Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.1979, Blaðsíða 14
Bætt heilsa betra líf Sumir eru jafnari en aðrir i 8Ó8ÍatistaparadÍ8um eíga allir að vera jafnir (pað er par sem fólkiö rœður). Flokksbroddar og valdamenn eru þó dálítið jafnari en almúginn og jafnastur allra í Sovótríkjunum er sjálfur Brésnef. Hvort sem paö er nú vegna pess aö Rússum er sjálfum fyrirmunaö aö búa til almennilegar blikkbeljur, pá hefur fé- lagi Brésnef tekiö sérstöku ástfóstri viö pessi kapítalísku samgöngutól, — ekki pó til pess aö komast leiöar sinnar, heldur til pess aö safna peim eins og auðkýfingar. Nú reyna aliir aö gefa Brésnef bíl og má hér til hœgri sjá Tító skenkja honum eitt stykki Zastava, sem á aö vera paö bezta frá Júgóslavíu. Tito brosir breitt, en Brésnef viröist ekki eins hrifinn. Aö neöan er svo hiö Rolls-Royce Silver Shadow Matra-Simca Bagheera Nokkir kjörgripir úr bíla- safni Brésnefs Cadillac Fleetwood Eldorado Coupé Lincoht Continental limousine Chevrolet Monte Carlo Matra Rancho Mercedes-Benz 450 SLC Cottpc Citroén-Maserati SM Alkóhól- ismi í móður- kviði Eftir dr. Michael Ilalberstam. Menn hefur grunað þaö allt frá því í fornöld, þótt ekki hafi veriö færöar á það sönnur fyrr en nýlega, aö áfengi gæti skaddað fóstur í móðurlífi og gæti barn fæöst andvana ellegar vanskapað ef móðirin drykki vín um meðgöngutímann, þótt ekki væri nema lítið. í Karþagó og Spörtu til forna var þetta taliö svo víst, aö brúðhjónum var stranglega bannaö að drekka vín á brúökaupsnóttina svo að þau gætu ekki barn ölvuð. Þóttust andstæðing- ar barngetnaðar undir áhrifum áfengis hafa næg dæmi staðfest máli sínu til stuönings, t.a.m. dæmið af rómverska goöinu Vúlkan, eldsmiö þeirra rómargoöa, hann var getinn í ölaeði og fæddist enda bæklaður. Á árunum 1880—1890 tóku athug- ulir læknar eftir því og sömdu um það skýrslu, að þaö virtist nokkurn veginn reglulegt að óvenjumargir fávitar fæddust hér um bil níu mánuðum eftir vínuppskeruhátíðir og jafnframt fæddust þá færri eölileg börn en ella. En þessi athugun, og fleiri áþekkar sem til eru frá síðustu öld, er ekki hlutlæg, heldur huglæg, og stenzt ekki þær vísindalegar rannsóknar- kröfur sem geröar eru nú á dögum. Auk þess gætir ósjaldan í gömlum athugunum skoöana og fordóma sprottinna af trúar- og bindindishug- sjónum og eru þau yfirleitt ekki til þess fallin að gera athuganirnar trúveröugri en ella. Það var sem sé oft ætlunin aö sýna enn einu sinni fram á það hvert eitur áfengiö væri, — drykkja foreldranna kæmi niöur á börnunum. (Þaö hefur enn ekki veriö sýnt fram á þaö aö fóstur bíði tjón af drykkju föður). Um aldamótin síðustu voru menn búnir að komast að því aö áfengi sem kona drekkur um meögöngutímann berst gegnum legkökuna og inn í fóstrið í svipuöu hlutfalli og þaö dreifist um líkama móöurinnar. Hins vegar var eftir sem áður ósannað aö þaö skaðaði fóstriö. Það var ekki fyrr en áriö 1973 aö vísindamenn komust að raun um það svo óyggjandi var, að áfengi gat valdið ákveönum sjúk- legum einkennum í fóstri í móðurlífi, „alkóhólisma í móðurlífi". Tveir vís- indamenn við læknadeild Washingtonháskóla höföu rannsakaö 41 barn, allt börn mæöra sem töldust ólæknandi alkóhólistar og höföu enda drukkið stíft um meögöngutím- ann, og reyndust börn þessi öll vansköpuö að einhverju leyti. Fæð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.