Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 6
k uKm Gúrúar og hjálpræðisseljendur nútímans „Marga munu þeir leiða í villu” En Það var of lítið. Og inn í þaö tómarúm sækja nú nýir trúboöar til að uppfylla vaxandi pörf og prá eftir fastri vissu (pótt fölsk sé). Fyrst hinir hugmyndafræðilegu postular með loforðum, sem minna á trúarbrögö, um að útrýma allri eymd á jöröu hér með byltingu: „Tortímið pví, sem vill tortíma ykkurl“ Síðan koma gúrúar og spámenn með fyrirheit um pað, að pótt pjóöfélaginu veröi ekki breytt í bráð, Þá skuli lífi einstaklingsins umbylt Þeim mun gjörsamlegar und- ir kjörorðinu: „Breyttu Því, sem Þú getur breytt — sjálfum Þérl“ En engu að síöur er Þetta iönaðar- Þjóðfélag ekki hið fyrsta, sem segir hinum innri manni of lítið, ekki hið fyrsta, sem sér á eftir börnum sínum elta hina kynlegustu dýrlinga, ekki hið fyrsta, sem Þessi orð biblíunnar eiga viö: „Þú segir: — Ég er ríkur og hef allsnægtir og Þarfnast einskisl Og veizt ekki, að Þú ert aumur og vesall, snauður, blindur og nakinn.“ Af sögunni má ráða, aö á umbrota- tímum hafi jafnan sprottiö upp sér- trúarsöfnuðir og leynireglur, er grundvöllur trúarsannfæringar tók að bresta. Þannig var Það einnig í ríki Gyðinga í hinni fornu Palestínu undir prestastjórn, aö róttæk and- staða myndaðist með sértrúarflokk- um gegn hinu sljóa og værukæra kerfi kirkjunnar. Einn Þessara sér- trúarflokka, Essear, hafði veruleg áhrif á ungan mann, sem gæddur var náðargáfu og átti eftir aö verða fengsælasti sáinaveiöari allra tíma undir nafninu Jesús Kristur. Hann varð fyrstur til aö boða hina algeru kröfu, sem leiðtogar sértrúar- safnaöa í dag gera einnig til fylgis- manna sinna: „Ef Þú vilt vera algjör, Þá far, sel eigur Þínar og gef fátækum... og kom síðan og fylg mér... Og hver, sem yfirgefiö hefur heimili eða bræöur eða systur eða föður eða móður eða börn eða akra sakir nafns míns, mun fá hundraðfalt og erfa eilíft líf... “ En vissulega er einn grundvallarmunurinn á hinum upprunalega frelsara og fals- spámönnum vorra daga, að Jesús lét andvirði hinna seldu eigna renna til fátækra, en hinir auðgast blygöunar- laust á lærisveinum sínum. En Jesús sá Það einnig fyrir, að fordæmi sitt sem frelsara gæti haft illar afleiðingar. Því aö á Olíufjallínu sagði hann: „Gætiö Þess, aö enginn leiði yður í villu, Því að margir munu koma í mínu nafni og segja: — Ég er Kristur, og marga munu Þeir leiöa í villu...“ Sv. Ásg. tók saman úr „Stern“. Aðkoman í Jonestown, Þar sem lík 400 manns úr „Musteri fólksins“ lágu eftir eiturmorðið. Til vinstri: Safnaðarleiðtoginn Jim Jones, sem taldi sig Messías og dó fyrir sósíalismann. Að neðan: Stofnaður hefur 'verið Þýzkur Hare Krishna-söfnuður — í Þeim trúflokki raka menn á sér höfuðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.