Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Page 5
HIMINN í GLASINU NOCTURNE Ég vil fara þangað sem engin rigning er. Frá því að ég var barn hef ég óskað þess. í sömu andrá fæðist kannski regnbogi yfir tamarindatrjánum fyrir þá sem eiga aðeins heima í nóttinni fyrir hendur þeirra, augu þeirra. Melih Cevdet Andy ATVINNULAUS UÓÐ FRÁ TYRKLANDI Jóhann Hjálmarsson þýddi — Síðari hluti BRAUÐID OG STJORNURNAR Brauöið liggur á hnjám mér, stjörnurnar eru í órafjarska. Ég ét brauðið meðan ég viröi fyrir mér stjörnurnar, en ég er svo heillaður af þeim að öðru hverju sting ég þeim upp í mig í staðinn fyrir brauðið. Oktay Rifat UR LJODUM UM HAMINGJUNA Hún bað mig aö syngja söng og ég söng fyrir hana sönginn um eymdina Hún bað mig að syngja um stolt og heiður og ég söng fyrir hana sönginn um eymdina Hún bað mig að syngja um hamingjuna og ég söng fyrir hana fegursta sönainn um eymdina Oktay Rifat GRAFSKRIFT Uppáhaldsskemmtun hans var aö rölta um garöinn á kvöldin. Hann unni skáldunum Orhan Veli og Melih Cevdet og það tré sem átti hug hans var öspin. Hann unni einnig stjörnuhimninum og svaf best í rúminu sem móðir hans hafði búiö um. Nú liggur hann hér. Oktay Rifat TRED TALAR Hann kenndi það örlögunum , aö vera hrakinn atvinnulaus út á götuna án náöar, án viröingar í þrjú ár. Hundraðþúsund munna dreymir um brauö. Af hungri át hann á sér hnefann. Aöeins vindurinn var miskunnsamur, var sá eini sem snart hann. án þess að gera sér mannamun færöi hann honum svala. Það veitti huggun en ekkert brauð. Af hungri át hann varir sínar. Myrkrið skalf í blóði hans. ' Enginn tók eftir honum á götunni. Hvorki stjörnur né Guð. Af hungri át hann andardrátt sinn. Fazil Húsnú Daglarca EILÍFUR SKILNINGUR Nóttin er hinum blinda guösgjöf Fazil Húsnú Daglarca VESALINGS ETEM Vesalings Etem! í fyrravetur þjáðist hann alltof mikið. Hann hafðist við í göröunum. Á berklahælinu líður honum betur. Melih Cevdet Andy Ég er tré og þekking mín nær skammt Ég tala aðeins þegar vindurinn blæs Og vegna þess að ég er fótalaus Kvelst ég aldrei af heimþrá Lauf mitt hefur samlagast árstíóunum Og rætur mínar eru sömu ættar og moldin Ég óttast ekki dauðann eins og þiö fólkið Því að djúpt niðri í myrkri jöröinni Kann ég þá list að veröa aftur tré Oktay Rifat GLASID Hér eru seldir fiskréttir. Veörið er mjólkurblátt og kyrrt. Veitingamaður, hvaöa staður er þetta? Ský á diskinum og himinn í glasinu. Oktay Rifat BLÓMIN í BÓKINNI Þú hefur skilið mig eftir hjá öllum þessum minningum sem ást mín gaf þér meö heimi sínum úr ilmi og á þessari stundu í dagrenningu er ég haldinn sorg vegna blómanna sem urðu eftir í bókinni. Fazil Húsnú Daglarca ALVEG EINS OG HENDUR OKKAR Dýrin hugsa fagrar hugsanir af því aö þau tala ekki alveg eins og hendur okkar. Áöur en maður byrjar aö lesa veröur að vökva blómin. Melih Cevdet Andy LYGI Ég er skáld fögru daganna, hamingjan býr í brjósti mér. Ég tala við stúlkur um heimanmund þeirra, viö fanga um sakaruppgjöf. Ég segi þeim börnum góðar fréttir sem áttu feöur sem féllu í stríðinu. En allt er þetta raun því að það er raun aö Ijúga. Melih Cevdet Andy

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.