Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 7
David Berg Guðsbarna- leiðtogi í hópi fagurra kvenna úr trúflokknum, en leiðtoginn lætur pær m.a. stunda vændi til að afla flokknum tekna. GUÐSBÖRNIN — The Children of God — elska og deyja fyrir yfirboðarann Rudolf Ribbert hafði komiö sér vel fyrir í hægindastól í setustofu heimilis síns nálægt Dusseldorf. Hinn 49 ára gamli trésmíöameistari ætlaöi aö horfa á sjónvarpsfréttir. Fyrsta fréttin var um fjöldasjálfsmorðin í Guyana. Hann varö agndofa og greip andann á lofti, þegar hinar fyrstu hryllilegu myndir birtust á skerminum. Síöan spratt hann á fætur og hljóp inn í eldhús til konu sinnar. Hann sagöi henni óðamála, hvaö hann heföi séð. Síöan sagöi hann: „Guö minn góöur, þetta gæti líka gerzt í Þýzkalandi, þetta gætu Guðsbörnin gert.“ Rudolf Ribbert veit, um hvaö hvaö hann er aö tala. Hann hefur sennilega meir en nokkur annar í Þýzkalandi rannsakað starfsemi sértrúarflokksins „Guðsbörnin", þekkir skipulag hans og er vel kunnugt um þá heilaþvottaraöferö, sem beitt er viö unga Þjóðverja til aö gera þá aö viljalausum verkfærum. Þaö liggja persónulegar ástæöur aö baki þessum áhuga Ribberts. Fyrir þremur árum hvarf dóttir hans, Barbara, sem þá var 18 ára. Hún tók út úr banka allt sparifé sitt og fór til Guðsbarnanna eins og hundruð ungmenna á undan henni. Nær öll komu þau frá vel stæöum heimilum, framtíðarhorfur þeirra voru tryggar efnahagslega og þau virtust hafa veriö ánægö meö lífiö og ekki eiga viö nein sérstök vandamál aö stríða. En allt í einu voru þau horfin. Þegar þau síöan birtust aftur nokkrum vikum síöar heima hjá sér, höföu þau öll sömu sögu aö segja: Þau væru hin hamingjusömustu, því aö Jesús myndi elska þau. Frá því í júní 1976 hefur hinn opinberi ákærandi í Diisseldorf látiö fara fram rannsókn um landið allt á starfsemi sértrúarsafnaðarins. Fyrirspurnir hafa verið geröar á Sambandsþinginu. Og mannhvarfstilkynningar frá foreldrum, sem misst hafa syni sína og dætur í söfnuöinn, hafa fengið rannsóknarlögregl- unni ærinn starfa. í augum Ribberts er leiðtogi sértrúarsafnaöarins „glæpamaöur, sem skilyröislaust veröur aö stööva í iöju sinni, áöur en hann eyöileggur líf fleiri ungmenna.“ 70.000 hlýöa manni, sem Þau hafa aldrei séö Leiötoginn er frá Kaliforníu og heitir David Berg. Hann er stofnandi og spámaður „Guösbarnanna". Þegar áriö 1975 ákæröi aöalsaksóknari New York borgar, Louis Lefkowitz, David Berg, sem kallar sig „David Moses" eöa „Mo frænda“, fyrir „saurlífi meö ófullveöja unglingum, nauðgun og fjárkúgun". Síöan er David Moses á stöðugum flótta, en sást síðast á Teneriffe og í Portúgal. En engu aö síður tókst hinum skeggjaöa Ameríku- manni, sem hefur kallaö sig „staðgengil Jesú á jöröu“, aö gera söfnuö sinn aö blómlegu fyrirtæki, sem hefur aöaltekjur sínar af betli og saurlifnaöi. 70.000 ungmenni í 40 löndum heims hlýöa skilyrðislaust manni, sem þau hafa aldrei séö og munu heldur aldrei sjá. Hiö eina, sem þau þekkja í sambandi viö hann, eru rit hans, hin svonefndu MO-bréf. En þessar ritsmíöar, ruglings- legur samsetningur af biblíutilvitnunum, klámi og pólitík, nægja til þess aö koma Guðsbörnunum þegar eftir skamma dvöl í söfnuðinum í hvaöa veðri sem er út á göturnar, þangaö sem þau eru send til aö betla eöa hreint og beint aö bjóöa blíöu sína. Allt í Jesú nafni til ágóöa fyrir spámann þeirra. Áætluð velta á árinu 1976 í Vestur-Þýzkalandi er yfir 10 milljónir marka eöa hátt á annan milljarö ísl. króna. Áætlaöar eignir Davíös Móses eru um tvöföld sú upphæö. Hinir þýzku meðlimir safnaðarins búa í um 60 svokölluðum „nýlendum". Þaö eru íbúðir, þar sem allt aö tíu þeirra búa saman. „Nýlenduhiröir" en yfirmaður hvers hóps. Honum veröa meðlimirnir aö sýna algera hlýðni. Hann tekur allar ákvarðanir fyrir þá, tekur á móti öllu því, sem betlaö hefur veriö á degi hverjum og skiptir verkum á milli manna. Til þess aö vera meðlimur í söfnuöi Guösbarna veröa menn þegar aö yfirgefa vinnustaö eða námsstofnun og yfirfæra til safnaöarins allt sparifé sitt og aörar eigur se'm og væntanlegan arf. Samband viö foreldrahús og vini er stranglega bannaö fyrstu vikurnar. Sjúkratryggingargjöld og önnur iðgjöld eru ekki lengur innt af hendi, því að Guðsbörnin verða því aðeins veik, aö þaö sé vilji Jesú, aö því aö þeim er sagt. „Þegar ég velti þessu öllu fyrir mér, er mér Ijóst, aö maður þarf í rauninni aö vera vitskertur til þess aö geta gengið á vit Guösbarnanna." Þetta segir Peter Hoeft, 20 ára, en hann er nú sjúkraliöi á elliheimili, en var svo vitlaus. í meira en misseri bjó hann í „nýlend- um“ í Hannover, Bielefeld og Oldenburg. Peter Hoeft er meðal hinna fáu, sem hefur tekizt þaö af sjálfsdáöum að komast burt frá Guösbörnunum. Hann segir svo frá: „Ég var þá þegar illa á mig kominn, átti í deilum viö foreldra mína, vinnuveitendur og eiginlega viö vini mína líka. Þá var þaö sem ung stúlka gaf sig á tal viö mig á götu í Hannover. Hún sagöist tilheyra kristileg- um félagsskap og búa á vegum hans með ungu fólki. Þar væri mjög skemmtilegt, engin streita, enginn þrýstingur. Ég fór svo þangað nokkrum sinnum og líkaöi vel þar. Og síðan var ég tekinn inn í félagsskapinn.“ Á svona meinlausan hátt byrjar þaö alltaf, þegar Guösbörnin afla sér nýrra meðlima í söfnuöinn. Þau segja hinum væntanlegu meölimum meö glampa í augum frá því lífi, sem þau lifi og sé svo allt ööruvísi en áöur. Þau séu laus viö svo margt, sem íþyngi öörum, en fáist aðeins viö þaö að láta gott af sér lelöa. Framhald á bls 14. Leiótoginn er gjarnan í fylgd ungra stúlkna, en er illa viö myndavélar. Bæklingar trúflokksins (myndin til hægri) bera vott um raunveruleg óhugamál leiðtogans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.