Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Blaðsíða 11
Einn hinna fágætu fugla JAMES MC CRACKEN er einn mikilfeng- legasti tenór- söngvari vorra tfma. Frá honum segir Peter Andrews í þessari grein Hinn dramatíski tenór er án efa helsta vopniö í vopnabúri óperunnar. Raddfæri hans þurfa aö vera búin ótrúlegum krafti og sveigjanleik. Á lægri nótunum veröur hann aö hafa hljóm barytonsöngvarans og nægan styrk til aö yfirgnæfa heila sinfóníuhljómsveit ef því er til aö skipta. Á hærri nótunum, þeim sem guö ætlaöi mönnum ekki aö syngja ef marka má orö söngvara, þarf dramatíski tenórinn aö geta sungiö hærra öllum öörum í leikhús- inu og geta myndaö háa C-iö tromþets- ins, en þaö er aðalsmerki mikilla tenór- söngvara. Þær leikrænu kröfur sem hann þarf aö standast eru meöal hinna ströng- ustu í óperunni; í lokaatriöinu, um leiö og hann syngur hinn Ijúfsára lokasöng f andlátinu, þarf hann iöulega aö paufast um sviöiö og vinna erfiöu verkin á borö viö aö kyrkja einhvern vondan mann eöa varpa veggjum musterisins um koll. Því hefur veriö haldiö fram, aö söngv- arar sem þetta gætu væru „sjaldgæfastir fugla. Þeir eru aldrei fleiri en tveir eöa þrír uppi á sama tíma“. Einn þessara sjaldgæfu fugla er James McCracken. Frami hans innan óperunnar byggist á því, aö hann þoröi þaö sem aörir heyktust á aö reyna aö giíma viö. Sem dæmi um þaö má nefna, aö hann hefur sungiö skelfi allra óperusöngvara, Óþelló í samnefndri óperu Verdis, um sautján ára skeið, viö gífurlegar undir- tektir áhorfenda. Um þessar mundir er hann aö takast á hendur nýtt verkefni: Tannhauser eftir Mc Cracken á sviði Metropolitan óper- unnar í New York í Othello eítir Ver- di. Mc Cracken tekur lagið um leið og lögð er siðasta hönd á hárkolluna, — og sú sem það gerir er eiginkona hans, sópransöng- konan Sandra Waríield. Mc Cracken ásamt Marilyn Horne í Carmen eítir Bizet. Wagner, en upphaflega átti aö fela verkefniö Jon Vickers, sem gaf allt í einu ekki kost á sér. Hann óttaðist háu nóturnar, aö því er haldiö var fram. Þá var leitaö tii McCracken, og hann féllst á að taka aö sér fyrsta hlutverk sitt í Wagner-óperu. McCracken lætur sér fátt um finnast: „Ég syng ætíö þau hlutverk sem aörir vilja ekki. Ef umboðsmenn eiga í erfiö- leikum í samningagerö viö aöra söngvara segja þeir: Sendiö eftir McCracken. Hann reynir viö þetta. Hann reynir viö hvaö sem er“. — O — McCracken er ágætt d'æmi um þá sem rísa til frægöar og frama án þess aö hafa nokkurn tíma ætlað sér þaö (eöa kannski sagöi hann engum frá því í æsku). Hann er sonur slökkviliðsstjórans í Gary í Indianafylki í Bandaríkjunum. Eölilega var búist viö aö hann hæfi starf í stáismiöjun- um í nágrenninu. En meöan hann var í hernum, uppgötvaöi söngelskur offíséri hæfileika hans, og kom honum í kór, sem starfaöi innan hersins. Eftir aö Mc- Cracken var leystur undan herþjónustu hóf hann nám í tónlist í New York, og vann fyrir sér meö hvers konar söng sem hann mögulega átti kost á. Hann var þá ekki farinn að hugsa neitt sérstaklega til óperunnar, aö því er honum sagðist frá síöar, hann haföi bara gaman af aö syngja. í fjóra mánuöi söng hann sjö daga vikunnar fimm sinnum á dag í skemmti- dagskrá á klúbbi í New York, stöku slnnum fékk hann smáhlutverk á Broad- way, hann kom fram í áhugamannaóper- um og þegar annars var ekki völ, söng hann viö jaröarfarir og brúökaup. Um þetta leyti kynntist hann stúlkunni sem stöar varö konan hans. Þaö var Sandra Warfield, og hún var líka aö stefna á frægö og frama innan sönglistar- innar. Aö hennar frumkvæöi sóttu þau bæöi um starf hjá Metropolitan-óperunni og fengu. Frá upphafi var ferill Söndru meö yfirburðum. Hún fékk stór hlutverk og var á góöri leið meö aö veröa messósópransöngkona í föstu starfi. McCracken var hins vegar látinn í þau hlutverk þar sem söngvarinn kemur andartak inn á sviöiö til aö tilkynna Framhald á bls. 15 Brjóstmál kappans reyndist vera 57 þumlungar og allur er hann hinn sterklegasti og veitir ekki af, þvi óperusöngur að sögn hans líkamleg þrekraun og Mc Cracken kveðst nota allan skrokkinn til þess að koma söng sinum til áheyrenda: „Jafnvel axlirnar taka þátt i því,“ segir hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.