Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 3
MOR- ELLA Smásaga eftir Edgar Allan Poe sem viö köllum okkur sjálf. En sú grundvallarhugmynd, hvort einstakl- ingssamsemdin, eyöist í dauðanum að fullu og öllu eða ekki, var mér ætíð ástríðuþrungið umhugsunar- efni, ekki síöur vegna hins flókna mikilvægis hennar og þýðingar, en fyrir þá sök hve ákaflega Morellu' varö tíörætt um hana. En brátt kom að því að hið kynlega hátterni konu minnar lagðist á mig eins og farg. Ég gat ekki lengur afborið snertingu veiklulegra fingra hennar, né djúpan hljómþýðan málróminn eöa þunglyndislegt blik augnanna. Hún vissi það gjörla en álasaöi mér ekki. Hún sýndist vita af ólyst minni og veiklyndi og nefndi það brosandi Örlög. Hún virtist einnig þekkja mér ókunnar ástæður fyrir kuldalegri framkomu minni og fálæti er óx jafnt og þétt, en hún ýjaöi aldrei neitt í þá átt né gaf í skyn hverjar þær ástæður væru. Ennþá var hún kona en veslaöist upp meö degi hverjum. Með tímanum settust rauöir dílar á vanga hennar og æðarnar á fölvu enninu urðu áber- andi. Hugur minn hrærðist eitt kastið til djúprar samúðar, en er ég mætti þunglyndislegu augnaráöi hennar í sömu svipan, fylltist sál mín megnri óbeit svo mig sundlaöi við og riðaði eins og sá er starir ofan í dimmt og botnlaust hyldýpi. Á ég þá aö viðurkenna aö ég þráöi óþreyjufullur og af heilum hug fráfall Morellu. Ég geröi þaö. En andinn var veikur og óreiöubúinn og greip dauöahaldi í fánýti og hverfulleik holdsins dögum saman, í margar vikur og þreytandi mánuði — unz þrautpíndar taugar mínar náöu valdi á mínum innra manni og ég varö hamslaus af biöinni og formælti meö hortugu hjarta dögunum, stundunum og hverri biturri andrá, er virtust lengjast og dveljast aö sama skapi og líf hennar fjaraði út hægt og hljótt — eins og skuggar deyjandi dags. fímm ’íWtSKBEÍ En eitt októberkvöld er ekki bærð- ist hinn minnsti blær, kallaði Morella mig að rúmstokk sínum. Jöröin var sveipuð dimmmósku og mildur bjarmi lék á vötnum og gegnum litskrúðugt haustlauf skógarins glitr- aði regnbogi fagurlega á himni. „Þetta er dagur daganna", mælti hún er ég nálgaöist. „Dagur allra daga til lífs og til dauða. Þetta er fagur dagur fyrir syni jaröar og lífs — en fegurri fyrir dætur himins og dauöa. Ég kyssti hana á enniö og hún hélt áfram: „Eg er að deyja, en þó mun ég lifa“. „Morella"! „Þeir dagar hafa aldrei verið aö þú elskaöir mig — en þá er þig hrýllti viö lífs skalt þú dauöa tilbiöja". „Morella;“ „Ég endurtek aö ég er að dauða komin. En undir belti ber ég ávöxt þeirrar skammæu ástar er þú barst til mín. Og er ég dey mun barnið lifa — barn þitt og mitt. En dagar þínir munu veröa dagar sorga, þeirra harma er sárast svíöa og aldrei eira. Því hamingjustundir þínar eru taldar og gleöin er ekki höndluð tvisvar á ævi eins og rósum Pæstumvalla var safnaö tvisvar á ári. Þú skalt því ekki lengur leika goö gegn rás tíöar og tíma en myrtunni sviptur og vínviðn- um munt þú reika á jörðu sveipaður náhjúpi þínum líkt og Márarnir við Mekku.“ „Morella,,! hrópaði ég. „Hvernig veizt þú þetta?“ — En hún sneri andiitinu frá mér á svæflinum og örlítill skjálfti fór um líkama hennar og hún var öll. Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.