Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 9
 Að þessu sinni kynni ég þrjár nafnkenndar finnskar listakonur: Forsíðan er öll lögð undir myndir af miklu minnismerki um tónsmiðinn Jean Sibelius og er eftir hina fjölhæfu Eila Hiltunen, f. 1922. Minnismerki þetta er mjög stórt og vekur óskipta athygli, þar sem það er staðsett í Sibelíusargarðinum við Mechelingötu. Það er mikill og magnaður tónrænn hrynjandi í pípunum, dulúðugir og sterkir drættir í andliti Sibeliusar. Flestir hljóta að verða fyrir miklum áhrifum, er þeir sjá það, ganga í kringum það og skoða frá ólíkum sjónarhornum — fara undir pípurnar og horfa í gegnum þær upp til himna. Minnismerkið stendur á lágu klettabelti og fellur mjög vel inn í umhverfið — svo vel, að manni verður ósjálfrátt á að hugleiða, hve mikilvægt atriði það er, að myndir njóti sín, þar sem þær eru staðsettar. Hér er Sibelius vissulega á réttum stað — í fjölskrúðugu umhverfi þeirrar náttúru, sem hann sótti til hið ríka tónasvið, er einkennir verk hans. Ég þekkti nánast ekkert til listakonunnar Ellen Thesleff, 1869—1954, fyrr en ég sá myndir hennar á söfnum í Helsingfors á liðnu hausti og hreifst af málverkum hennar — einkum tæknilegu öryggi og hrífandi innileika í litameðferð. Thesleff tók út þroska sinn á síðustu öld, svo sem mynd hennar lengst til vinstri, sem er frá árinu 1892, ber ljóst vitni um. Seinna þróaði hún stíl sinn til litræns, fágaðs og umbúðalauss expressjónisma, jafnframt því sem hún málaði gíæsilegar mannamyndir (portrett), eins og meðfylgj- andi myndir bera með sér. í þeim myndum kemur glöggt fram hinn tæknilegi glæsileiki og tjáningarfulli innileiki, sem lífið í gegn var aðall mynda hennar. Sennilega er Helena Schjerfbeck, 1862—1946 þekktust þessara listakvenna, enda mun hafa gustað mikið af henni, meðan hún lifði Lærimeistara valdi hún ekki af verri endanum, en meðal þeirra voru Parísarlistamennirnir Géromin, Bastien Lepage og Puvis de Chavannes. Myndir hennar eru málaðar með miklum léttleika, leikni og fágætum tilþrifum og bera ríkri skapgerð vitni. Myndir Helenu Schjerfbeck hér á síðunum í neðri röð gefa nokkra hugmynd um stíl hennar og ólgandi listamannsblóð. n Thesleff myndirnar í riiðinni að ofan - ina Sehjerfbeck myndirnar í röðinni að neðan Hiltunen forsíðu —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.