Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Síða 2
áTrjf^p.rrx^
wrrrrpT'TH
rrrrrrrr
rrrrrrrr t
teíilftWWgtíffiiTfBcrn
'ít' ?TTtt^ rttrrfr.
l:"d' í ’Ttn r
i-v' TIi? 1 1 r = - • % = i -
imr-qmi'Brmwiiz C . "‘-Ú
Kisastór veggskreyting eftir Richard Haas á Architectural Center í Boston.
Steinsteypu- og vélaöldin hefur
búið hundruðum milljóna manna
umhverfi, sem sýnist beinlínis
mannfjandsamlegt. Dæmi um það
má finna um allan heim, en mest í
stórborgunum. Jafnvel hér í fámenn-
inu og landrýminu, hafa verið byggð
svo ljót íbúðahverfi, að þau hafa
komizt í kennslubækur og sem dæmi
um það sem helzt ætti að forðast.
Hér á landi er erfitt að koma við
einhverri upplífgun eða skreyting-
um, sem byggist á lit í formi
málningar, því rigningin er búin að
stórskadda allt slíkt eftir svo sem
tvö ár, enda endist máining á húsum
að jafnaði ekki mikið lengur. Utan-
hússskreytingar hér verða að byggj-
ast á notkun varanlegra efna, ef ekki
á að tjalda til einnar nætur og slík
efni, mósaík, grjót eða málmar, —
eru seinunnin og gera verkin dýr.
Máiaðar skreytingar geta enzt vel
og lengi í þurrari og heitari löndum.
Uppá síðkastið hafa Banda-
ríkjamenn átt frumkvæði í þessum
efnum og þar í landi getur að líta
dæmi um frábærar nútíma skreyt-
ingar, þar sem hugmyndaflug og
verktækni haldast í hendur. Þetta er
einkum gert ,þar sem verða stórar og
órofnar húshliðar líkt og gaflinn á
Háskólabíói til dæmis. Þessar
bandarísku skreytingar eru beint
afkvæmi af skiltagerðinni, sem sjá
má með fram vegum og víðar og
mörgum þykir nóg um, enda eru það
beinar auglýsingar. Skiltagerðin var
móðir popplistarinnar á sínum tíma
og sumir af frumkvöðlum hennar
Veggskreyting í Columbus í Indiana. Hér
oplist.
skýrt fram áhrif
DJARFAR OG
NVSTÁRLEGAR
SKREYTINGAR
eins og Larry Rivers til dæmis, voru
áður skiltamálarar. Nútíma
veggskreytingar í Bandríkjunum eru
í senn skyldar risaskiltunum og
popplistinni eins og meðfylgjandi
dæmi ættu að sýna.
Enda þótt við búm við einhvern
versta arkitektúr í heimi, eru ís-
lenzkir arkitektar mjög alvarlegir
listamenn og mundi sízt af öllu koma
til hugar að láta útbía hugverk sín
með skreytingum myndlistarmanna.
Bandarískir kollegar þeirra eru víst
ekki alveg svona alvarlega þenkj-
andi, ef marka má af Architectural
Center í Boston, þar sem Richard
Haas vann risastóra skreytingu. (sjá
mynd) Þessi skreyting sker ekki í
augu í þá veru, að þar sé hver
liturinn um annan þveran. Hér er
allt í grátónum, en vekur geysiiega
athygli aungvu að síður og sýnist vel
við hæfi á stofnun, sem kennir sig
við arkitektúr. Aðrir hafa beinlínis
lagt áherzlu á áhrif litanna og þar
eru auðsæust áhrifin frá popplist og
oplist.
G»S.
Hraðbraut var lögð yflr opið
svæði í Dan Diego og þótti það
ntörgum miður, en staðarlista-
menn tóku sig til og skreyttu
steinsteypusúlurnar, sem bera
veginn uppi.