Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Qupperneq 15
hæfileikum sínum og kunnáttu nýja far- vegi hjá sjónvarpinu. „Viö munum eignast háskóla fyrir sjónvarpsfólk og nýir snlll- ingar munu koma fram á sjónvarsviðiö" segir Michael Shamberg, 34 ára sjálf- stæður sjónvarpsmyndaframleiöandi, „en hvaö þaö veröur, sem þessi nýja kynslóö kemur til með aö gera, er of snemmt að segja til um,“ bætir hann við. Fyrirtæki hans hefur vakiö athygli fyrir frábærar heimildarmyndir og hann er einn þeirra manna, sm segir opinskátt drauma sína, þó hann eigi þaö á hættu, aö þeir veröi aldrei aö veruleika. Shamberg langar til aö gera myndir eftir bókum, sem eru of sérstæöar til aö þær nái til fjöldans. Hann vill einnig gera myndir fyrir kynvillinga og einnig trúir hann því, aö markaður sé fyrir taumlausar ofbeldismyndir, þ.e. t.d. klukkustundar myndsegulbönd af stanzlausu ofbeldi, hnífsstungum, ákeyrslum, bílslysum, nauögunum o.s.frv. Ennfremur gleymir hann ekki ástarlífsmyndunum. „Þú átt aö sýna ótamdar tilfinningar, reiöi, ótta, hatur, losta, — allt án tals eöa hljóöa". Þetta fyrirbrigði nefnir hann Viewsak og mörgum dettur í hug, hvort ekki beri aö kæfa þetta barn hans strax í vöggu, því afleiöingarnar af því aö láta þaö komast á legg, gætu vægast sagt orðiö ógnvekj- andi. Raunveruleiki og sjónvarpsveruleiki Menn óttast aö áhrif þess á fólk veröi neikvæö og jafnvel aö venjulegt lífsviö- horf manna riöi til falls og siöræn upplausn fylgi í kjölfariö. Viöhorf manna til daglegra viöburöa brjálast á ýmsa lund, og þegar svo er komið, aö fólk er hætt aö tala saman og eiga eöliieg samskipti, vegna þess, aö enginn veit hvaö er raunveruieiki — og hvaö sjón- varpsveruleiki, — ja, hvaö þá? Hver maöur situr viö sinn risaskjá og hverfur á vit gervitilveru í öllum sínum frístundum, sem eru orönar æöi margar. Viö skulum t.d. heyra, hvaö húsmóöir ein í Baltimore segir, en hún á 84 þumlunga skjá: „Þetta er skemmdarverk," segir hún og andvarpar, „það var veru- lega spennandi að sjá frægt fólk í eigin persónu hér áöur fyrr, en nú er þaö ekkert gaman, eftir aö hafa horft á það á risaskjánum." Einn af þeim, sem áhyggjur hafa af þessari þróun — eða öfugþróun — er Salkowitz hjá Twentieth Century Fox: „Viö veröum aö átta okkur á því, hvort viö erum að framleiöa eitthvaö, sem í raun- inni er skemmtilegt og fræöandi, eöa hvort viö erum aö smita fólk af krabba- meini,“ segir hann. „Alheims-sjónvarps- kerfi munu vaxa svo gífurlega, aö enginn getur áttaö sig á öllu því, sem fram fer og tekið skynsamlegar ákvaröanir. Hvernig eigum viö aö halda áfram aö vera herrar sjónvarpsins, án þess um leið að eiga á hættu að veröa þrælar þess? Viö vitum þetta ekki. Þarna er mikil hætta' feröum“. Margir bjartsýnismenn eru þó þeirrar skoöunar, aö kostirnir muni margfaldlega yfirgnæfa áhætturnar. Alvin Toffler segir: „Nú er ekki lengur um þaö aö ræöa, aö sitja bara og horfa á. Nú er um þaö aö ræöa aö notfæra sér sjónvarp. Sú tíö, aö sitja bara og glápa, er á enda runnin.“ Þrátt fyrir allar bollaleggingar sínar eru sérfræöingar enn jafn óvissir um áhrif næstu kynslóöar á sjónvarp — og öfugt — og þeir sem fyrstir horföu á þaö í bernsku þess. Rithöfundurinn E.B. White sagöi, eftir aö hafa fyrst séö reynslusjón- varp 1938: „Við muhum standa eöa falla meö sjónvarpinu, um þaö er ég hárviss.“ Á hinn bóginn sagöi blaöamaöur viö New York Times, þegar hann horfði fyrst ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna. ^ HUEftSVEGNA LET^^ SJÓPRIKUR ÞÍ6 FA KER FUU r AF KJARNORKU~ KRAFTfiDRYKK? SEINNA F þú SÉRD PAD > BRÁDUM OO NEI,ÞU, ^F/ERD EKK/ DROPAj ý£RÐIR/ hjálmhomp f NEI, EKK\ SJóNA VEIMIL . TÍTULE&A! KALLAQU A FÉLAGA ÞÍNA ven&i sv HJÁLPí . sKÖMMU SÍ0AR.. HVER YKKAR ER F6RMAÐUR VERKA- MANNA SAMBANDS/NSy /jú AUÐ VtTAD JAKURTA NÚMID/RMAÐRR... ^FÓMVERJARÆTLA AÐÞRÆLA' YKKUR ÚT UNO/R DREP/ Þ/Ð 'JERÐ/O ADCERA VERKFALU r ERTU AN/E6DUR MEO LÍF5KJÖR ÞÍN, Ó, JAKÚRTA ? ir EKK/ ER MA DUR OFAL/NN. EKKERT NEMA SK/N/N BE/N / WHERERUT ^ 7 ENDUR STYRK- UR í VERKFAL15. k, ^JÓD/NM' VI /ÞADER AUD VEl /sJ V AD TALA 5VONA. ' EN.E/NU 5/NN/ ÞEGAR V/D KNÚÐUM FRAM 50 PRG5ENT KAUPH/EKKUN, FENCUM V/ÐENCA H/EKK- \UN, ÞVÍ V/D HÖFUM i /ENCIN LAUN..^y\ vmm ^ y 'Vy \)«m\ /T^rr m á sjónvarp 1939: „Gallinn viö sjónvarp er sá, aö maöur veröur aö sitja og stara á skjáinn, venjulegt fólk hefur engan tíma til slíkra hluta. Sjónvarp veröur hljóövarpi aldrei hættulegur keppinautur." Eitt virðist þó öruggt: sjónvarp, eins og það er nú, veröur jafn úrelt fljótlega og gömiu handsnúnu grammófónarnir eru orönir. Samkeppnin frá sendingum gegnum gervihnetti til þráöstöðva, myndsegul- bandiö, myndplatan o.fl., ásamt tilkomu sjónþráðarins, sem áður var nefndur, mun í framtíðinni gjörbreyta viöhorfi manna til sjónvarps, ekki sízt, þegar áhorfendur geta fariö aö hafa beint samband viö sendistööina gegnum tæki sín. Þegar talmyndir komu til sögunnar varö leikaranum og söngvaranum fræga, Al Jolson, aö orði: „You ain’t seen nothin’ yet!” — Þiö hafið ekkert séö ennþá, — og viö getum áreiöanlega tekiö okkur orð hans í munn. Þýtt og endursagt: Jón K. Magnússon. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.