Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 13
: Gfsli Þör Gunnarsson HLJÓM- PLÖTUR _______________________ Paul McCartney og Wings BACK TO THE EGG MPL Communication Ltd / Fálkinn Þegar Paul McCartney var blankur skólastraákur í Liver- pool þá snerust draumar hans aöallega um kvenfólk, peninga og föt. „í mörg ár dreymdi mig um þaö eitt aö eignast 100 pund. Ég hélt aö þá gæti ég keypt mér hús, gítar og bíl,“ sagöi hann í ævisögu Bítlanna. Óhætt er að segja aö allir draumar hans hafi ræst því Paul McCartney er í dag einn tekju- hæsti dægurlagasöngvari sem uppi hefur veriö. Þrátt fyrir þá staöreynd aö velgengni Bítlanna væri einstæö í skemmtiiönaöinum þá voru tekjur þeirra ekki eins miklar og ætla mætti. Ósvífnir fjármála- skúrkar höföu þá aö féþúfu og Bítlafyrirtækið „Apple“ rambaði á börmum gjaldþrots þegar Bítl- arnir slitu samstarfi sínu 1970. Paul McCartney var staöráð- inn í því aö gæta hagsmuna sinna þegar hann hóf sóloferil sinn uppúr 1970. Hann kvæntist Lindu Eastman sem var dóttir lögfræðings sem var vel inní fjármálum. Nú var málum hans borgiö í styrkum höndum útséös tengda- fööur og hann hóf aö framleiöa dægurlagamúsik sem var óvé- fengjanlega fyrsta flokks sölu- varningur. Hver man ekki eftir plötum eins og „Ram“ og „Red Rose Speedway". Nýjasta hljómplata McCart- ney’s og hljómsveitar hans Wings heitir „Back to the Egg“. Hún er gerö eftir pottþéttri söluformúlu. Hliö eitt einkennist af hrööum, nokkuö grípandi rokklögum, en hlið tvö innlheldur hugljúfar melódíur í ekta Mc- Cartney stíl. Dennis Laine gítarleikari Wings samdi eitt skemmtileg- asta lag ölötunnar sem heitir „Again and again and again”. Ofurlítill „shuffle" stíll er yfir því lagi. Stór hljómsveit skipuö nokkr- um helstu afburðamönnum poppsins í Bretlandi aðstoöa Wings viö nokkur laganna. Þar á meöal bregöur fyrir liösmönnum hljómsveita eins og Led Zeppe- lin, Deep Purple og Who. Meðan Paul McCartney samdi lög í samvinnu viö John Lennon þá sá Lennon venjulega um aö semja textana viö lögin. Eftir aö samvinnu þeirra lauk þá hefur McCartney veriö eins og hala- klipptur hundur. Textasmíöi hans er oft hreinræktaöur leir- buröur sem veldur því aö maöur fær ósjálfrátt gæsahúö. Stærstu ókostirnir viö plötuna „Back to the Egg“ eru innihalds- lausir og klúöurslegir textar. Fallegasta lag plötunnar er ein- mitt lagiö „The Broadcast” þar sem lesiö er beint upp úr tveim klassískum bókum eftir John Galsworthy og lan Hay. Þursaflokkurinn — Þursabit Fálkinn Þursaflokkurinn vakti mikla athygli meö fyrstu plötu sinni og gaf mönnum góöar vonir um framhaldið. Þeir útsettu gömul íslensk þjóölög fyrir rafmagns- hljóðfæri og umbreyttu þeim í hálfgeröa framúrstefnumúsik. Innihald texta spillti heldur ekki tyrir. Þar voru tekin fyrir helstu hjartans mál íslendinga um aldir, þ.e.a.s. klám, drykkju- skapur og persónuníö um ná- ungann ásamt meinlegum sög- um um presta. Önnur plata Þursaflokksins „Þursabit" ætti ekki aö bregö- ast aðdáendum hljómsveitar- innar. Hljómplatan einkennist af pottþéttum hljóöfæraleik og dágóöum söng Egils. Aö vísu fær maður þaö stundum á tilfinninguna aö Egill hafi legiö í baðkeri er upptaka plötunnar hafi fariö fram. Stundum viröist höfuö hans meira aö segja færast alveg niöur í vatniö, svo erfitt reynist aö greina orðaskil. Hljómborðsleikur Karls Sig- hvatssonar er oft á tíöum frá- bær og er gott til þess aö vita aö slíkur maður gefi íslensku popptónlistarlífi krafta sína. Léttásta lag plötunnar er „Sigtryggur vann ... “ og er þaö líklegast til vinsælda. Flest lögin eru meö dæmigeröum Þursatakti, þó oft bregöi fyrir blíöari stefum inn á milli. Stemmningin yfir plötunni er oft á tíöum draugaleg og sýna liðsmenn þursaflokksins oft fá- dæma hugkvæmni viö notkun hljóöfæra sinna. Egill Ólafsson er skrifaöur fyrir útsetningum flestra lag- anna og má segja aö vel hafi verið aö verki staðið. Tónlist Þursaflokksins er þaö góö aö hún ætti hiklaust upp á pall- boröið hjá kröfuhöröum tónlist- arunnendum hvar sem er í heiminum. BOKOVSKÍ Sovézki andófsmaöurinn Búkovský er væntanlegur til landsins í dag og ráðgert er, að hann flytji fyrirlestur á morgun um reynslu sína og kynni af Gúlaginu. í tilefni heimsóknar hans til íslands birtir Lesbók eftirfarandi brot úr Ijóðaflokknum Óljóð um 1. maí eftir Matthías Johannessen, en þar er minnt á örlög andófsmannsins. Ljóða- flokkurinn birtist í Dagur ei meir, sem út kom 1975, en fjallar um atburði þjóðhátíðarársins. / útvarpinu þennan dag 1. maí var lesió hádegisljóö eftir alþýöuskáldiö, auövitaö, um valdiö, ofbeldi og kúgun í landi voru, vitaskuld. Og eitthvaö talaö um sól í grasi og önnur náttúrufyrirbrigöi, aö sjálfsögöu. En nú er skáldiö dáiö og hefur þvísíöan stórfariö fram ef marka má vaxandi dálæti á Ijóöum hans. Og blessuö sé minning skáldsins og megi (glund)roðinn í austri Ijóma yfir minningu hans. En þaö var hádegisútvarpiö 1. maí. Ávörp lesin, yfirlýsingar, meirihluti, minnihluti, minni meirihluti og meiri minnihluti frjáls verkalýðshreyfing, rauö verkalýöshreyfing; græna byltingin étur börnin sín; sósíalistar, marxistar, leninistar, maoistar, kommúnistar, öll hin frjálsa og ófrjálsa verkalýöshreyfing sendir frá sér ávörp. Þetta eru skolli góö ávörp, sagöi vaktmaöurinn í seölabankanum: hann var sá eini sem haföi tíma til aö hlusta á kröfur dagsins. Ekki heföi hann oröiö undrandi þótt þjófabjallan heföi hringt eins og ástandiö var. En einmitt þennan dag var lesin upp frétt frá internasjónal amnestí um ungt skáld í sovétríkjunum, móðurlandi hinna stéttlausu, róttæku framfaraafla, en á það var ekki minnzt í ávörpunum. Þetta eru dálítiö skrýtin ávörp, sagöi ung kona sem vinnur í frystihúsi til að drýgja rauntekjur heimllislns. í tilkynningum var sagt að hljómsveitin þokkabót skemmti rauöri verkalýðshreyfingu, en sá góöi dáti svejk yröi í leikhúsi úti á landi: þessi eini sanni fulltrúi allra manna á jörðinni, því var hann ekki í hinum stéttiausu kröfugöngum? Hví hélt hann ekki ræðu um rauöan her alþýöustéttanna ítékkóslóvakíu? Hví lýsa stúdentar, iðnnemar og menntskælingar ekki stuðningi við hann? Æjá, þaö var þessi smáfrétt um skáldiö búkovskí, ég var næstum búinn aö gleyma henni eins og aörir: internasjónal amnestí hafði fengið bréf frá móöur hans, þar sem hún bað samtökin um aðstoö viö aö losa son sinn úr fangelsi, bað um sakaruppgjöf: En hvaö haföi hann gert? Það stendur ekki á kröfuspjöldunum, þaö var ekki sagt á útifundunum. Hann hafði í hrifningu æsku sinnar trúaö á frelsi orösins, lýst yfir samstöðu meö lífinu, fagnaö og glaözt eins og lauf og gras sem sprettur of snemma á vorin og veröur svo hretinu aö bráð. Þaö haföi hann gert. Móöirin bað syni sínum miskunnar ígæzlulandi frelsis, jafnréttis og bræöralags: hann þjáist af liöagigt, lifrarveiki og hjartveiki segir hún eins og stendur í bænaskjali internasjónal honestí. Til aö mótmæla bræðalaginu geröi hann !4 mánaðar hungurverkfall með 50 félögum sínum. Og tilkynningarnar halda áfram í hádegisútvarpinu og þulirnir eru tilgeröarlegir í hátíöisútvarpinu: Komiö í kröfugönguna, sýniö stéttvísi miöiö ekki á byssumanninn í tónabíó, holdiö er veikt í kópavogsbíó, kynóöi þjónninn, djörf grínmynd, nýja-bíó kjebblavík, hugdjarfi riddarinn ... næturgalar syngja ... holdiö er veikt... kynóði þjónninn . .. miðið ekki... fyrirlestur í kvöld kl. 9: kristindómur ísovétríkjunum, fíladelfía. Svona var nú þessi dagur lengi aö líöa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.