Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Qupperneq 2
„Glataði sonuriniT er senniiega umdeildasta mynd, sem sýnd hefur verið i Sovétrikjunum siðan eftir byltinguna 1917. Eiga svínin kannski að tákna ákveðnar, en ónefndar persónur? ILYA GLAZUNOV er einn þekktasti málari Sovétríkjanna. Hann hefur mál- aÖ Brésnef Fellini, Sviakóng og Ginu Lollobrigidu — en er andófsmaöur og hefur leyft sér aÖ mála valdhafana sem svin, öslandi i blóöi — og komizt upp meÖ þaÖ. Eftir Richard Beeston. Hann ögrar þeim í Kreml Glazunov leitar fyrirmynda á götum Moskvu. I vinnustofu sinni, á efstu hœð í QMbýlishúsi í gömlu hverfi í Moskvu, hefur llya Glazunov endurskapað ímynd heilags Rússlands, mynd sem synir byltingarinnar vildu helzt fá fólk til að gleyma. Afarstórt mélverk af Alexander III. zar í Rússlandi, þekur meö öllu einn veginn í vinnustofunni. Þessu málverki var bjargað frá eyðileggingu úr kjallara Eremitasjesafnsins í Leningrad. Hinir veggirnir eru þaktir stórfenglegum íkónamyndum (= sérst. teg. helgi- mynda, aðallega af Maríu mey og ýmsum dýrlingum. Alg. hjá grísk-kat- ólskum í Rússlandi.), krossfestingar- myndum og myndum frá keisaratímum Rússlands. Glazunov er rússneskur þjóðernis- sinni og er auk þess sá málari rússn- eskur, sem mest er umdeildur og lengst hefur náö með list sinni nú á tímum. „Fortíö okkar er hluti af heimsmenning- unni,“ segir hann. „Fólk hefur logið til um gamla Rússland, en mig langar til að segja sannleikann.“ Þetta er þaö, sem hann segist vilja gera meö síöasta og mesta verki sínu, veggmynd, sem hann er að mála fyrir höfuðstöðvar UNESCO í París. Hún er um það bil 3 sinnum 9 metrar að stœrð og á að vera fullgerö á næsta ári. Hún á að túlka skerf Rúss- lands til heimsmenningarinnar og er æði ólfk hinu svokallaöa „sósíalraun- sæi“, sem bregður upp glansmyndum af hamingjusömum verkamönnum, samyrkjubændum og ökumönnum dráttarvóla, sem þeir í Kreml og rússn- eska listamannasambandið hafa svo mikið dálæti á. Hvernig kemst hann upp meö allt þetta, þessi málari kvikmyndastjarna og konunga, erlendra þjóöhöföingja og hef- ur meira aö segja veriö ráöinn til aö mála Bréznev. Þessi listamaður, sem fær ekki aö sýna myndir sínar í neinu listasafni í Sovétríkj- unum, en hélt einkasýningu í Moskvu, sem dró aö sér hálfa milljón gesta á liönu ári. „Þegar ég ferðast erlendis," segir hann, „álítur fólk, aö ég sé fulltrúi opinberu hugmyndafræöinnar, maöur í þeirri aöstööu aö fá aö mála Bréznev, KGB-starfsmaöur og — lélegur málari. Heima fyrir er ég kallaöur íhaldsseggur, sem máli dularfullar trúarlífsmyndir, borgaralegur málari sem eigi frægð sína aö þakka þaö aö hafa málað útlendinga." Mynd af Indiru Gandhi eftir Glazunov.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.