Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 5
Þannig hefur ásýnd kappans breyzt á 20 árum. Frá hsagri: 16 ára, 19 ára, 23 ára, 29 ára og 36 ára. í 17 ár hefur hann verið ókrýndur heimsmeistari í golfi. Nicklaua 16 ára og þá kominn í fremstu röð áhugamanna í Banda- ríkjunum. Hann þótti bráöger og vann markvisst að því að veröa beztur í heiminum. íl'Íj Ijfej i; 20 árum síðar tekur hann ekki eins mikið á og nœr ekki sömu lengd, en leggur áherzlu á að virkja kraft fótanna eins og vel sést á þessari mynd. Aö hreppa „græna jakkann" og sigra í Masters-keppninni, þykir eftirsóknarvert í meira lagi. Sigurvegari sfðasta árs skrýðir þann sem vinnur og hér er Gary Player frá Suöur-Afríku aö færa Nicklaus í jakkann, en fimm sinnum hefur hann unniö græna jakkann. Á myndinni að neðan er Nicklaus ásamt Arnold Palmer, sem löngum var harðasti keppinautur hans. keppinauta sína meö mikilli viröingu, þykir þægilegur maöur og skörpum gáfum gæddur. Sterkasta vopn hans undir pressu atvinnumennskunnar er einstæöur einbeitingarhæfileiki, sem kemur bezt í Ijós, þegar mikiö er í húfi. Teighögg hans eru geysilöng og voru þó ennþá lengri um þaö leyti sem hann byrjaði í atvinnumennsku liðlega tvítugur. Hann er samt ekki meöal þeirra, sem hvað beinast slá af teig. Löng járnahögg afgreiðir hann hins- vegar betur en nokkur annar í heiminum og hann er meöal hinna nákvæmustu á flötunum. Sumir hörö- ustu keppinautar hans hafa þó taliö, aö hann eigi mest aö þakka einbeitingu sinni og óbrigðulli dómgreind viö ólíkustu aöstæöur. Jack Nicklaus er fæddur í Columbus í Ohio 1940 og veröur því fertugur í vetur. Forfeöur hans komu frá Þýzka- landi, enda leynir sér ekki germanskt útlit kappans; Ijósgult hár og blá augu. Bæöi faöir hans og fleiri skyldmenni hafa verið meiri háttar kjötfjöll og sjálfur var Jack kominn vel yfir hundr- aö kíló rúmlega tvítugur. Honum þótti síöar úthald sitt ekki sem skyldi; grennti sig einhver ósköp og lét vaxa hár sitt, sem löngum haföi verið burstaklippt á ameríska vísu. Þegar á unga aldri kom í Ijós aö Jack haföi mjög gott upplag til margs- konar íþrótta, en fyrsta hringinn sinn á golfvelli lék hann 10 ára og þá á 51 höggi. Enda þótt hann iökaöi körfu- bolta og fléiri íþróttir, tók hann golfiö með þeirri alvöru og vísindalegu nákvæmni, sem hefur einkennt hann alla tíö síöan. Aöeins 13 ára og þá frekar krangalegur, var hann kominn með plús 3 í forgjöf og lægstur allra áhugamanna í Ohio. Hann varö enda drengjameistari fylkisins þaö ár og má segja aö hann hafi verið óstöövandi síöan. Faðir hans, Charlie Nicklaus, var sjálfur mikill áhugamaöur um íþróttir og lék á yngri árum golf í þeim mæli, að hann átti nokkur vallarmet. Svo mikill var áhuginn, aö sá gamli byggöi nýtt íbúöarhús meö æfingakjallara, þar sem sonurinn gat æft sig aö vetrarlagi, en snjóalög veröa nokkur í Ohio. Ungur var Jack látinn í hendur úrvals golfkennara, Jack Grout, sem alger- lega mótaöi aðferö hans og stíl og síðan hefur Nicklaus ekki notiö tilsagn- ar annars kennara. En hann byrjar venjulega undirbúning sinn undir keppnisáriö einhverntíma í janúar meö því aö bregða sér til Columbus, hitta Grout og láta hann fara yfir undir- stööuatriöin meö sér. Aöeins 17 ára gamall varö Jack Nicklaus Bandaríkjameistari unglinga og auöséö aö hverju stefndi. í skólan- um, Ohio State College, lék hann fótbolta, körfubolta, tennis og aö sjálfsögöu golf. Þaö tók alltof mikinn tíma frá náminu; hann byrjaöi í lyfjafræöi, en síðan í viöskiptafræöi meö tryggingar sem sérgrein. Jafn- framt kynntist hann þar Barböru Bash, sem hann kvæntist skömmu síöar. En skólinn sat á hakanum vegna óteljandi golfkeppna og eftir aö hann var oröinn Bandaríkjameistari áhugamanna, ákvaö hann 22 ára gamall aö stíga skrefiö til fulls og gerast atvinnumaður. Þá var ekki um annaö aö gera en hætta viö námiö í skólanum, en Nicklaus sér alltaf eftir því, vegna þess aö þaö er andstætt eðli hans aö byrja á einhverju og Ijúka því ekki. Þau Barbara og Jack Nicklaus hafa í fyllingu tímans eignast 5 börn og hafa bú saman sett á Florida, þar sem engin hætta er á aö snjór tefji kappann frá æfingum. Þótt merkilegt megi viröast, æfir hann þó ekki mjög mikiö; heldur því fram aö æfingar séu góöar til þess aö leiðrétta eitthvaö, sem ekki svarar sér rétt, en hættir um leið og þaö er komið í lag. Andlega hliöin skiptir Jack Nicklaus svo miklu máli, að stundum finnur hann lausn á einhverjum galla meö íhugun, í staö þess aö sjá mörg hundruö golfbolta eins og flestir aörir atvinnumenn gera. Hann leggur mjög mikla áherzlu á aö komast í burtu frá streitunni, sem fylgir fjögurra daga keppnum og gerir það með allskonar sporti. Nicklaus er hörku veiöimaöur og rennir bæöi fyrir stórfiska undan ströndum Florida og laxa í Laxá í Dölum. Hefur hann að minnsta kosti tvívegis komiö til íslands af aflokinni keppni í British Open og slappaö af viö laxveiðar í Laxá í Dölum. Hann kann því vel, að íslendingar standa ekki í þeim eltingaleik viö frægt fólk, sem hann þekkir alltof vel erlendis frá. Og í nýlegri bók frá hans hendi, „Jack Nicklaus On & Off the Fairway" er mynd af honum í Laxá ásamt Helga Jakobssyni, fylgdarmanni hans. Þaö heyrir til lífinu hjá stórstjörnum í einstakiingsíþróttum að halda sýningar og þegar maöur eins og Jack Nicklaus á í hlut, kostar slík sýning stórfé. í síöustu veiöiferö kappans í Laxá, féllst hann á aö efna til sýningar, sem fram fór á Nesvellinum eins og margir muna, sem hana sáu. í það sinn tók hann ekkert fyrir sýninguna sjálfur, en tækin sín skildi hann eftir með þeirri ósk, aö Teigskotin geiga stundum, jafnvel hjá þeim beztu og hér hefur þaö komið fyrir hjá Nicklaus og sýnist heldur vonlítiö aö ætla sér aö slá hann þarna, en Nicklaus hefur aug- sýnilega veriö á annarri skoöun. um þau yröi keppt og ágóöi keppninn- ar látinn renna til góðgerðarstarfsemi. Þratt fyrir leiöindaveöur, vandaði hann sýninguna eins og allt, sem hann leggur nafn sitt viö og hvorki kvartaöi hann yfir veörinu né aöstæöunum. Sjálfur kveðst hann ekki slá eins langt og hann geröi, þegar hann var 22 ára og yfir 100 kíló. En hann bætir það upp með yfirgripsmeiri kunnáttu í tækni og keppnisreynslu. Bezti árang- ur hans á 18 holu hring er 62 högg og því hefur hann þrívegis náð. En hann er svo jafn, að sum árin hefur meðal- skor hans orðið undir 70. Hann hefur Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.