Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 5
„Marga munu þeir leiða 1 villu” Hversvegna ánetjast fólk ofstækismönnum gúrúum og hjálpræðisseljendum? Sértrúarflokkurinn .Musteri fólksins" nevddur til sjálfsmorðs í Jonestown með því að drekka eitur. Maharishi Mahesh leiðtogi hreyfingar- innar, er 69 ára gamall Indverji, sem býr aö talsverðu leyti í Sviss. Innhverf íhugun (Transcendental Meditation) Önnur heiti: World Plan Executive Council („heimsáætlunarráðið"). Heims- stjórn aldar upplýsingarinnar, Alþjóðahá- skóli Mharashi. Alþjóðleg hugleiöinga- samtök. Markmið: Upplýsing mannkynsins meö innhverfri íhugun. Aðalstöðvar: Seelisberg, Sviss. Meðlimafjöldi: 2 milljónir. Séreinkenni: Samtökin hafa verið svift rétti sínum í Bandaríkjunum sem trúfélag til almennings heilla og þar með skatt- frelsi. Um þessar mundir fer fram opinber málflutningur í Diisseldorf, þar sem þess er krafizt, að fellt verði niður, að framlög til þessara samtaka séu frádráttarbær frá skatti. Innhverf íhugun er ekki trúarlegs eðlis en á Vesturlöndum fremur „seld" sem tækni til aö eyða streitu. Fjáröflun: Þátttökugjöld íhugunarnám- skeiða, en þau nema milli 400 og 9000 mörkum fyrir byrjendur. Sá sem fer öll þau þrep, sem boðiö er upp á, getur orðið að greiða allt aö 90.000 mörkum. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Sviss eru árstekjur í Evrópu um 80 raillj. marka. Eignir: Þrjú hótel í Sviss. Skrifstofu- bygging, Schledehausen. Prentsmiðja í Rheinfeldan. Samtökin hafa til umr’áöa yfir 200 eigin og leigöar „háskóla- og rannsóknarstofnanir.“ Abhay Sharan De leiðtogi trúflokksins, er liðlega áttræður Indverji. Hare' Krishna Annað heiti: Alþjóölegt félag fyrir Krishna-meðvitund (ISLCON). Markmið: Tilbeiðsla guðsins Krishna. Einvöröungu jurtafæða. Aðalstöövar: Mayapur, Indlandi. Meðlimafjöldi: 5000, þar af tæplega 100 í V.-Þýzkalandi. Fjáröflun: Sala bæklinga og platna. Betl. Aðeins á tímabilinu frá maí til nóvember 1974 safnaði Þýzkalandsdeild- in, sem 240 manns voru þá í, 2.4 milljónum marka á þennan hátt, aö því er sagt var til sveltandi barna í Indlandi. Eignir: Musteri eða hof í Indlandi. Búgarður í nágrenni Parísar, á austur- strönd Bandaríkjanna og við London, þar sem líffræöilega óaðfinnanlegt grænmeti er ræktað. Þjálfunarstöð í London. Þýzka vikuritið „Stern“ hóf í desember s.l. aö birta greinaflokk um hina fjölmörgu sértrúarsöfnuöi vorra daga og tilefniö var fjölda- sjálfsmoröin í Guyana. Lesbókin birtir hér eina greinina ásamt yfirliti yfir sex slíka söfnuði, eins og „Stern“ leggur það fram. Upphafí greinarflokksins fylgja nokkrar heimspekilegar vangaveltur, svo sem von er, og skal hér drepið á nokkrar þeirra. Þaö er ekki svo langt síðan æska Þýzkalands fylkti liði undir haka- krossfána Hitlers og söng og öskraöi í leiðslu, hrifningu og æsingi: „Viö marsérum fyrir Hitler í myrkri og nauö, undir fána æskunnar fyrir frelsi og brauö. Fyrir okkur fáni okkar blaktir, fáni okkar er hinn nýi tími. Og fáni okkar leiðir okkur inn í eilífðina. Já, fáninn er dauðanum fremri.“ „En pau ungmenni, sem lifðu af rangnarök Hitlers, læknuðust að sínu leyti. Fyrir þeim var eitt víst: Aldrei skyldi falsspámönnum framar takast að afvegaleiöa æsku þessa lands, aldrei skyldu rottuveiðarar ná aö misnota trúgirni og meinleysi æsku- fólks. En þaö er annað uppi á teningn- um. Þeir eru að vísu fáir meðal ungs fólks í Þýzkalandi núna, sem marséra fyrir Hitler. En þúsundir beygja sig í duftið fyrir nýjum spámönnum, Messíösum, og yfirgefa föður og móður, skóla og atvinnu til aö fylgja þeim. Fyrir mörgum er meira að segja söfnuðurinn og leiötogi hans meira virði en lífið sjálft. Það sýnir ekki aðeins hinn óskiljanlegi atburður í David Berg, leiðtogi trúflokksins er 59 ára gamall predikarí frá Kaliforníu. Jonestown, fjöldasjálfsmorð 900 manna. Það sýnir sig mitt á meðal vor í Mið-Evrópu: Tvær ungar konur, meðlimir Aananda-Marga-safnaöar- ís, brenndu sig til bana fyrir framan kirkjur í Berlín og Genf. Með því vildu þær stuðla að afturhvarfi mannkyns, sem er á leiö til glötunar í heimi efnishyggju og vígbúnaðar, bjarga sálum þess. Hvernig má slíkt ske? Hvernig er þetta hægt? Hvað merkir þetta? Af hverju þessi löngun til sjálfsuppgjaf- ar, til fórnar og endurlausnar meðal barna velmegunar, velferðar og lífs- þæginda? Hvaðan kemur þessi trúarþorsti á tímum fullra maga og tómra kirkna? Af hverju stafar þetta hungur í dulspeki og spádómstöfra á þessari vísinda- og tækniöld? Félagsfræðingum og sálfræöing- um er ekki svars vant. Þetta er allt hinu og þessu að kenna. Þeir benda á, aö meirihluti ungmennanna í söfnuðunum komi frá spilltum og splundruðum fjölskyldum. í söfnuð- inum leiti þau þess öryggís, sem þau vanti, og þau telji sig finna í gúrúan- um leiðtoga safnaöarins, þær mannlegu fyrirmyndir, sem foreldrar þeírra, kennarar eða poppstjörnur megna ekki að sýna þeim. En margir hinna frelsuðu eða trúuðu koma frá fyrirmyndarheimilum, þar sem þeim er sýnd frekar of mikil umhyggja en of lítil. Þetta er ungt fólk, sem „standa allar dyr opnar“. En höfuðsökinni er þó jafnan komið á „iðnaðarsamfélagið“, undir- hyggju þess og fláttaskap, efnis- hyggju þess og miskunnarlausa samkeppni, umhverfismengun þess og svo framvegis. Við höfum ríka Börn Guös Annað heiti: Fjölskylda ástarinnar. Markmið: Undirbúningur undir heims- endi. Áhrif á afstöðu meðlima gagnvart foreldrum sem máttarstólpum hins fyrirlit- lega þjóðfélagskerfis. Aðalstöðvar: Montreal, Kanada. Meðlimafjöldi: 70.000. Séreinkenni: Safnaðarleiötoginn, Dav- id Berg, var ákærður af opinberum saksóknara í Bandaríkjunum fyrir fjárkúg- un, nauðgun og flekun unglinga. Leiötogi tilfinningu til gagnrýni, en við ættum að leitast við að vera nákvæmari og hreinskilnari. Skáldiö William Burrough sagöi fyrir átta árum: „Æskan vill finna þaö, aö hennar sé þörf, að á henni sé byggt, að hún hafi miklu og göfugu hlutverki að gegna. Hitler gaf hinni þýzku æsku þessa tilfinningu, og hún fylgdi honum til andskotans. Mao gaf æskunni þessa tilfinningu, og þess vegna dýrkaði hún Mao. En þessa tilfinningu höfum við engan vegið látið henni í té.“ Hárrétt. En við, fyrrverandi Hitiers- æska og Hitlershermenn, hvorki gátum né vildum fylla börn okkar þessari kennd, því að við höfðum reynt, til hvaða hryllings miklar og blindar ástríður geta leitt. Við vorum oröin ónæmir fyrir hverri trú, hverri hugmyndafræöi, hverri allsherjar hrifningu — nema ef til vill í sam- bandi við sigur í landsleik í knatt- spyrnu. Efasemd okkar náði til alls, og vissa okkar takmarkaðist við hiö áþreifanlega og sýnilega — við hina efnislegu framleíðslu. Gagnvart börnum okkar leiddum við því hjá okkur hinar eiginlegu spurningar um tilgang lífsins í þeirri veiku von, að ef til vill myndu þær spurningar reynast óþarfar, þegar fólk byggi við frið og velmegun. Þess vegna er unga kynslóðin ofalin á orðagjálfri og fánýtum hlutum, en vannærð í trúarlegum efnum. Þannig gat hún fengið allt hjá okkur nema innri sannfæringu aðra en þá, að óbifanleg sannfæring endi með ósköpum. safnaöarins fer huldu höföi og breytir stööugt um dvalarstað. Hann sendir fylgismönnum sínum boöskap sinn með svonefndum MO-bréfum. Fjáröflun: Götusala á bæklingum, betl, vændi. Á einum mánuöi er áætlað, aö Guðsbörnin hafi aflaö 600.000 dollara víös vegar um heim. Féð rennur að mestu leyti inn á tölusetta bankareikninga í Sviss til frjálsrar ráöstöfunar Davíös Berg. Eignir: Jarðeign nálægt Flórens. Diskó- tek í Berlín, Róm og öörum borgum Evrópu. Einkaeign Davíös Berg er talin nema um 20 milljónum þýzkra marka. Sjá nánar um David Berg og Guösbörnin á bls. 7. Sjá næstu opnu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.