Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 4
Brotnar eru borgirnar II. Árni Öla Meöal skólapilta í Skálholti giltu ýmsar venjur, sem ekki mátti af bregða. Ein venjan var sú, að á hverju vori mæltu þeir sér mót ákveöinn dag að hausti og á ákveðn- um staö, og skyldi svo þaðan riðið í einni fylkingu heim á staðinn í Skálholti. Á leiöinni heim var stað- næmst á þremur ákveðnum stöðum og æpt heróp. Það kölluöu þeir „signum". Seinast æptu þeir heróp þar sem heimreiðin aö staðnum byrjaði, og svo hlóðu þeir á þeim stað mikla og vandaða vörðu fer- strenda, og kölluðu hana Skóla- vörðu. Bæði var nú, að hún var vel hlaðin og aö henni var vel haldið við fram á árið 1784, sem var seinasta ár Skálholtsskóla, enda má enn sjá þess merki, því að nokkur hluti þessarar Skólavöröu stendur enn. Bæarstjórn tók að sér viðhald vöröunnar árið eftir og lofaði að halda við götuslóðanum þangaö, þó þannig að hver húseigandi legði fram til þess eitt dagsverk vor og haust. Ekki tókst nú viðhald vörðunnar betur en svo, aö timburgrindin fúnaði utan af henni og hrundi hún einn fagran sólskinsdag sumarið 1858 og var orðin aö grjóthrúgu fáum árum seinna. En svo var það vorið 1868, að Árni Thorsteinsson bæarfógeti réði Sverri Runólfsson steinsmiö til þess að gera þarna nýa vörðu, steinlenda hinum miklu veglegri. Skyldi þetta vera útsýnisturn. Afhenti hann vörð- una opinberlega 21. október og baö bæarfulltrúa „að taka að sér Skóla- vörðuna sem eign bæarins, upp mestan hluta byggingarkostnaöar- ins, því að bæarbúar voru tregir til aö taka á sig það sem þeir kölluðu óþarfa gjöld. En öllum þótti þó vænt um Skólavörðuna þegar hún var komin í þennan búning. Hún sómdi sér mjög vel þarna á holtinu, snjóhvít og sýndist jafnvel hærri en hún var. Hún blasti fyrst við sjónum allra, sem til bæjarins komu, hvort sem komið var á landi eða sjó. Og hún var svo að segja eina bæarprýðin, enda voru þá engin hús nærri, er skyggt gæti á hana. Og nú breytti holtið um nafn, það var ekki lengur kallaö Arnar- hólsholt, heldur Skólavöröuholt. Bæarstjórn hafði aldrei ætlað sér aö gera veg - yfir holtið á þessum staö. En nú var hún í rauninni neydd til þess og varö Skólavöröustígurinn Þegar skólinn fluttist í Hólavallarskóla í Reykjavík 1785, komu þangað 10 skólapiltar, er verið höfðu í Skálholti. Þeir fluttu þennan siö með sér hingað, aö hrópa þrisvar „signum" áður en riðið væri heim að skólahús- inu. Fyrsta “signum" var við Elliðaár, annaö á Öskjuhlíð og hið þriðja á Arnarhólsholti gegnt skólabyggingunni. Og þarna á Arnarhólsholtinu hlóöu þeir svo nýja Skóla- vörðu 1795 og var hún bæöi há og fönguleg. Blasti þar varðan við skólanum og skól- inn við vörðunni. Skólinn var fluttur til Bessastaða árið 1804 og eftir það var Skólavörðunni eng- inn sómi sýndur. Voru þá ekki skólapiltar að hressa hana við, og bæarmenn létu sig engu skifta hvað um hana yrði. Hrundi hún því smám saman og var svo komið árið 1834, að hún var orðin grjót- hrúga ein. Til voru þó þeir menn, sem tók sárt til Skólavörðunnar og fannst sem þessi minnisvarði um fyrsta skóla í Reykjavík ætti betra skilið. Meðal þeirra var Krieger stiftamt- maður, sem var hér 1829—1836. Það var því honum að þakka, að kaupmenn hér í bænum tóku hönd- um saman og létu hlaða Skóla- vöröuna upp aö nýju til heiöurs við stiftamtmann og köliuðu hana nú „Kriegers Minde“ og létu letra það nafn á hana. Varða þessi var stærri en hin fyrri, ferhyrndur steinstöpull, sem mjókk- aði upp, en var studdur trégrind að utan og í henni var trépallur með setubekkjum mót vestri. Jafnframt var þá ruddur gangstígur upp að vörðunni. Ekki fékkst almenningur til þess að kalla vörðuna Kriegers Minde, heldur var hún alltaf kölluð Skóla- varöa og stígurinn upp að henni Skólavöröustígur, eins og hann heitir enn. því hægt að njóta þaðan hins fagra útsýnis í allar áttir. Skólavarðan varð eftirlæti þeirra gesta, er heimsóttu Reykjavík, ekki sízt útlendra. Var og talið sjálfsagt að fara þangað með erlenda ferða- menn, svo að þeir gæti notið útsýn- isins. Skólavarðan var traustlega byggð, og hún hefði getað staðið um aldir. En byggðin þokaðist jafnt og þétt nær henni, svo aö hún naut sín ekki jafnvel og áður þegar fram í sótti. Þaö var þó algjör óþarfi aö brjóta hana niður, en það þrekvirki var unnið á fyrsta ári eftir aö vér heldum Alþingishátíöina, mestu minningahátíð, sem hér hefir fariö fram, en virðist hafa dugað lítt til þess að vernda gamlar minj- ar Reykjavíkur. Skólavarðan varð að þoka fyrir minnis- merki Leifs heppna — eöa því var boriö við. Nú hefði hún verið 111 ára gömul, ef hún heföi mátt halda sér, en | 190 ár eru liöin skólapiltar hlóðu þarna fyrstu vörðuna. Einu sinni var talað um aö reisa „háborg íslenzkrar menningar" á Skóla- vörðuholtinu, en óvíst að menn hafi gert sér grein fyrir því hvernig sú háborg skyldi vera. Þess vegna mun hugm- yndin hafa lognast út af. Samt er nú aö rísa þarna háborg andlegrar menningar þar sem Hallgrímskirkja er, stærsta musteri hér á landi. SKÖLAVARÐAN byggða honum til prýðis og bæar- búum til skemmtunar". Varðan var ferhyrnd og hver hliö aö utan um 9 álnir aö lengd. Að innanmáli var hún nokkuö á 5. alin á hvern veg. Tvö loft voru í henni og á efra loftinu dálítið skýli, en svalir meö handriði allt um kring. Alls var hún 15 álna há, meö handriðinu, en á vesturhliö voru bogadregnar dyr með góðri hurð fyrir. Það lenti á bæarfógeta aö greiöa þá um leið upphaf að Hafnarfjarð- arveginum. Og þá sagði í Þjóöólfi: „Má nú segja aö hvort vegsami annað, þessi hinn nýi mikilfengi og breiöi upphækkaöi vegur Skólavörð- una og hún aftur veginn!" Nokkru eftir að bæarstjórn eign- aöist Skólavörðuna lét hún hækka hana. Var sú hækkun gerö úr timbri og toppþak yfir. En á öllum hliðum voru hlerar, sem opna mátti, og var Og nú gnæfir turn hennar yfir borgina, líkt og Skólavarðan áður, en þó tíu sinnum hærri heldur en Skólavarðan var. Þetta er hinn nýi útsýnisturn borgarinnar og munurinn á honum og Skólavöröunni er talandi tákn þeirrar breyting- ar sem orðið hefir á högum Reykja- víkur seinasta aldarskeið. „Hún blasti fyrst við sjónum allra, sem til bæjarins komu, hvort sem komið var á landi eða sjó. 0g hún var svo að segja eina bæjarprýðin, enda voru þá engin hús nærri, er skyggt gætu á hana. Og nú breytti holtið um nafn, það var ekki lengur kallað Arnar- hólsholt, heldur Skólavörðuholtið”. Fyrir framan kirkjuna stendur líkn- eskja Leifs heppna, sem er vinargjöf frá Bandaríkjunum á þúsund ára afmæli Alþingis. En þar vantar enn tjörnina, sem á að spegla mynd sægarpsins, er „stendur í stafni og stýrir knerri dýrum" út á oþekkt haf. Listamaðurinn, sem myndina skóp taldi aö listaverkiö væri ekki fullkom- iö fyrr en þessi ímynd hafs væri gerö, svo aö myndin gæti speglast þar. Sumum gramdist í upphafi að Skólavarðan skyldi veröa að þoka fyrir myndinni, og þetta væri alls eigi sá staöur, sem myndinni hæfði. En nú hafa forlögin ráðið því, aö allt er breytt. Á þessum stað, fyrir framan veglegasta guðshús í Reykjavík, er myndin orðin táknræn minning þess, að það var Leifur heppni sem kristnaöi íslenzku byggðina í Grænl- andi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.