Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu mfíÆ SKffr á£LT VAFA m'a,l íflfK- HlT. JrÁv- »vR Xs- yw- Tfl CL V £> X A T Á R F A N A J; C tf U M Á A ? F 'D L K \ £> 7 Ö lTo»U X L r r o f> Mf !L 'n L i O# 'fZS 5 A K A a A l A ir ▼ UR A F L "Sí' yituR T A K Hirfl L> y L KV' e ih» £ M r 1 D ■i'F. F R o VC A R E s s KV- 1 VAr (_- Af? N A ú £> A £> FLK- ÍKFf, K A n A N pá7«v> UK £ FKflM C'F/VI a KlEKI' IÐ K '> s FUUL- /f-IN K L A K A AuPlÐ Á R 'A s í N 7 L A R DK K L A F 1 L r'f) rvtif. N £ s l Hi-ur i L Æ K 1 ’# F/Cri ífNO- /N4 1 L Dv'ffí 1 s> LAVÞS K A L r l u L B K Skíw i'flLH 1 A f> i^ R Uá R 'l K T ee % H«f ir IHHr S X* e ; M u R K E N> u R —* H e i M Ufíwu Ihcaí-í IíCÍT l f> A N Sr0c h A F l'i f- FÆRI IA A d. 1 o m r* >tA* 1* DV*M £> Á N %V- U>L> 5 A T A N S UR. s K u N r> f\ R A á. A L E a. T veii- LU ’A T s rfL X R í m .V/C'l 1 / v FL- MKlm- UR Kl/tjO- 1 £> UKCc- flR ■FR'km- ■ efni K(?o?P oRf&K- /N) v b$\i- U ',F' Whl FLOKVC- \}£ R-K- F/€í?i£) ZX/NÍ YC 7 KL'iM- 1 R. 11 v—' 3 "H- F TóÁþ- R Ní PTÁR'NS X „X ÓIKuM MÓLÍ- llEgVIDri MA Usl- LEiS- Ulí SKl\LP Siafí 'A L P4S7 ’ A J> ' l?(=Xfí UM fccú AR Kikjd- U R C/6.1 J I R R£) Fm- LA «. f*AT- | KR- opP- A R í RoB Uh>DríM- tEkm - 1 N C. Mv> - SÁTt SK'el- / N ■ ELDUK V£SÆ L yipT MHFNi £ 77rr VR s\<- í NA Kfl - O R.Q KoM - U 4£ ú i Ikl- ■ AKfl RÓTAR Tfi UC PR'/VCVC- uR FHUfl- EFSM HRVCDXfl j/LFRfi L eto- írÆÐ i ' Vo ^ 9 FÆ<?| Sl C.L- lURfi- LE ' Ð FÉi-Aá. HGöSS 1 N6. VERK- FElRl KhRL- VlLÍ- UC,T Mfluic- IflflT- Deilur um fornritaútgáfu LEIÐRÉTTING í LESBÓK 10. þ.m. bls. 14 hefur fallið niður tilvitnun í grein Ragnars Ásgeirs- sonar á þessa leið: „Hinn ágæti og mikilvirki rithöfundur H.K. Laxness, hefir tekið mjög einarðlega afstöðu til stjórnmála. Því verkar nafn hans á pólitíska andstæðinga hans, sem sumir hafa fengið slæmar og djúpar rispur eftir penna H. K. L., — eins og „veifað sé rauðri dulu framaní naut“. Og er það fréttist að hann sé að vinna að starfi sínu við Laxdælu, er farið að reyna að telja landsfólki trú um að nú sé H. K. L. að „umskrifa" Laxdælu, „þýða Laxdælu á kiljönsku", og þar fram eftir götunum. Andlegar pestir eða veikindi eru smit- andi, eins og líkamleg, og hysteri — svonefnd móðursýki — er bráðsmitandi. Kom svo langt að H. K. L. var heitið tugthúsvist, fyrir að þýða Laxdælu, í blaði íslensku bændastéttarinnar“. Ræðukafli eftir Bjarna Bjarnason á bls. 14 á að koma á bls. 5 á eftir orðunum: Menntamálanefnd hafði athugað málið nánar. - Sðlrœnir þœttir Framhaid af bls. 13 of mikil, hvað með áhugamál, listræn áhrif, tónlist, lestur, leikhús, útvarp og sjónvarp, hvers konar menningarefni hefur viðkomandi mesta ánægju af, hvað líkar ekki, og svo mætti lengi telja? Hvaö með fjölskyldulífið, hvernig eru samskipt- in viö maka, fjölskyldu, foreldra, börn, vini og hvað með vinnuna veldur hún ánægju eða álagi, hvernig eru samskipti við vinnufélaga? Hvað með félagsstörf, trúar- iíf, þjóömálaáhuga, lífsskoðanir? Hvernig er hlutfall fjölmiölaneyslu og skapandi starfsemi; er viðkomandi ein- staklingur undir streitu vegna álags frá fjölmiölum, sem hann eða hún ekki hefur tök á að vinna úr. Finnst viðkomandi þjóöfélagið þrúga sig, er hann eða hún í andstöðu viö hvert stefnir, hverja mögu- leika hefur viökomandi til þess að fylgja eftir sannfæringu sinni? Er persónuleiki viðkomandi í samræmi við ráðandi þjóðfélagsgerð, eöa upplifir hann eða hún sig sem utanaðkomandi aðila í þjóðfélaginu, hefur hann eða hún gert tilraunir til þjóöfélagslegrar virkni og með hvaöa árangri? Hvaða líkur eru á félagslegri þátttöku og þjóðfélagslegu starfi hjá viökomandi í framtíðinni? Til þess að fá greinargóð svör við jafn margþættum og persónulegum spurning- um er nauösynlegt að ætla sér góöan tíma, á bilinu 2—4 klukkutímar, eftir tengslum greinanda og viökomandi tján- ingarhæfni. Til þess að einfalda og gera slíkt greiningarviðtal hagkvæmara, hafa ýmsir aöilar fariö út á þá braut aö gera spurningalista um einstaka efnisþætti slíks viðtals. Úr þeim eru síðan unnar mikilvægustu upplýsingar. Ekkert vélrænt kerfi getur hins vegar komið í staö hins persónulega sambands og mannlegra samskipta, þannig aö lágmarkstími slíks greiningarviötals er að mati undirritaðs 2 klukkutímar, sem vitaskuld má dreifa á fleiri og styttri viðtöl. Skemmri viðtöl en Vá tími eru hins vegar ekki viturleg, þar eð tíma tekur að ná persónulegum tengslum í hvert skipti. - Guðsbörnin Framhald af bls. 7 Þá skírskota þau gjarna til hinna háu siðgæöishugmynda hins unga fólksins, ævintýralöngunar og andófshugarfars. Jafnframt bjóða þau væntanlegum með- limi að taka viö hinum æösta í staö alls annars: Jesú, sem elski þau og sem þau ætli að berjast fyrir sem byltingarmenn gegn öliu illu í þessum heimi. En byltingarmaöur geti sá einn oröiö, sem „áfneiti öllu“ og byrji algjörlega nýtt líf. Inge Mamay, 24 ára, frá Köln vildi það líka. En hún hafði ekki fyrr verið tekin inn í eina „nýlenduna“ en allt varð skyndilega öðruvísi en lofað hafði verið. Inge Mamay segir í viðtali við Stern: „Fyrstu átta dagana mátti ég yfirleitt ekki yfirgefa nýlenduna. Ég gat hvorki farið ein á salerni eöa í bað, alltaf var stúlka hjá mér, sem hvíldarlaust sagöi við mig: „Jesús elskar þig,“ og ég myndi verða mjög hamingjusöm, ef ég bara hlýddi lögum safnaðarins. Ég mátti ekki lengur sofa ein. Ég varð alltaf aö vera aö lesa boðorö spámanns okkar, Davíðs, og læra biblíu- tilvitnanir utan að — unz ég var orðin örmagna. Ef ég svo dottaði, var ég vakin upp eftir stuttan tíma til að halda áfram aö lesa. Ég var fullvissuö um þaö, að allt gerðist þetta aöeins fyrir Jesú. Þaö var regiulegur heilaþvottur.1' Oftast nægja aðeins nokkrar vikur til þess aö nýr meðlimur verði orðinn viljalaus manneskja, sem aðeins gerir þaö, sem yfirmaður nýlendunnar segir. Því aö nýliðinn er nær algerlega slitinn frá umheiminum. Símsamtöl eru óheimil án leyfis hirðis- ins. Hoeft segir: „Hvert samtal er tekið upp á segulband. Bréf eru ritskoöuö. Og ég hafði ekki einu sinni peninga lengur til aö kaupa mér dagblaö. Ég mátti líka aðeins sjá það í sjónvarpinu, sem hirðirinn stillti inn á. Ég vissi brátt ekki lengur, hvaö væri að gerast í heirrtinum. Fyrir mér var aðeins til hópurinn í nýlendunni og Jesús, Jesús, Jesús.“ Það er nákvæmlega þetta ástand, sem Davíð Móses vill koma öllum þeim í, sem gefa sig honum á vald. í leynilegu umburðarbréfi hefur hann gefið nýlendu- hirðum sínum fyrirmæli: „Þeir (nýliöarnir) veröa að gefa okkur allt, svo að þeir hafi ekkert að snúa sér aftur til.“ Og þeir láta allt af hendi. Hinir geðugu meölimir afhenda hvern eyri, sem þeir samkvæmt fyrirmælum í MO-brefum betla á götum úti og fyrir utan stórverzlanir. Þeim er sagt að segja: „Ég bið um skerf til kristilegs hjálparstarfs ungs fólks.“ Hver meðlimur veröur að uppfylla daglegar kröfur. Þær nema yfirleitt 50 DM (ca. 10.000 ísl. kr.). Ef ekki hefur tekizt aö betla þá upphæð fyrir kvöldið, verður „Guðsbarnið" aö fara aftur út á götuna. Hiröirinn tekur við peningunum daglega og sendir þá jafnharðan áfram samkvæmt þaulhugsuöu kerfi, sem gerir opinberum eftirlitsmönnum sem og öðrum erfitt að rekja slóðina. Tölva upplýsir, hvar hver meölimur er En Guðsbörnin hafa einnig fundiö upp aörar aðferðir til að dyljast og fela sig, til dæmis fyrir örvæntingarfullum foreldrum, sem vilja sækja börn sín og oft með valdi. Safnaðarmeölimirnir fá við inngöngu biblíunöfn svo sem Esekiel, Rakel eða Jónas. Aðeins hirðirinn veit um hin „borgaralegu nöfn“ þeirra. Samkvæmt úthugsuöu kerfi eru Guðsbörnin flutt á milli nýlendna eigi sjaldnar en á fjögurra mánaöa fresti. Þáð getur verið frá Oldenburg til Bremen, en einnig til Istanbul eða London. Þeirra eigin tölva í París sér fyrir því, að forstöðumenn safnaðarins vita nákvæmlega, hvar hver meölimur er staddur á hverjum tíma. Það er því ekki aö undra, þótt hinn opinberi ákærandi í Dusseldorf hafi ekki náð umtalsveröum árangri í rannsóknum sínum þrátt fyrir þúsunda blaösíöna málsgögn. Norbert Blazy, 1. ákærandi segir: „Vandamáliö er, að þaö er varla hægt að ná taki á söfnuðinum frá sjónarmiði refsiréttar. Guðsbörnin eru leyfilegur og skráöur félagsskapur í Köln. Og meðlimirnir eru allir fullveöja og geta því gert við peninga sína, það sem þeir vilja. Meöan við getum ekki sannað, aö þeir hafi afhent söfnuðinum eigur sínar vegna þvingunar eða kúgunar, myndi hugsanleg ákæra veröa okkur til háðung- ar.“ 6. desember 1977 voru gerðar hús- rannsóknir samtímis í 21 „nýlendu" safnaöarins í Þýzkalandi. Lögreglan lagöi hald á gögn varðandi fjármál, en þau voru þannig úr garði gerð, að endurskoöendur gátu trauðla botnaö í þeim. Hin auknu afskipti hins opinbera af þessum málum og athygli sú, sem blöðin hafa vakið á söfnuöinum — en upphafiö var grein í STERN í júlí 1977 — og síðan bann við söfnunum „Guðsbarnanna" um nær allt Vestur-Þýzkaland hafði þau áhrif, aö Davíö Moses breytti stofnun sinni eða skipulagi starfseminnar á róttækan hátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.