Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 12
Sérhannað fyrir múgæsingar: Aðalstöðvar nasistaflokksins í NUrnberg og ræðupallur fyrir miðju. OG S-JÁLFSDÝRKUN Eitt af verkefnum Álberts Speer, arkitekts Hitlers, var að teikna Þjóðarhöll, sem skyldi vera 17 sinnum stærri en Péturskirkjan Komin er út frá hendi Alberts Speer myndabók, par sem birtar eru teikningar og drög aö byggingum fyrir Hitler í samræmi við hugsýnir hans. Enn dvelst hugur Speers við pessar stórbrotnu fyrirætlanir. Þeir gerðu áætlanir fyrir eilíföina, ætluöu að byggja minnismerki, til dæmis „heimshöfuðborg“, að turn- byggingum hefði aðeins verið hægt aö jafna við babel eða pýramídana í Egyptalandi. Byggingameistarann dreymdi stóra drauma um árleg hátíðarhöld og hersýningar til að gæða lífi minnismerkin úr steíni, tákn valds og tignar. Arkitekt hans teiknaði fyrir hann byggingar, „sem myndu líkjast til dæmis hinum rómversku fyrir- myndum, pegar pær væru líka orðn- ar rústir eftir hundruð eöa púsundir ára“. Flestar pessar fyrirætlanir komust ekki lengra en á pappírinn, og innan tíu ára létu hinir hugumstóru byggingarmeistarar eftir sig mestu rústir veraldarsögunnar — Adolf Hitler og vígbúnaðarráðherra hans og leiksviðsteiknari, Albert Speer. Þessu stytzta og fjarstæðukennd- asta tímabili pýzkrar byggingarsögu hefur nú Propyláen forlagið helgað myndabók í stóru broti: „Albert Speer, Byggingarlist, verk frá árun- um 1933—1942“. Þrír gagnrýnendur á sviði myndlistar og húsgerðar segja álit sitt á verkum Speers í textum peim, sem fylgja myndunum. í formála að bókinni viðurkennir hinn fyrrverandi húsameistari nazista, að ekki einu sinni 20 ára íhugun í Spandaufangelsinu hafi megnaö að telja honum hughvarf. „Ég get ekki slitið mig frá pessu.“ Birting pessara gagna er honum léttir. Þaö er hreint og beint átakan- legt: „Sjötugur lítur hann með undrun og óttablöndnu stolti á eld- móð hins afvegaleidda prítuga manns.“ Albert Speer var 28 ára gamall og hafði pá verið flokksmaður í tvö ár, pegar hann setti fyrstu sýningu nazista á svið. Við hátíðahöldin á Tempelhof vellinum 1. maí 1933 beitti hann Ijóskösturum þannig, að „foringinn birtist umvafinn skærri birtu“ og svo virtist, svo aö vitnað sé til oröa franska sendiherrans, André Francois-Poncet, sem hann „stæði í ævíntýraskipi yfir öldum mannfjöld- ans“. Á flokkspinginu í NUrnberg 1937, pegar vígbúnaöurinn var hafinn af kappi, lét Speer 130 Ijóskastara mynda átta kílómetra háa „Ijós- kirkju“, sem brezki sendiherrann, Sir Neville Henderson, lýsti sem „dóm- kirkju úr ís“. „Mín fegursta formsköpun,“ sagði Albert Speer 40 árum síðar. Milli pessara „upplýsinga" jókst frami húsameistarans svo mjög, að hann varð einn helzti vildarmaður foringjans. Fyrst varð hann „stjórn- andi listrænnar skipulagningar úti- funda „og síðan“ yfirhúsameistari höfuðborgar ríkisins“. í eftirmála segir Friedrick. Koch, prófessor í listsögu við háskólann í Darmstadt, að Speer hafi „algerlega tekizt að fella drög stórbygginga- meistarans Adolfs Hitlers inn í áætlanir sínar“ og veriö fyrstur til að „Ijá hugmyndum hans hæfilegan búning“. Eftir á viðurkennir Speer hið ómannúðlega við hinar ógnvekjandi byggingar sínar: „Hver einstakiingur varð að lúta.“ Þess vegna var svæðið, þar sem flokksþingiö fór Gangur í ríkiskannselíinu í Berlín. Það þótti hafa tilhlíðilega auðmýkjandi áhrif á gesti, að vera leiddir eftir slíkum göngum, þegar þeir þurftu að hitta framámenn þriðja ríkisins. Þannig var hún hugsuð Þjóðarhöllin í Berlín, sem átti að verða mesta byggingarverk veraldar og 17 sinnum stærri en Péturskirkjan í Róm. Jafnvel var hugsað fyrir því aö rústirnar af henni yrðu fagrar eftir svo sem þúsund ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.