Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 11
I fjallinu ofan viö baainn hefur veriö komiö upp ókjósanlegri skíöaaöstööu við allra hæfi og sórstök skíðavika er haldin þar á páskum. Til vinstri: Graan- lenzki hópurinn, sem bjó aö Hótel Húsavík í sumar og var fyrsti túristahópurinn frá Grænlandi, sem leggur leiö sína til islands. þaö, sem gista á hótelinu yfir sumar- ið, þegar aðsóknin er mest?“ „Afkoman byggist á útlendingum. Af hverjum 100, hygg ég að 70 séu útlendingar. Margir eru á bílaleigu- bílum að skoða sig um, en stór hluti á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins í þessum 10 daga hringferðum. Þá er gist hér í tvær nætur. Sumir eru á vegum ferðaskrifstofa, eða Flugleiða eins og grænlenzki hópurinn til dærnis." „En laxveiðimenn?" „Nei, þeir gista hér ekki að ráði, nema þá fyrir eða eftir veiðitúrinn. Þeim er séð fyrir gistingu í veiðihús- þann vanda, sem hótelrekstur úti á landi á viö aö stríða. Samt er Hótel Húsavík svo vel búiö og glæsilegt, aö til fyrirmyndar veröur aö teljast. Herbergin eru vistleg, kaffiterían og einkum þó maturinn þar gefur engu eftir, sem hægt er að fá á sambæri- legum stöðum í höfuðstaðnum, — og salirnir eru svo glæsilegir, aö ókunnur gestur verður allt aö því forviða, þegar hann lítur þangað inn. Þeir eru um leið félagsheimili bæjar- ins og var það komið eitthvað áleiðis, þegar ákveðið var aö byggja hótel og sameina þetta tvennt á þann hátt, að félagsheimiliö notar eldhús hótelsins og hótelið notar sali félagsheimilisins. Þar er einnig prýöi- leg aðstaða til ráöstefnuhalds og allt ætti þetta að verða til að styðja afkomuna. í ágústbyrjun var líka sannarlega líflegt um að litast á Hótel Húsavík. Þá stóð þar yfir ráðstefna norrænna rafvirkja og skandinavíska hljómaði úr hverju horni. Fyrir utan venjulega túrista, sem eru mikið til eins alls- staöar, var þar litríkur hópur Græn- lendinga; fyrsti túristahópurinn úr norörinu, eða hvaö? Þeir voru frá Narsaq á vesturströndinni og þegar betur var að gáð, kom í Ijós að sá staður er töluvert sunnar en syðsti oddi íslands. Þetta var lífsglatt fólk, bauð „go’dag“ pá dansk og virtist njóta þess í ríkum mæli aö búa þarna á hótelinu og sjá sig um á Húsavík, þótt veðrið væri ekki sem bezt. Yfir hásumarið er straumur feröa- manna í þeim mæli, að ekki fá allir inni á hótelinu, sem vilja, — en hægt er að fá herbergi á vegum hótelsins úti í bæ, þegar allt um þrýtur. Ekki væri vandi aö láta endana ná saman, ef sá straumur stæöi árið um kring. En því er nú ekki að heilsa eins og sakir standa og hvað er hægt að gera. Er með einhverju móti hægt aö lengja þessa stuttu vertíö? Einar: „Við erum ekki í alfaraleið; hér er mjög lítil umferð að vetrarlagi og við verðum að sækja okkar gesti, ef svo mætti segja. Til þess þarf þó eitthvert aödráttarafl og viö höfum tvö tromp á hendi. Annarsvegar er skíðalandið, sem hér er skammt fyrir ofan. Að jafnaði skortir ekki snjó, tvær síðalyftur í gangi og á að bæta þeirri þriðju við. Skíðalandiö er heppilegt fyrir fjölskyldur og ekkert sem mælir á móti því, að þarna geti oröiö vinsæll skíðastaður. Við höfum staöið að skíöaferðum hingaö ásamt Útsýn og Flugleiðum og fengið bærilega þátttöku. Við höfum einnig unnið aö því aö koma á skíðaviku á páskum; þá einkum fyrir fjölskyldur. Valdemar Örnólfsson, sem hefur góöa reynslu úr Kerlingarfjöllum, hefur komiö og haldið uppi gleðinni og snjallari maður til þess mun vandfundinn. Þó brást þetta í ár, vegna þess aö samgöngur tepptust og ekki var hægt að lenda í Aðal- dælahrauni. Hinsvegar er svo ráðstefnuhaldið. Viö höfum reynt aö lengja tímabiliö í báöa enda meö því aö fá ráöstefnur vor og haust. En mér er engin launung á, að mér þykir gremjuleg sú ósanngjarna samkeppni, sem ýmis verkalýösfélög og önnur einka- samtök stunda meö sumarbúðir sínar yfir veturinn. Þar nægir aö benda á Munaöarnes; forráöamenn þess og reyndar fleiri sumarbúða, misnota þær aö mínu viti. Þessar búðir voru reistar til að gegrta ákveðnu hlutverki og er ekkert nema gott um það að segja. En hótel, sem þurfa aö standa undir erfiðum lána- kjörum og halda uppi nauösynlegri þjónustu árið um kring, geta engan veginn orðið samkeppnisfær í verði, — jafnvel þótt verðtilboðin séu mjög hagstæð eins og þau hafa verið hjá okkur. Umsjónarmaöur sumarbúðanna í Munaöarnesi upplýsti nýlega í viötali, aö átta manna hús sé þar leigt í allt að fjórar nætur á 13 þúsund krónur, sem þýöir aö gisting yfir nóttina kostar hvern mann 400 krónur. Ekkert hótel getur boöiö viðlíka verð. Þrátt fyrir þetta hefur okkur tekizt aö fá hingaö noröur nokkrar ráö- stefnur á vetri hverjum og aö sjálf- sögöu hafa þær lyft undir reksturinn þennan dauða tíma. Og þótt verðið sé lágt, er allt sem næst á þessum tíma í raun og veru fundið fé. Þessi þáttur í rekstrinum hefur átt sinn þátt í að hann hefur borið sig sem slíkur og aðeins betur, því síðastliðin 4 ár hefur verið hægt aö skila á þriöja tug milljóna uppí fjármagns- kostnað. Þó það sé nokkur upphæð, nægir það fé þó engan veginn uppí þær afborganir og vexti, sem hótelið þarf að bera. Það eru líka fleiri hliðar á þessu máli, til dæmis það hvers virði svona hótel er einu bæjarfélagi. Áriö 1978 var Hótel Húsavík þriöji stærsti greiðandi opinberra gjalda til bæjar- sjóðs Húsavíkur. Þá er það einnig stór atvinnuveitandi hér og erfitt yrði aö telja upp þær óbeinu tekjur, sem einstaklingar hér og bæjarfélagiö í heild njóta vegna tilveru þess. „En hverskonar feröamenn eru unum. Hvað heimamenn og Þingey- inga sjálfa áhrærir, þá nota þeir veitingabúöina, þegar þeir koma í kaupstaö, en þeir gista ekki nema þeir verði veðurtepptir. Yfir veturinn erum við þessvegna meö allt í lágmarki, kannski 10 manns í vinnu, en fer uppí 25 á sumrin, enda eru 34 herbergi og það er meö því stærsta úti á landi. Viö höfum getað veitt vinnu, þó í smáum stíl sé; átta af hverjum tíu meöal starfsfólksins eru Húsvíkingar eða fólk úr sveitunum hér í kring.” „Hvaö mæðir haröast á hótelstjór- anum?“ „Að sjálfsögöu fjármálin og þá einkum og sér í lagi vaxtabyrðin. Á sínum tíma voru teknar aö láni tæpar 20 milljónir hjá Feröamálasjóöi, — Sjá ennffremur á næstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.