Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 4
Til vinstri: Jack Nicklaus ásamt konu sinni 09 fimm börnum þsirra. Hann hefur dregiö úr þátt- töku í keppnum m.a. til þess að geta veriö meira meö fjölskyld- unni. Til hægri. Nicklaus er mikill veíöimaöur og hefur komiö til islands og veitt í Laxá í Dölum. Hér er hann meö Helga Jakobssyni, fylgdarmanni sínum. Bandarikjamenn hafa þann hátt á aö kjósa „íþróttamann áratugarins" og segir sig sjálft, aö þaö er ein mesta viöurkenning, sem nokkrum íþrótta- manni í heiminum getur hlotnazt. íþróttir skipa feykilega háan sess í bandarískum skólum og þessvegna fullar líkur á, aö úrtöku efnilegir unglingar fái öll hugsanleg tækifæri til aö njóta sín, svo framarlega sem áhugi hjá þeim sjálfum sé fyrir hendi. Banda- ríkjamenn hafa átt afburðamenn í öllum greinum íþrótta, en örfáir gnæfa þó upp úr skaranum. Frá fyrra helmingi aldarinnar er til dæmis Jesse Owens Olympíuhetjan frá Berlínarleikunum 1936, sprottinn upp úr gerólíkum jarövegi og síðari tíma afreksmenn. í annan staö má nefna Cassius Clay, sem kallaöi sig Muhamed Ali og var einráöur aö kalla í hnefaleikum á talsvert löngu tímabili. Hann hefur nú dregiö sig í hlé, — en hefur ennþá munninn fyrir neðan nefiö og er trúlega víðfrægasta íþróttastjarna heimsins. Þriöji risinn úr heimi bandarískra íþrótta er Jack Nicklaus, golfleikarinn, sem nýlega varö þess heiöurs aönjót- andi aö vera kjörinn íþróttamaöur áratugarins. Hann er nú 39 ára og í rauninni kominn yfir þann aldur, þegar getan á aö vera í hámarki, en samt svo magnaöur aö segja má, aö hvenær sem er geti hann unniö hvaö sem er. Hinsvegar er hann hættur að keppa nema á stórmótum. Þau eru fjögur, sem mynda „alslemmuna" svokölluðu og allir atvinnumenn í golfi sækjast eftir að vinna, — ekki bara vegna veröiaunanna, en einnig vegna heiöurs og álitsauka, sem skilar sér líka í beinhöröum peningum vegna auglýs- ingasamninga. Nú í ár var Jack Nicklaus nánast hársbreidd frá því aö vinna tvær þessara keppna og ekki lengra síðan en í fyrra, aö hann sigraði í British Open, sem kannski þykir sú allra eftirsóknarverðasta. Nicklaus hefur unniö British Open þrisvar, opna bandaríska meistaramótiö hefur hann einnig unniö þrisvar. PGA-keppnina fjórum sinnum og Masters hefur hann unniö fimm sinnum. í þessum keppn- um hefur hann 14 sinnum hafnaö í ööru sæti. Enginn úr rööum atvinnu- manna í golfi kemst nálægt þessu. Samtals hefur hann 66 sinnum sigr- aö og 44 sinnum orðið annar. Yfir- burðirnir koma kannski bezt í Ijós, þegar þaö er athugaö, aö Nicklaus er kominn yfir 3 milljónir bandaríkjadala í verölaunafé, en Lee Trevino, sem næstur honum er aö þessu leyti, hefur unniö sér inn liölega 1,5 milljónir. í heimi atvinnumennskunnar er þó kannski annað, sem veröur enn þyngra á metunum en verðlaunaféð. Þann garö hefur Nicklaus ræktaö vel og vandlega og má segja aö sú ræktun felist í aö selja frægö sína. Til hliöar viö sína atvinnumennsku í golfi, rekur Nicklaus stórfyrirtæki: Gullbjörninn, eöa The Golden Bear Inc. Hann fram- leiðir fatnaö í stórum stíl, hannar nýja golfvelli, hefur saman settar fjórar bækur um galdur golfleiks og feril sinn og heldur úti myndskreyttum kennsluþáttum í blööum. En hvernig er svo maöurinn á bak viö alla þessa velgengni. Sé miöaö viö stórstjörnuna Muhamed Ali, þá er naumast hægt aö hugsa sér ólíkari menn. Yfirlýsingar Muhameds Ali um ágæti sitt, mundi Nicklaus sízt af öllu taka sér í munn. Hann er ekki áberandi og varla nema meöalmaöur á hæö, en samanrekinn og feykilega vel á sig kominn líkamlega. í öllu sínu framferði er hann óaðfinnanlegur, ævinlega kurteis og hefur fyrir reglu, aö kvarta aldrei yfir aöstæöum. Hann talar um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.