Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Side 7
GLÆSILEGUR
ÁRANGUR
og tilboð uppá lífstíð
frá Þjóðbanka Danmerku:
Um Stefán B. Stefánsson gullsmið, sem lokið hefur ff\
i Danmörku með glæsibrag og hlotið eftirsótt verðlaui
Spurst hefur út hlngaö, aö ungur
íslenzkur gullsmiöur hafi staöiö sig meö
mikilli prýöi í framhaldsnámi í Kaup-
mannahöfn og vakiö athygli fyrir góöa
hæfileika á sínu sviöi. Sá sem hér um
ræöir heitir Stefán B. Stefánsson og er
hann sonur hjónanna Stefáns Stefáns-
sonar rennismíöameistara, sem einnig
kennir viö lönskólann, og Bjargar Boga-
dóttur. Hún er frá Akureyri, en Stefán
eldri er ættaöur frá Neskaupstaö.
Þau hafa búiö í Reykjavík og Stefán
sonur þeirra fæddist 1955 og ólst upp á
Seltjarnarnesi. Hann nam gullsmíöi hjá
Sigmari Ó. Maríussyni og lauk sveinsprófi
voriö 1977. Hélt hann aö vörmu spori
utan til Kaupmannahafnar og innritaöist í
framhaldsnám í „Designskole for guld- og
sölvformgivning“ í Valby. Venjulega er
þessi stofnun þó kölluö Gullsmíöahá-
skólinn , — þar komast þeir aö sem lokið
hafa venjulegu gullsmíöanámi.
Þessi skóli hefur orö á sér fyrir aö vera
sérstæöur og eru hliöstæöur vandfundn-
ar, nema ef vera kynni skóli af sama tagi í
Hollandi og er hann þó ööruvísi. Má
ugglaust rekja til skólans í Valby, hverjum
árangri danskir listhönnuöir í gull- og
silfursmíöi hafa náö; þar hafa Danir hlotiö
alþjóölega viöurkenningu og þykja smíö-
isgripir eftir suma danska hönnuöi mjög
eftirsóknarverðir.
Ekki dugar þó aö hafa sveinspróf frá
íslandi uppá vasann. Væntanlegir nem-
endur veröa aö þreyta inntökupróf, — og
þaö er aöeins gert annaö hvert ár. Þar viö
bætist aö aöeins komast 12 í gegnum
sigtiö í hvert sinn. Sjálft námiö tekur
síöan tvö ár og er aö mestu leyti verklegt.
Því má skipta í fjóra aöalþætti:
1) Almen formlære
2) Faglig form og teknik
3) Faglig ökonomi og jura
4) Samfunds- og kulturforhold.
Fyrir fáum áratugum heföi mátt kalia
sjálfgefiö, aö ekki þyrfti aö þýöa ámóta
orö úr dönsku. En meö bættri menntun
og stúdent á hverju heimili er nú svo
komiö, aö almennt skilur fólk ekki
dönsku og því er vissara aö taka fram, aö
fyrsti liðurinn er almenn formfræöi, síöan
tækni og form í sambandi viö námsgrein-
ina, þá hagfræðileg og lagaleg hliö
greinarinnar og loks um samfélag og
menningu.
Fyrsti liöurinn spannar ýmsar ólíkar
greinar, sem tengdar eru gull- og silfur-
smíöi á einn eöa annan hátt. Þar má
nefna emaleringu, hömrun, eöalsteina-
festingar, leturgröft, módeleringu, steina-
slípun, málmsteypu, þrykk, efnisfræöi,
málmfræöi, eöalsteinafræöi, efnafræöi,
galvanótækni, málmlitun, mælingár og
vinnuteikningar.
Nemendur hanna ýmiskonar muni úr
gulli og silfri, svo sem boröbúnaö og
skartgripi. Þeir eru bæöi látnir vinna
ákvöröuö og sjálfstæö verkefni undir
handleiösiu kennara meö sérþekkingu í
ymsum efnum.
Undir þriöja liönum, sem fjallar um
faglega hagfræöi og lögfræöi, er reifaö,
hvernig hefja skuli rekstur og hvernig
reka skuli verkstæöi eöa fyrirtæki. Nám
undir fjóröa liönum felur m.a. í sér, aö
heimsótt eru söfn og verkstæði, fjallaö
um lista- og menningarsögu. Þannig er
rammi námsins í stórum dráttum. En auk
þessa vinna nemendur svo aö lokaverk-
efni seinni part síöari vetrar eins og síöar
veröur vikiö að.
í janúar, febrúar og mars eru haldin
sérstök námskeið á vegum skólans og
þar gefst gullsmiöum almennt kostur á aö
auka þekkingu sína. Þessi námskeiö
standa í tvær vikur í senn og eru í
nokkrum „þrepum“ svo sami nemandi
getur komiö ár eftir ár og haldiö áfram
þar sem frá var horfiö. Veröur þaö
ugglaust til þess aö lyfta gullsmiöakúnst-
inni almennt á hærra stig, en kemur ekki
námi Stefáns viö og verður ekki fariö
nánar út í þaö hér.
í stuttu samtali sem Hulda Guömunds-
dótti við Stefán í Khöfn, kom fram
aö honum fannst timinn hafa verið fljótur
aö líöa; allt í einu rann upp sú stund, aö
skólastjórinn tilkynnti, aö nú væri loka-
verkefniö í nánd. Þá stóö Stefán frammi
fyrir því aö velja sér verkefni, hugsa þöö
og teikna, — og koma því síöan í
endanlegan búning. Viö þetta átak var
starf skólans í hálft annað ár miðaö. f
þetta sinn voru þaö aöeinsfimm nemend-
ur, sem bjuggu sig undir lokaverkefni og
öll voru þau sitt frá hverju landinu. Þau
unnu hvert á sinn máta glæsilega gripi,
sem einhverntíma heföu ugglaust veriö
kallaðir konungsgersemi. Til dæmis um
þaö má nefna, aö Linnes Blakens gull-
smiöur frá Svíþjóð smíðaði sjö belti og
beltisspennur úr silfri og haföi segulstál í
læsingum, sem mun vera nýjung. Hún
notaöi táknin jöröu, sól. vatn og vind á
mismunandi hátt sem skreytingu á beltis-
sylgjurnar.
David A. Calder silfursmiður frá Eng-
landi smíöaöi skrifborðssett úr silfri og
palisander. Þar í er bakki fyrir pappír,
standur fyrir skriffæri, askja undir smá-
dót og kassi yfir reiknitölvu.
Lotte Seir frá Danmörku smíöaöi
höfuödjásn úr silfri, skreytt perlum og
túrskissteinum eins og tíökaöist aö nota
hér fyrr meir. Hún smíöaöi einnig háls-
men úr gulli og silfri, skreytt samskonar
steinum og höfuödjásniö; þar aö auki
smíöaöi hún silfurbelti.
Okkar maöur í gullsmíöaháskólanum,
Stefán B. Stefánsson, tók sér hins vegar
fyrir hendur aö smíöa ílát undir vínföng,
nánar tiltekið sherry-sett, sem svo er
nefnt, eöa samstæöu, og eru í henni
bakki, átta glös og vínkanna. Hún er
blásin í kristal eftir vinnulýsingu Stefáns
hjá Holmegárds Glaværk. Bæöi bakkinn,
glösin og tappinn í flöskunni eru hinsveg-
ar úr silfri, en skreytt meö dökkbláum
náttúrusteinum, sem heita Lapis Lasali.
Aö innan er húöaö meö gulli. Eins og sjá
má af þessari ófullkomnu lýsingu, er hér
um mikið gersemi aö ræöa og verður aö
telja þessa samstæöu fullkomlega í anda
þeirra hluta, sem Danir hafa orðið víö-
frægir fyrir og byggja á einfaldleik framar
öðru. Þetta er ákaflega nútímalegt verk,
fjarri því aö vera rómantískt samkvæmt
þeim skilningi, sem viö höfum venjulega
lagt í þaö orö, en sýnir tilfinningu fyrir
efninu og samspili ólíkra fagurefna.
Nemendum úr Gullsmíöaháskólanum
er ásamt fleira listiönarfólki boöiö ár
hvert að senda griþi til mats hjá nefnd,
sem síðan veitir verölaun úr sjóöi og
heitir sá „Kunsthándværkerprisen fra
1879“. Sem sagt; verölaunin voru nú veitt
í hundraðasta sinn. Sú verölaunaafhend-
ing fór fram í sjálfu ráöhúsi Kaupmanna-
hafnar 29. maí sl., að Margréti drottningu
viöstaddri svo og fleira framáfólki. Þarna
voru veittir sjö heiöurspeningar úr silfri
og sjö úr bronsi.
Okkar maöur í Gullsmíöaháskólanum,
Stefán B. Stefánsson, hlaut silfur, einn
manna úr þeim skóla, en aörir silfurhafar
voru úr Skolen for brugskunst. Annar
íslendingur komst raunar á pall; þaö var
Sigrún Einarsdóttir úr Skolen for brugs-
kunst og hefur hún lokiö ná.ni í glergerö-
arlist, „glasformgivning" og fleiri listgrein-
um. Hún hlaut bronsverölaun.
En sjálfir verðlaunagripirnir voru síöan
til sýnis á þeim kunna og glæsilega
sýningarstaö viö Vesterbrogade, Den
permanente, dagana 20.—30. júní. Áöur
höföu verðlaunamunir Stefáns raunar
veriö á sýningu, sem haldin var í Gallery
smykkeform í Lynby síðla maímánaöar
og vakiö veröskuldaöa athygli.
Svo sem flestir íslenzkir námsmenn,
haföi Stefán hugsaö sér aö hverfa heim til
íslands aö námi loknu og flytja dýrmæta
kunnáttu heim með sér. Þaö er þó
kannski ekki beinlínis af einskærri um-
hyggju fyrir fósturjöröinni, þegar -náms-
menn stefna aö búsetu á ísiandi, heldur
geta aörir þættir komiö tii skjalanna og
haft áhrif; þættir eins og fjölskylda,
atvinnuleysi í útlandinu og fleira. En
stundum gerist þaö, að íslendingur, sem
búinn er aö Ijúka námi sínu erlendis, fær
óvænt tilboö, sem setur hann í nokkurn
vanda. Einmitt þaö hefur átt sér staö nú;
okkar maöur úr Gullsmíöaháskólanum
hefur sumsé tilboö uppá vasann og þaö
ekki af verri endanum. Sökum augsýni-
legra listrænna hæfileika og færni, hefur
Þjóöbanki Danmerkur boöiö Stefáni
lífstíöarstarfs sem „gravör“ fyrir bank-
ann. Starfiö er fólgiö í gerö móta fyrir
seöla- og geningaútgáfu bankans og
kjörin eru hin álitlegustu. Skiljanlega er
freistandi aö taka slíku boöi, en auk þess
hefur Stefáni verið boðin kennarastaða
viö Gullsmíöaháskólann og fagskólann á
sama staö. Ekki liggur fyrir, hvaö Stefán
velur, en svo gæti fariö, aö næstu
áratugina veröi danskir þeningar hannaö-
ir af íslenzkum listamanni, — eöa hluti
þeirra aö minnsta kosti. Viö segjum aö
sjálfsögöu íslenzkum listamanni, hvaö
sem Stefán gerir, því viö lítum alltaf á
landann sem áframhaldandi íslending,
hvar sem hann ílendist.
•Þaö sem hér hefur veriö sagt, er aö
næstum öllu leyti byggt á skrifuöum
punktum, sem blaöiö fékk frá Huldu
Guömundsdóttur í Kaupmannahöfn, en
hún hitti Stefán aö máli á þessum merku
tímamótum í lífi hans. Hulda segir í lok
pistilsins:
„Ég lít þannig á, aö hvort sem Stefán
sneri til íslands til frambúöardvalar til aö
ástunda listræna iöju meöal landa sinna,
eöa hann ynni sem íslenzkur listrænn
hönnuöur á erlendri grund, þá ynni hann
landi sínu gagn í báöum tilfellum. Og
þrátt fyrir glæsileg tilboð, lét Stefán þau
orö falla í mín eyru, aö ekki væri síöur
veröugt verkefni aö vinna aö listrænni
sköpun á þessu sviöi heima á íslandi".
G.S.