Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
»OG
HVAÐAN
ER
MAÐUR-
INN“
Framhald af bls. 6
Guömundur Thor-
steinsson (Muggur) viö
málaratrönurnar,
sennilega
í votviðri því hann
hefur brugðið regn-
kápu yfir trönurnar til
skjóls.
Leiðrétting
í frásögn minni Dagur á slóð-
um J.S. Bachs í Leabók 27. okt.
hefur prentvillupúkinn gert á mig
hörðustu árás til þessa. Efsta
málsgrein í öðrum dálki (beint
undir einkennistákni Lesbókar
tengt músik) er svona: „Harð-
svíruð er betra".
Hvort sem púkanum kann að
þykja það Ijúft eða leitt, stendur
þarna skýrum stöfum í handriti
mínu þessi klausa, sem púkinn
hefur alveg sprengt burt: „Harð-
svíruð vopnaleit var gerð á hverj-
um manni. Á mér tísti nokkuð.
Kom þá fát á leitandann en ég dró
upp úr vasa mínum lyfjadós úr
blikki er á var letrað: Nozinan 25
mg ein tafla fyrir svefn eftir
þörfum. Létti þá vopnaleitar-
manni og mér svona heldur bet-
ur“.
Frekari skæruhernað hefur
prentvillupúkinn ekki í frammi í
frá8ögninni og semjum við því
vopnahlé.
Sig. Guðjónsson.
stigann svo hrikti í og fékk sér pípu.
Fjárhagsáhyggjur hvíldu líka þungt á
honum og peningaleysi setti svip á
þessi ár. Ég minnist þess að einu
sinni komu menn frá skattheimtunni
og settu kross með krít undir hús-
gögnin hjá okkur. Þá varð ég hrædd
og undrandi því hann haföi aldrei
látiö mig gjalda peningaleysisins —
ég var mesta dekurbarn —. Ég
spuröi hvort nú ætti aö taka hús-
gögnin af okkur, en þaö varö nú ekki.
Eiginlega gekk ekki á ööru en víxlum
og lánum þennan tíma og pabbi
komst ekki úr fjárhagsörðugleikum
fyrr en síðustu árin. En hann átti alltaf
gott fólk aö.
Áriö 1936 varö hann fyrir óhappi
og fékk blóðtappa í fótinn. Blóðtapp-
inn fór í gegn um hjartað og í lungun
og gekk síöan upp úr honum en haföi
sært hann mikið innvortis. Þetta var
um sumar og ég var þá úti í
Danmörku. Þegar Ijóst varö hvaö
komiö hafði fyrir var hann orðinn svo
veikur að ekki þótti fært aö flytja
hann á sjúkrahús svo tvær hjúkrun-
arkonur stunduðu hann heima. Þegar
ég kom voru mér kennd hjúkrunar-
störfin en hann átti í þessum veikind-
um í heilt ár og náöi sér reyndar
aldrei fylliiega.
En hann tók til viö vinnu sína aftur
af sömu eljusemi og fyrr og fannst
aldrei nógu vel gert. „Ég þyrfti aö
veröa 150 ára til þess aö ná góöum
árangri," sagöi hann oft.
Níní var beðin aö víkja svolítið aö
sjálfri sér í Ameríku:
„Af mér er þaö að segja aö ég
vann í 20 ár hjá útgáfufyrirtæki
Bonniers í New York, fyrst í bóka-
búöinni en síðan var hún stækkuö og
þar haldnar sýningar á allskonar
listiðnaöi, húsgögnum o.fl. Ég vann
við aö setja upp þessar sýningar og
viö útstillingar í glugga ásamt tveimur
öörum. Síöan vann ég á teiknistofu
sem vinkona mín rekur og sá þar um
skrifstofuhald — ég var skrifstofan ef
svo má aö orði komast. Nú erum viö
Norman bæöi komin á eftirlaun og ég
hélt upp á þann áfanga meö því að
setjast á skólabekk í menntaskóla.
Þaö eru forréttindi þeirra sem hafa
náö vissum aldri aö fá aö taka þrjár
valgreinar frítt. Ég valdi „humanist-
isk“ fög, sögu, bókmenntir og
frönsku — tók ekki próf en skilaði
ritgerðum og fékk bara sæmilegt
fyrir. Nú erum við flutt úr borginni og
búum þar sem áöur var sumarbú-
staðurinn okkar.
Þess má reyndar geta aö í bænum
okkar er hús frá 1790 fullbúiö
húsgögnum frá þeirri tíð og í húsinu
er unniö á sama hátt og þá var gert,
eldaö á eldstæöi, steypt kerti, sýnd
handbrögö viö vefnað, spunniö o.fl.
Skólabörn heimsækja húsiö og þeim
sýnt allt sem þar fer fram en húsiö er
opið almenningi á sunnudögum. Allt
er unniö þarna í sjálfboöavinnu og ég
er ein í þeim hóp. Hópurinn er svo
stór aö viö skiptumst á og ég vinn
ekki þarna nema tvo daga í mánuði.
Þá hefur komið sér vel fyrir mig aö ég
læröi aö spinna á Þingeyrum þegar
viö pabbi vorum á okkar feröalagi.
Mér fyndist tilvalið aö komiö yröi upp
slíkri starfsemi í Árbæ.
Maöurinn minn Norman vann hjá
einu stærsta verkfræðifyrirtæki í
Bandaríkjunum, ef ekki því stærsta í
heimi, viö þaö sem er kallaö „com-
bustion engineering". Hann er þó
aldeilis ekki iöjulaus þótt hann sé
hættur verkfræöistörfum. Hann hefur
alltaf haft mikinn áhuga á barnaleik-
föngum þ.e. þroskaleikföngum fyrir
börn. Nú teiknar hann þau og smíöar
„modelin" sjálfur og þaö er mikil
listasmíöi — allt úr viði. Hann geymir
þau í kössum úti í bílskúrnum — svo
bíllinn stendur úti allt árið — og er
alltaf aö endurbæta þau — finnst þau
aldrei nógu góö til þess aö setja þau
á markað —."