Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1979, Side 4
En þaö aö mála myndir af Bréznev og áhrifamiklum vinum Kremlar, hefur ekki hjálpaö Glazunov til aö afla sér leyfis til aö sýna þaö, sem hann sjálfur álítur meistarastykki sitt „Leyndardómur 20. aldarinnar“, afarstórt málverk, um 6 metra á lengd. Þar má títa fjölda andlita, sem alls ekki eru í náöinni í Kreml og enginn þorir aö sýna undir venjulegum kringumstæöum. Þar á meöal eru síöasti Zarinn, Stalin, Krúsjéff, Trotsky, Mao og Solzhenitsyn. Þaö er engin furöa þótt engir hafi séö þetta málverk nema þeir, sem hafa veriö gestir í vinnustofu Glaz- unovs. Áriö 1976 buöu yfirvöld í Moskvu honum sýningarhöll til aö halda þar heildarsýningu á verkum sínum. En hann rakst strax á harðan múr „sambandsins“, sérstaklega aö því er snerti beiðni hans um aö fá aö sýna „Leyndardóminn". Eftir langt þóf sagðist Glazunov ekki vilja opna sýninguna án þess meistarastykkis síns. Henni var síðan aflýst. „Leyndardómur 20. aldarinnar" og „Giataöi sonurinn” sýna glöggt tvo sterka þætti í stíl Glazunovs: framlag hans í listinni til félags- og stjórnmála. En margar af áhrifamestu myndum hans, — kolateikningar, lýsa einmanaleik og því, hve nútímaborgir í Sovétríkjunum eru ómennskar og kaldar. Faömiög elskenda hverfa í skugga risastórra fjölbýlishúsa, gömul kona hreinsar ruslið af götunni, daginn eftir gamlárskvöld. Meðal bestu verka Glazunovs eru andlitsmyndir af sögupersónum eftir uppáhaldsrithöfund hans, Dostojevski, — andlit, sem enn sjást á götum Moskvuborgar. Annað algengt myndefni hans er gamla Rússland, keisararnir, dýrlingar og hetjur, trú og menning: veggir og huröir í vinnustofu Glazunovs eru þaktir litríkum myndum rússneskrar alþýöulistar. Flest- um helgimyndunum var bjargaö úr yfir- gefnum kirkjum og samyrkjubúum og endurnýjaöar og gert viö þær á vinnu- stofu Glazunovs. Hann segir aö list sín, sem er í hæsta máta andstæö hinni opinberu stefnu í listum, sé einhvers staöar mitt á milli abstraktlistar og opinbera „ljósmynda-natúralismans.“ „Ég reyni að fara gullna meöalveginn," segir hann, „og reyni aö láta þjóölega hefö vera leiöarljós mitt.“ Hann hefur andúö á þeirri list, sem opinberlega er lýst þóknanleg í Sovétríkj- unum. Hann kallar hana „lakkaöa list“, — list sem setur „glans á raunveruleikann, sem einstaklingurinn og innri veröld hans eru falin á bak við.“ Hann segir einnig, aö sovézka raun- sæisstefnan sé fölsun á lífsstaöreyndum, þar sem viöfangsefnið, málaö í áróöurs- skyni, er ekki raunverulegt fólk, heldur „sýningargínur“. Hann er jafn gagnrýninn á margar aörar nútímastefnur í list. „Mér fellur vel viö Englendinga,” segir hann, „því þeir hafa í heiöri og varöveita þjóölega hefö sína og ég dáist aö málurum þeirra — Reynolds, Gainsborough, Turner. En margir af yngri listamönnum þeirra halda, aö frelsi í list sé sama og frelsi til ofbeldis. Frelsi krefst ábyrgðartilfinningar.“ í lífi sínu og starfi er Glazunov aö reyna aö bjarga því, sem bjargaö veröur úr fortíö Rússlands og er einn af framá- mönnum í hópi borgara, sem reyna aö bjarga gömlu Moskvu frá frekari eyöi- leggingu. Hann hefur sérstaka ánægju af aö kenna ungum listnemum sitthvað um fortíöina. „Mér finnst gaman að kenna,“ segir hann. Ég er utangarösmaöur, ef þaö orö merkir mann, sem hugsar ööruvísi en aðrir. Ég á ekki samleið meö opinbera skólanum.“ En rætur Glazunovs standa djúpt í Rússlandi, þar sem hann vill vera sovézkur borgari, en rússneskur málari. Þýö.: Jón K. Magnússon. © / tllofni þúuunda ira byggöar íslanda, 1874, aetti Kristján kon- ungur níundi íslendingum nýja stjórnarakrá. Á grundvelli hennar var kosiö til fyrsta löggjafarþings íslendinga, sem sett var 2. dag júlímánaöar 1875. Þetta var jafn- framt 15. þingiö í rööinni síöan Alþingi var endurreist. Þingiö sátu 36 fulltrúar í tveimur deildum, 30 þjóökjörnir og 6 konungkjörnir. Efri deild var skipuö 12 þing- mönnum, þ.ám. öllum konung- kjörnu þingmönnunum, en neðri deild 24 þjóökjörnum þingmönn- um. Þingforseti var kjörinn Jón Sig- urösson, sem síöan hefur, lífs og liöinn, boriö forsetanafn í hugum íslendinga. Hann andaöist í Kaup- mannahöfn 7. desember 1879. í kjölfar komandi kosninga er því 100 ára ártíö hans í desember- mánuöi nk. Þetta fyrsta löggjafarþing íslendinga sat aöeins í tæpa tvo mánuöi. Þaö tók þó til meöferöar 80 mál og afgreiddi 26 lög, þar á meöal fyrstu fjárlög sem landinu vóru sett (til tveggja ára: 1876 og 1877). Heildartekjur þessara tvíæru fjárlaga vóru 580 þúsund krónur en heildarútgjöld 452 þúsund. Til samanburöar má geta þess að frumvarp að fjárlögum komandi árs, 1980, hljóðar upp á 330.329.500 þúsund krónur. Hiö síöara frumvarpiö nær þó aöeins til eins árs. Verkefnin vóru aö vísu færri og „smærri“ þá en nú og krónan stærri. En skondiö er samt aö bera saman þessar tölur. Tekjuafgangur hinna fyrstu islenzku fjárlaga vóru 20 hundr- aöshlutar niöurstööu þeirra. Veröi útkoman jafn jákvæö á fjárlagaár- inu 1980 kæmi ríkisbúskapnum til góða tekjuafgangur upp á 66 milljarða króna, miöaö viö nýjasta tjárlagafrumvarpið. Þaö þætti virkur veröbólguhemill og lofs- verður árangur í dag. Á þriöja löggjafarþingi íslend- inga, 1879, fyrir téttri öld, sem sat aöeins í 58 daga, vóru 94 mál tekin til meöferöar. 27 lagafrum- vörp vóru samþykkt sem lög. Meöal þeirra mála sem samþykkt vóru á þessu þingi vóru ákvaröan- ir um byggingu þriggja stórbrúa: á Ölfusá, á Þjórsá og á Skjálf- andafljót. Miöaö við þáverandi íbúatölu, þáverandi þjóðartekjur og þáverandi tækni jafnast senni- lega hvert þessara mannvirkja viö Borgarfjaröarbrú dagsins í dag. Aö auki var samþykkt aö byggja stórhýsi yfir Alþingi. Hornsteinn þess var lagður 9. júní 1880 og í apríl 1881 var smíöi þess aö fullu lokiö. Þinghúsiö er nýtt enn í dag, þó aö þröngt sé þar um 60 manna þing með nútíma umsvif. En gerö þess, byggingartími og reisn stenzt engu aö síöur samanburö viö flest þaö, sem bezt er gert í dag. Enn samþykkti þetta þing fyrir 100 árum að stofna lagaskóla í Reykjavík, sem vissulega var mikilvæg ákvöröun. Tekjuafgang- ur fjárlaga á þessum árum fékkst ekki, eöa a.m.k. ekki fyrst og fremst meö því, aö halda aö sér höndum um framkvæmdir. En hvaö um vandamál, sem börðu aö þjóöardyrum á þessum tíma? Vóru þau ekki smá ísniöum miöaö viö stressvaka samtímans? Sínum augum lítur hver á silfriö — en nefna má nokkur dæmi. Stórkostlegt eldgos varö í Dyngjufjöllum 1875, hundruö jaröa stórskemmdust og almennt bjargleysi varö víöa um land. Þrjátíu og fjórir menn fórust af hákarlaskipum nyrðra á einum og sama deginum í endaöan maí þetta ár. Landflótti til Vestur- heims var mikill og 1200 manns fóru meö einu og sama vesturtar- askipinu í júlí 1876. Hall- ærisástand var víöa viö Faxaflóa vegna eindæma aflaleysis tvö ár í röö (1866 og 1867). Bágast var ástandiö á Vatnsleysuströnd, Álftanesi og í Hafnarfiröí, en þar næst í Reykjavík og á Seltjarnar- nesi. Barst þó umtalsverö hjálp úr öörum landshlutum. Og fleiri dæmi áþekk mætti til tína. Á allt þetta er minnst til aö sýna fram á, a&fyrir 100 árum hugsuöu íslendingar stórt, þrátt fyrir þrengingar. Þeir körpuðu að vísu um hin smærri málin — en stóðu saman um þau stærri. Þeir vóru ver í stakk búnir, efnalega og tæknilega, til aö axla erfiöleika og takast á við stór verkefni, en þeir geröu hvorutveggja. Og þeir lögöu grunn aö því gróandi þjóö- lífi, sem síöar varö. Enn í dag er Alþing háð í húsi því við Austurvöll, sem tekin var ákvörðun um að reisa fyrir 100 árum, samtímis þremur stórbrúm. Og í sjálfu sér var þinghúsið og hiö nýja löggjafarþing brú yfir til nýrri og betri tíma, efnalegs og stjórnmálalegs sjálfstæðis íslenzkrar þjóðar. Hér skal ekki lagöur dómur á, hvort allt þaö, sem innan veggja þinghússins hefur síöan skeö, sé rökrétt fram- hald af reisn og fyrirhyggju hinna fyrstu þinga. En ekki væri skaöi skeður þó að nýtt þing, sem kjöriö veröur í skammdegi, yröi sams konar dagsbrún betri tíöar og blóma í haga og fyrstu þingin fyrir heilli öld. Síöasta þing var úti um leiö og þaö var sett. Megi hiö næsta höndla giftu til lengri lífdaga, þors og reisnar. Stefán Friöbjarnarson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.