Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 2
suöur á Reykjanesvita, framhjá Keflavíkurflugvelli og nýja veginn til suövesturs, er komiö {friösælt pláss á ströndinni og heitir Hafnir. Þar ríkir umfram allt andblær róseminnar en plássiö er snyrti- legt þar aö auki og býöur af sér góðan þokka. Þar var ekki mann aö sjá úti viö é virkum degi, en kurteis hundur kom og gekk með Ijósmyndaranum i kafloönu vall- lendi og þvílíku blómaskrúöi, aö þeir mega vara sig, sem hafa fengið heiöursverölaun fyrir garöa ársins. Semsagt; það hvorki datt né draup af plássinu á þessum síö- sumardegi, — engu líkara en allir væru fluttir og hefðu tekið allt með sór nema húsin. Þau eru flest lítil, klædd með bárujárni og vinaleg. Kirkjuvogskirkja var gerö upp fyrir nokkrum árum, þegar minnst var 100 ára afmælis henn- ar; nú skartar hún bikuðu tré innan hvítra veggja kirkjugarðs- ins, en þakið rautt og allt er það myndrænt, sterkt og fer vel á þessum stað. Hafnir hafa auk þess á sér það menningarsnið, aö gatan er malbikuö, en lítiö fer fyrir trjám eins og víöast annarsstaöar á Reykjanesskaga. Þegar haldið er áfram, er komið að Merkinesi, þar sem Hinrik hreppstjóri ívars- son býr og lengra er Junkara- gerði. Ibúatala í Höfnum mun vera nálægt hundraðinu, en lítið ter þar fyrir atvinnustarfsemi. Búskap hafa menn ekki, en vinna allir aö heiman, flestir á Keflavíkurflug- velli. Hafnir mega því teljast svefnbær. Talsvert stór hluti íbú- anna er fólk á eftirlaunaaldri og þessvegna ofur eölilegt, að ró- semin ríki þar innan um hlaöna garöa, blómgresi og hvalbein. Eg heillaöist af Morellu vinkonu minni af óvenjulegri ástúö og hrifn- ingu. Viö kynntumst af einskærri tilviljun fyrir mörgum árum. Frá því ég fýrst sá hana tendraöist sál mín funa er hún haföi aldrei áöur þekkt. En það voru ekki logar ástarinnar og bitur og sár var sú hugarkvöl, er ég gerði mér smám saman Ijóst aö ég gat á engan hátt gert mér grein fyrir þessum annarlegu kenndum né sef- aö duttlungafullan ofsa þeirra. Hvaö sem öðru leið giftumst viö og ófum saman þráö örlaga okkar; og ég talaöi aldrei af ástríóu né hugsaöi um ást. Hún dró sig hins vegar út úr skarkala lífsins og helgaöi mér líf sitt eingöngu til aö veita mér hamingju. Það er gaman aö undrast; — þaö er Ijúft aö dreyma. Menntun Morellu var frábær. Aö mér heilum og lifandi voru gáfur hennar einstæöar og andlegt at- gjörvi meö ólíkindum. Mér var þetta Ijóst og geröist lærisveinn hennar í margri grein. En fljótlega komst ég aö raun um, að hún kynnti fyrir mér nokkrar af þeim óskiljanlegu skræö- um, sem venjulega eru taldar hið argasta leirhnoö frá árdögum þýzkra bókmennta. En þær voru af mér óskiljanlegum ástæöum, eftirlætis áhugamál hennar og stööugt íhugun- íhugun— Og þaö skýrist einfald- lega af áhrifamætti vana og fordæm- is, aö þær urðu mér þaö einnig er fram liöu tímar. Ef ég skil rétt haföi ég þó lítiö til þessara mála að leggja. Misminni mig ekki, mótuðust skoð- anir mínar engan vegin af þeim, og ef mér skjátlast ekki því hrapallegar, gægöist ekki vottur af þeirri dulúö er ég las, fram í hugsunum mínum né athöfnum. Ég gaf mig því grandalaus leiösögn konu minnar á vald og sökkti mér af brennandi ákafa í myrkviði þessara fræða. Og ef ég braut heilann um torræðar blaösíö- ur, læddist aö mér válegt hugboö, er Morella snart mig með kaldri hönd sinni og skaraöi úr ösku dauörar heimspeki framandi og nöturleg orö, sem nístu hug og hjarta með annar- legri merkingu sinni. Löngum undi ég henni við hlið og heillaðist af seiöandi hljómi raddar hennar, unz kliöurinn varö ótta og lævi blandinn og ég varð fölur og fár og óaði við þessum dularfuilu ójarönesku tón- um. í einni svipan umhverfðist ham- ingjan þannig í hrylling, hin æösta fegurö gjörðist hin versta ógn líkt og Hinnon varð að Ge-Henna. Ástæöulaust er aö tíunda ná- kvæmlega innihald þeirra doðranta er ég hef á minnst og voru um langt skeiö nær eina umræöuefni okkar Morellu. Fræðimenn myndu eflaust nefna þaö eins konar guðf ræðilega siöspeki, en leikmenn myndu hvaö sem öllu líöur veröa litlu nær. Hin ofsafengna algyöistrú Fichtes, meitl- aöa tölvísi Pýdagórasarsinna; en fyrst og fremst kenningarnar um samsemd er Schelling boöaöi af eldmóöi, voru þær samræöur er venjulega færðu hinni sveimhuga Morellu dýpst yndi. Mér skilst, aö það sem Locke nefndi einstaklings samsemd, sé fólgiö í heilbrigðri skynsemi hugsandi veru. Og þar eö viö skynjum persónulegan vitsmuna- kjarna í hverri manneskju og úr því aö meövitund er ávallt hugsun sam- fara, greinum viö okkur á þennan hátt frá ööru fólki og upplifum þaö ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.