Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Side 13
síöan drepnir. Konum þeirra var mis- þyrmt og börn þeirra hneppt í ánauð. Líflát Bábsins Vesírinn, Mírsa Takí Khan, sendi nú út fyrirmæli þess efnis, aö Bábinn skyldi fiuttur til Tabríz og gaf ríkisstjóranum þar samtímis skipun um aö taka hann af lífi. Ríkisstjórinn neitaöi. Vesírinn skipaöi þá bróöur sínum, Mírsa Hasan Khan, aö annast aftökuna. Hann lét flytja Bábinn í dýflissu og setti tíu veröi til aö gæta hans. Á leiðinni til dýflissunnar ruddi ungur piltur frá Shíraz sér leiö gegnum mann- þröngina, fleygöi sér niður viö fætur Bábsins og baöst leyfis aö fá aö fylgja honum. Piltinum var varpaö í svartholiö meö Bábnum. Næsta morgun, 9. júlí 1850, kom yfirfangavöröurinn til aö leiöa Bábinn fyrir kennimenn í Tabríz, sem undirrita áttu líflátsdóminn og firra þar meö vesírinn allri ábyrgö. Bábinn sat á tali viö einn fylgjanda sinn. Fangavöröur- inn skipaði Bábnum að koma meö sér og varö hann aö yfirgefa vin sinn í miöju samtali. Hann var nú leiddur í hlekkjum ásamt piltinum, sem áöan var nefndur, um göturnar í Tabríz og mátti nú þola högg og spott lýðsins, sem ári áöur haföi hyllt hann sem hetju í þessari sömu borg. Er skjölin höfðu verið undirrituö var Bábinn fenginn í hendur Sam Khan, foringja aftökusveitarinnar, en hann ját- aöi kristna trú. Hann skipaöi mönnum sínum aö reka nagla í stoöina milli dyra fangelsisklefanna. Þetta geröist utanhúss á almenningstorginu og fjöldi fólks háföi safnast saman á torginu og húsþökum í grenndinni til þess aö fylgjast meö aftökunni. Reipi voru fest viö naglann, en í þessi reipi voru Bábinn og unglingurinn, Múhammeö Alí, hengdir sitt í hvoru lagi. Unglingurinn baö þess að líkami sinn yrði látinn skýla líkama Bábsins og var honum hagrætt þannig aö höfuö hans hvíldi viö brjóst Bábsins. Er þessum undirbúningi var lokiö raöaöi aftökusveitin sér upp, en hún taldi hvorki meira né minna en 750 manns. Skotið var í þremur lotum, 250 kúlum í einu. Er púðurreyknum létti gaf aö iíta furöulega sjón. Bábinn var horfinn en félagi hans stóö á jörðinni, ósæröur meö öllu. Kúlurnar, sem áttu aö binda endi á líf þeirra, höföu þvert á móti frelsaö þá og tætt sundur reipin, sem héldu þeim. Þessir atburöir voru vottfest- ir af fjölda sjónarvotta, en taliö er aö um 10.000 manns hafi fylgst meö aftökunni. Mannfjöldinn komst í mikið uppnám og hávaðinn var ærandi. Víötæk leit var strax gerö aö Bábnum og fannst hann loks í klefa sínum á tali viö félaga sinn, er hann haföi oröiö aö hverfa frá í miöju samtali. Hinn kristni foringi aftökusveitarinnar hélt á brott meö herdeild sína og kvaöst ekki vilja koma nálægt þessu verki framar, þótt þaö kostaöi hann lífiö. Hersveít Armeníumanna var kvödd á vettvang og stillti sér upp. Þá talaöi Bábinn nokkur orö til mannfjöldans þess efnis, aö sá dagur mundi koma, er þeir vissu hver hann væri, en á þeim degi yröi hann ekki lengur á meöal þeirra. Dauöa- þögn féll á mannfjöldann. Rifflarnir voru spenntir og fyrirskipun gefin um aö skjóta. í þetta sinn rötuöu kúlurnar á skotmarkið. Fylgismenn Bábsins fengu líki hans og félaga hans legstaö til bráöabirgöa utan viö borgina, en jarö- neskar leifar þeirra voru seinna fluttar úr landi aö undirlagi fremsta lærisveins Bábsins, Bahá'u’lláh, og hvíla nú í grafhýsi á Karmel-fjalli í ísrael. Boðskapurinn Hverjar voru þær kenningar, sem vakiö gátu slíkan ótta og andúö, aö smanlagð- an styrk ríkisvalds og kennivalds þurfti til aö kveöa þær niöur og útrýma öllum þeim, sem aðhylltust þær? í klettavirkjunum Makú og Tsirík, þar sem Bábinn var lengst af í haldi, reit hann mikiö verk, presneska Bayáninn svo- nefnda. Þar segir hann líf sitt þjóna þeim einum tilgangi aö ryðja braut „þeim, sem Guö mun birta", fræöaranum sem stofn- Ahrifa Bábsins gætir á íslandi 130 árum eftir borgarastríöiö i iran: íslenskir Bahá- ’íar á landspingi í Reykjavík. Grafhýsi Bábsins í hlíöum Karmel-f jalls í israel. Fath Alí, keisari Persíu 1796—1834 — samtímamálverk. Tveir fylgis- manna Bábsins biöa aftöku í hlekkjum. setja átti þúsundára-ríkið. Auk þess nam hann úr gildi ýmis fyrirmæli Kóransins, m.a. tilskipunina um heilagt stríð og kenndi aö betra væri aö týna lífinu en vega aöra. Boöskapur hans einkenndist af háleitri mannúöarhugsjón: allar þjóöir voru jafnar fyrir Guði og allir menn bræöur. Hann bannaði fylgjendum sínum aö hafa nokkur afskipti af stjórnmálum og skyldaði þá til löghlýðni og þegnholl- ustu. Má af því ráöa aö persnesk stjórnvöld hafl lítt hirt um aö kynna sér kenningar hans. Einhver byltingarkennd- ustu nýmæli í boöskap hans var jafnrétti karls og konu. Fyrsta konan á Austur- löndum, sem felldi blæjuna á almanna- færi, var lærisveinn Bábsins, skáldkona aö nafni Tahirih, Hún var líflátin í ágústmánuöi 1852 í almenningsgaröi í Teheran, að skipun lögreglustjóra borg- arinnar, Aziz Khan. Af öllum fyrstu lærisveinum Bábsins hefur hún öölast almennasta frægö utan heimalands síns. Þrátt fyrir líflát Bábsins liföi trú hans og boöskapur áfram meö lærisveinum hans. Þegar fram í sótti gætti talsverörar upplausnar meðal þeirra, uns virtasti fylgjandi Bábsins, Bahá’u'lláh, sameinaöi þá aftur og blés nýju lífi í hreyfingu þeirra. Bahá’u’lláh, sem var af auöugum aðals- ættum, sem varpaö í neðanjarðardýflissu í Tekeran og allar eigur hans geröar upptækar. Hann var síðan sendur í útlegö, fyrst til írak, síöan Tyrklands og loks til Akká í ísrael, sem þá tilheyröi Sýrlandi og var notuð sem fanganýlenda fyrir alla hættulegustu glæpamenn Tyrkjaveldis. Bahá'u’lláh lýsti því yfir í Bagdad 1863 aö hann væri hinn fyrirheitni fræöari mannkynsins, sem Bábinn haföi spáö aö hann, en fámennur hópur undir forystu Mírsa Yahya, hálfbróöur Bahá’u’lláh, hafnaði honum, vann gegn honum á alla lund og reyndi m.a. aö myröa hann á eitri. Er Mírsa Yahya lést á Kýpur í hárri elli áriö 1910, heyrði sértrúarhópur hans sögunni til. Sú trú, sem Bahá’u’lláh boöaöi, var viö hann kennd og nefnd Bahá’í trú. Hún er beint framhald Báb- ismans, en kenningar hennar þó miklu fastmótaðri og innan hennar er ákveöiö stjórnkerfi, sem fylgjendur hennar trúa aö tekið veröi upp um síðir af öllum jaröarbúum. Bahá’íar eru enn langstærsti trúar- bragöaminnihluti írans, um 400.000 tals- ins, fjölmennari en Gyöingar og kristnir menn til samans. Afstaöa stjórnvalda gagnvart þeim hefur lítiö breyst og þeir sæta enn hörðum ofsóknum. Eins og Babinn lagði Bahá'u'lláh fylgjendum sín- um þá skyldu á heröar aö hafa engin afskipti af stjórnmálum, þiggja ekki stjórnmálaleg embætti og blanda sér ekki í flokkapólitík, en stuðla aö þjóöfé- lagsumbótum fyrst og fremst meö því aö breyta sjálfum sér í samræmi viö þann siögæöismælikvaröa og þá einingar- hugsjón, sem er megininntak þessarar trúar. Bábinn Skömmu áöur en Bábinn var tekinn af lífi í Tabríz var enskur læknir, dr. Cormick, kvaddur af persneskum yfir- völdum til aö gefa skýrslu um andlegt heilbrigði Bábsins. Cormick þessi er sgnnilega eini Evrópumaöurinn, sem hitti Bábinn persónulega. Hann segir svo frá fundum þeirra í bréfi til austurlandafræö- ingsins Edward G. Browne: „Þé spyrjiö mig um nánari málsatvik í viötali mínu viö stofnanda þess sértrúar- flokks, sem nefnist Bábíar. Ekkert mark- vert geröist í þessu- viðtall, þar sem Bábinn vissi aö ég haföi veriö sendur með tveimur persneskum læknum til aö úrskuröa hvort hann væri andlega heil- brigöur eöa einungis bilaöur á geði, svo aö hægt væri að taka ákvöröun um hvort lífláta ætti hann eöa ekki. Meö þessa vitneskju í huga var hann tregur til aö svara þeim spurningum, sem lagðar voru fyrir hann. Er viö beindum spurningum til Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.