Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Side 6
Imbakassinn tekur breytingum eins og annað. — Gervihnettir og myndsegulbönd eru til dæmis meðal þess, sem gera hinum almenna sjónvarpsáhorfanda kleift í sí- fellt ríkari mæli að ráða sjálfur hvað hann horfir á — og hvenær hann gerir það. NNAR Þetta eru Bandaríkin og ártalið er 1985, sjónvarp8áhor(endahópurinn er ósköp venjulegur og pekktist áður undir nafninu „heimili". Þegar CBS-stöðin hefur lokiö útsendingu kvöldfréttanna og hverfur af 84 pumlunga skjánum, stillir faðirinn á næstu Þrásendingarstöö og fær sér aftur sæti, til að horfa á „Okindina 4“. Enginn hefur neitt við Það að athuga, Því hver og einn í hópnum hefur pegar valið sér sína eigin stöð til að horfa á. í einkaherbergi sínu hefur mamma sett í gang myndsegulbandiö sitt og horfiö á Spápuóperuna, sem hún missti af í síðustu viku. Eftir pað horfir hún á mynd af síðustu ferð fjölskyldunnar í Disneyland, sem Þau tóku sjálf. Uppi á lofti hefur Sissy sett plötu á spilara, sem tengdur er skjánum hennar og par horfir hún á síöustu myndina, sem fékk verðlaun síðasta mánaðar hjá „Áglápendaklúbbnum“. Niðri í skálanum, er sonurinn orðinn leiður á tennis og skiptir yfir á fótbolta. Allt í einu kemur Þulurinn fram og spyr áhorfendur álits á vissum atriðum leiks- ins og framhaldinu. Meö Því að ýta á nokkra hnappa á smátæki gefur sonur- inn svar viö spurningunni. Svarið fer beint til tölvu stöövarinnar, og svo fer, að sonur litli hefur haft á réttu aö standa um gang leiksins. Að vera eigin sjónvarpsstjóri Nákvæmlega eins og það var árið 1979 hefur fjölskyldan sest niður og horft á sjónvarp kvöldsins. Þó er enginn lengur háður því, hvað stóru stöðvarnar þrjár (ABC, CBS og NBC) hafa fram að færa á skjáinn. Það er komin frelsisöld áhorfand- ans, sá tími, þegar sérhver bandaríkja- maður hefur við höndina tæki til að verða, í bókstaflegri merkingu, sinn eigin sjón- varpsstjóri. Nú þarf enginn aö spyrja lengur „Er nokkuð sérstakt í sjónvarpinu í kvöld?“ Spurningin er nú þessi: „Hvað eigum við að sýna í sjónvarpinu í kvöld?“ Og möguleikarnir verða ótal margir. Að minnsta kosti eru þetta lýsingar á framtíð- inni, sem nýlega hafa komið fram hjá þeim, sem bjartsýnastir eru á framvindu mála í þessum efnum. Efasemdamenn á hinn bóginn benda á, að slíkar hillingar voru líka á lofti í sambandi við þrívíddar- kvikmyndir og sjónvarpssímann fyrir nokkrum árum, en lítið hefur skeð í þeim málum eins og allir vita. Þeir eru á sama hátt efins í, að þessir spádómar rætist svona fljótt á þann áhrifamikla hátt, sem ofangreind lýsing vildi vera láta. Þó svo að mest af þessum sérstæða tæknibúnaði hafi þegar verið framleiddur, sjá allir fram á ótal Ijón á veginum, s.s. gífurlegan kostnað, erfiða markaðsöflun og útbreiðslu og ekki sízt: með hvaöa sýningarefni á að mata óskapnaðinn. Eitt eru þó ailir sérfróðir sjónvarps- menn sammála um: þegar sjónvarps- tæknin er komin í hendur næstu kynslóð- ar, munu gífurlegar breytingar og framfar- ir hafa átt sér stað. í framtíðinni veröur sjónvarpsmyndinni varpað á vegg, eða öllu heldur á sérstakan skerm, sem gæti oröið miklu stærri en sá, sem hér sést og jafnvel náö yfir heilan vegg. Eins og iðnbylting 19. aldar Jafnvel svo fróður maöur sem Lionel Van Deerlen, formaöur í fjölmiðlanefnd Hvíta hússins, segir, að hinir nýju sýning- armöguleikar muni breyta, ekki aðeins sjónvarpsmálum, heldur einnig lífi Banda- ríkjamanna, á eins róttækan hátt og iðnbylting nítjándu aldar. Að nokkru leiti er þessi breyting komin nokkuð áleiðis. Nærri fimmta hvert sjónvarpsheimili fær nú beinar sendingar með þræði frá stöðvum, sem selja áskrift að slíkri þjónustu, en fyrir áratug síðan voru slíkar sendingar aðeins til eins af hverjum 25 heimila, sem höfðu sjónvarp. Nú er það um 1,6 milljón neytenda, sem mánaðar- iega moka út fé fyrir sérstakar þráðsend- ingar. Aðallega eru það frumsýndar Hollywoodkvikmyndir, sem þeir fá, en möguleikar til sendinga á hvers konar öðru efni eru ótæmandi. Flestar þessara stöðva eru lausar við auglýsingar. Stærsta átakið í þessa átt er nú gert í Columbus í Ohio. Þetta kerfi, sem nefnist Qube, gerir áhorfendum fært að tala til tækja sinna með sérstökum rafeindabún- aði og t.d. svara þannig spurningum um einstaka skemmtikrafta, stjórnmálamenn o.s.frv. Svipuð tilraun, en smærri í sniö- um, er einnig á ferðinni í Berks County! Pennsilvaniu, þar sem nemendur geta talað við kennara sína og eldri borgarar á elliheimilum geta haldið úppi samræðum við framámenn í bænum. Þó þetta tvíátta sjónvarpskerfi sé ennþá langt undan, er annað kerfi greini- lega komið endanlega á markaöinn: það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.