hefur yfir bygging-
arlistina eins og koldimmt 61 og er nú
mál aö linni.
Sú uppákoma telst pó engan veginn
bundin viö ísland. Uppdráttarsýkin,
sem einkennir byggingarlist vorra tíma
er alpjóölegur kvilli, enda hefur sá
byggingarmáti, sem nefndur er á
útlenzku Moderne Arkitektúr eöa
International Style, orðiö eins um
gervalla jörðina svo aö segja. Þessi
plága hefur lagzt mispungt á pjóöir, en
par sem nútíma arkitektúr kemst í
bland viö miöstýringu og ofskipulag, er
voöinn vís.
Uppúr aldamótunum síðustu pótti
ýmsum hugsjónamönnum, aö tími væri
kominn til að framkvæma hreingern-
ingu og útrýma skreytingum og hvers
kyns ornamenti, sem byggðist á hand-
verki og setti svo mjög svip sinn á
borgir. Þessi hreingerningastefna varö
aö trúaratriöi og eignaöist sína páfa
svo sem Walter Grophius, Le
Corbusier o.fl. Þýzki Bauhaus-skólinn
varö geysilega áhrifamikill og út gengu
ginnheilög slagorð, svo sem aö „hús er
vél til aö búa í“.
í anda pessarar ómanneskjulegu og
vélrænu stefnu, hefur veriö ungaö út
stórum og smáum byggingum, sem
eru álíka hrífandi og frystikistur og
fegurstu borgum heimsins — eins og
París til dæmis — hefur verið stórspillt
með pessum ófögnuöi. Einn af ske-
leggustu gagnrýnendum hins alpjóö-
lega og vélræna byggingarmáta heitir
Peter Blake og er Bandaríkjamaöur.
Hann segir svo:
„Stefnan er útbrunnin. Þetta skeiö er
pví sem næst á enda, en töluvert langt
í land aö næsta skeiö sé hatiö. Viö
lifum með öörum orðum á aölögunar-
tímabili; gerum okkur grein fyrir pví, aö
ekki er hægt aö halda áfram aö byggja
hús, sem líta út eins og pau hafi oröið
til í tölvu — og séu ætluö skordýrum."
Viö höfum fengiö steina fyrir brauö;
misst niöur glæsileikann, sem ein-
kenndi betri byggingar fyrri alda, en
sitjum uppi meö „danskan bílskúrs-
arkitektúr“ og annaö paöan af verra.
Þaö endurmat, sem nú örlar á, hefur
einkum orðið meðal bandarískra arki-
tekta og í Japan. Þar er ekki nándar
nærri önnur eins prúgandi alvara á
ferðinni; skreytingin hafin til vegs og
virðingar á nýjan leik, og viðurkennt að
augað parf sitt til að gleðjast yfir. Málið
snýst um pað að skapa lifandi, listrænt
og mannlegt umhverfi, sem stuðli aö
samskiptum fremur en félagslegri
einangrun. Alkunnugt er, aö blokkir
stuðla ekki aö samskiptum fólks og
mun sama reynsla af pví hér og
erlendis.
Viö höfum oröið sérlga illa úti í
pessari kreppu og getum ekki huggað
okkur við nokkurn skapaöan hlut,
nema pá helzt að til eru ennpá Ijótari
og ómanneskjulegri nýbyggingar í
sænskum borgum (Malmö til dæmis)
ellegar í Austur Þýzkalandi. Menn
spyrja hvaö valdi; eigum viö ekki
eitthvaö um 130 arkitekta, sem líta
töluvert stórt á sig svo ekki sé meira
sagt, — og par á ofan skara tæknifræö-
inga. Ef til vill skýrir pað ástandiö
eitthvað, að arkitektar teikna hér á
landi aöeins 10% allra íbúöarhúsa, sem
byggö eru á ári hverju. Von er að
einhver spyrji, hvaö blessaöir mennirn-
ir séu pá að dunda viö. Því er til aö
svara, að peir hafa raöaö sér á hinar
opinberu jötur og eru aö teikna fyrir
ríkiö og sveitarfélögin. Tæknifræöing-
um er látiö eftir aö teikna íbúöarhús
eins og pað sé einhvers konar annars-
flokks verkefni. Þessi dilkadráttur er
jafn óæskilegur og sá, að draga sem
flest barnafólk í dilk uppi í Breiðholti.
Skuldinni verður pó ekki allri skellt á
pá, sem skríta uppá teikningar og
teljast hötundar bygginganna. Oft er
með ofskipulagi búið að rígnegla allt í
slíkar skorður, að húsateiknarinn á
fárra kosta völ. Fossvogshverfið er
talandi dæmi um ofskipulag svo og
flest af hinum dapurlegu nýrrí hverfum
höfuðborgarinnar. Vandi íslenskrar
byggingaríistar er ekki bara sá, að fá
vel menntaöa hæfileikamenn til starfa,
— en einnig aö peir fái aö njóta sín
fyrir skipulags-kommisörum, sem mis-
skilja hlutverk sitt. Nú blasir viö, að
hvorki er hægt að halda áfram dilka-
dráttarstefnunni, né pví aö byggja svo
forkastanleg hús, aö pau veröa líklega
rifin eða sprengd með dínamiti ettir
svo sem aldarfjóröung.
Kannski parf pess pó ekki. Vera má,
aö pau verði pá hrunin af sjálfsdáöum,
vegna pess að á rannsókna og tækni-
öld erum viö loks komin á pað stig að
geta ekki búiö til sæmilega stein-
steypu fremur en aö leggja gaffalbita í
dósir. Alkalískemmdirnar vinna
kannski miskunnarverkiö meö tíman-
um svo við fáum malarhrúgur, par sem
byggt hefur veriö uppá síökastiö.
Þegar öllu er á botninn hvolft, sýnist
vandi íslenzkrar byggingarlistar ekki
einungis aö skapa eitthvað, sem veröi
auganu polanlegt, — heldur einnig aö
geta byggt hús, sem ekki molna niður
á fáeinum árum.
Og umfram allt: Aö hætta að lemja
hausnum viö steininn og viðurkenna
aö flöt pök halda ekki vatni til lang-
frama. Fyrír hönd peirra, sem undir
lekanum standa, vil ég segja að
pesskonar tilraunir ættu húsateiknarar
einungis aó fá að gera á eigin ábyrgð.
Gísli Sigurdsson.